Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 74-68 | Meistararnir höfðu betur í hörkuleik Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 1. desember 2019 20:15 Valskonur hafa ekki tapað leik í vetur vísir/bára Valur tók á móti KR í Valshöllinni í stórleik 10. umferðar Dominosdeildar kvenna. Liðin börðust allan tímann og vörn beggja liða á köflum var frábær. Það voru síðan Valsstúlkur sem að stigu upp á lokametrunum og gerðu út um leikinn, 74-68. KR byrjaði betur í leiknum og virtust beittari framan af, bæði í vörn og sókn. Í hvert sinn sem að þær misstu hins vegar einbeitinguna voru Valsarar fljótir að refsa og koma sér aftur inn í leikinn. Þær leiddu í hálfleik með tveimur stigum, 32-30. Gestirnir úr Vesturbænum komu öflugar inn í seinni hálfleik og voru fljótar að ná fjögurra stiga forystu þegar varla tvær mínútur voru liðnar. Valsstúlkur fóru þá loks í gang og tóku áhlaup til að ná forskotinu aftur. KR-stúlkurnar voru hins vegar ekki hættar og með harðfylgi höfðu þær endurheimt forystuna fyrir lokafjórðuginn, 49-56. Botninn datt alveg úr leik KR seinustu tíu mínúturnar og Valur náði með góðu framlagi frá Kiönu Johnson að sigla fram úr KR og ljúka leiknum á vítalínunni. Leikurinn fór því, eins og áður sagði, 74-68 fyrir Val.Af hverju vann Valur? Valur voru ekki í góðum málum eftir þrjá leikhluta og höfðu ekki hitt vel úr skotunum sínum. Þær sneru hins vegar genginu við og lokuðu vel á KR á sama tíma og bandarískur leikmaður þeirra setti nokkur stór skot. Mikill karakter og samheldni í heimastúlkum að klára leik þar sem Helena og fleiri eru ekki upp á sitt besta.Bestu leikmenn vallarins Kiana Johnson var mikilvægust fyrir Val í kvöld, skoraði 28 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal þremur boltum. Í seinasta fjórðungnum skoraði hún 13 stig, sem var munurinn á milli liðanna í þeim fjórðungi (lokaleikhlutinn fór 25-12 fyrir Val). Sylvía Rún var ágæt sömuleiðis með 10 stig, 9 fráköst, 3 stolna bolta og tvö varin skot. Ágæt innkoma eftir að hafa verið tvo leiki frá vegna meiðsla. Sanja Orazovic var best hjá KR í kvöld með 25 stig og 15 fráköst.Tölfræði sem vakti athygli Töpuðu boltarnir hjá KR reyndust dýrkeyptir, en þær töpuðu 22 boltum í leiknum gegn aðeins átta slíkum hjá Val. Þar að auki skoruðu Valsarar átjan stig úr þessum töpuðu boltum hjá KR meðan KR skoraði aðeins fjögur stig úr töpuðum boltum Vals.Hvað gekk illa? KR-ingar gerðu allt of mörg mistök í lokafjórðungnum og töpuðu sjö boltum í þeim leikhluta. Þær virtust á köflum ekki þora að skjóta undir lokin og voru kjarklausar þegar á mótlætið kom í lok leiksins.Hvað næst? Valur mun næst heimsækja liðið sem er nýbúið að koma sér í annað sæti deildarinnar, Keflavík. Keflavík hefur 80% sigurhlutfall á heimavelli og því öruggt að þar verður stór leikur í vændum. KR tekur næst á móti Skallagrím í DHL-höllinni og mun reyna að rétta sig af eftir nokkra slaka leiki eftir landsleikjahléið.Benedikt er þjálfari KR.vísir/Benni Gumm: Ekki nóg að vera betri megnið af leiknum, þurfum að klára þetta. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, var ómyrkur í máli eftir að lið hans laut í lægra haldi gegn Val í stórleik 10. umferðar Dominosdeildar kvenna. Benni Gumm, eins og hann er jafnan kallaður, var ekki sáttur með að liðið sitt hafi leitt leikinn með sjö stigum fyrir lokaleikhlutann en samt tapað með sex stigum. „Það vantaði bara aðeins upp á að klára þetta undir lokin,“ sagði Benni um laka frammistöðu KR-inga í lokafjórðungnum. Þær svart- og hvítklæddu töpuðu seinasta leikhlutanum með þrettán stigum. „Það er ekki nóg að vera betri aðilinn megnið af leiknum, við þurfum að klára þetta,“ sagði hann um leik liðsins í kvöld. KR spilaði mjög vel stærstan hluta leiksins og tók t.a.m. 20 fleiri fráköst en Valsarar í þessum leik. Samt dugði það ekki til og liðið úr Vesturbæ Reykjavíkur er núna komið í þriðja sætið á eftir Keflavík sem hefur innbyrðis stöðuna á KR. „Þetta gerist í Keflavík líka þar sem kemur upp einhver óákveðni. Það er eitthvað sem að við verðum að hrista af okkur í svona jöfnum leikjum.“ KR er þá komið með þrjú töp eftir tíu umferðir á meðan að Valur er enn ósigrað. Benni Gumm þarf augljóslega að brýna sínar stelpur á því að halda einbeitingunni á lokametrunum, annars verður erfitt að mæta liðum eins og Val aftur eftir áramót.Helena Sverrisdóttir.vísir/vilhelmHelena Sverris: Treystum hver annarri Helena Sverrisdóttir var sátt eftir að Valur náði að vinna KR þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta leik. Valur vann seinasta leikhlutann með þrettán stigum og endaði leikinn með sex stiga forystu, 74-68. En hvað var það sem skipti svona miklu máli í lokafjórðungnum? „Kiana tók bara yfir,“ sagði Helena kíminn um ástæðu viðsnúningsins. Kiana Johnson, bandarískur leikmaður Vals, skoraði einmitt 13 stig í lokaleikhlutanum og setti m.a. tvo risastóra þrista þegar mikið lá undir. Valur var ekki að spila sinn besta bolta í leiknum og máttu að vissu leyti telja sig heppna að hafa náð að láta allt ganga upp þegar að það skipti mestu máli. „Við vorum að spila fína vörn allan tímann en vorum að ströggla með að hitta á körfuna,“ sagði Helena um sóknarnýtingu síns liðs. Valur nýtti aðeins 37% allra skota sinna utan af velli í leiknum. „Við treystum hver annarri og í vörninni náum við að verjast saman og treysta á hverja aðra,“ sagði Helena um hvað hefði haldið Völsurum inni í leiknum þegar illa gekk að hitta. Valur trónir þá toppi deilarinnar með tíu sigra í tíu leikjum og það án þess að hafa átt sinn besta leik gegn KR-ingum. En sigurinn hýtur alltaf að vera sætur. „Jú, það er geggjað,“ segir Helena áður en hún heldur áfram að leika við dóttur sína sem hefur fylgst vel með viðtalinu verandi í fanginu á móður sinni. Dominos-deild kvenna
Valur tók á móti KR í Valshöllinni í stórleik 10. umferðar Dominosdeildar kvenna. Liðin börðust allan tímann og vörn beggja liða á köflum var frábær. Það voru síðan Valsstúlkur sem að stigu upp á lokametrunum og gerðu út um leikinn, 74-68. KR byrjaði betur í leiknum og virtust beittari framan af, bæði í vörn og sókn. Í hvert sinn sem að þær misstu hins vegar einbeitinguna voru Valsarar fljótir að refsa og koma sér aftur inn í leikinn. Þær leiddu í hálfleik með tveimur stigum, 32-30. Gestirnir úr Vesturbænum komu öflugar inn í seinni hálfleik og voru fljótar að ná fjögurra stiga forystu þegar varla tvær mínútur voru liðnar. Valsstúlkur fóru þá loks í gang og tóku áhlaup til að ná forskotinu aftur. KR-stúlkurnar voru hins vegar ekki hættar og með harðfylgi höfðu þær endurheimt forystuna fyrir lokafjórðuginn, 49-56. Botninn datt alveg úr leik KR seinustu tíu mínúturnar og Valur náði með góðu framlagi frá Kiönu Johnson að sigla fram úr KR og ljúka leiknum á vítalínunni. Leikurinn fór því, eins og áður sagði, 74-68 fyrir Val.Af hverju vann Valur? Valur voru ekki í góðum málum eftir þrjá leikhluta og höfðu ekki hitt vel úr skotunum sínum. Þær sneru hins vegar genginu við og lokuðu vel á KR á sama tíma og bandarískur leikmaður þeirra setti nokkur stór skot. Mikill karakter og samheldni í heimastúlkum að klára leik þar sem Helena og fleiri eru ekki upp á sitt besta.Bestu leikmenn vallarins Kiana Johnson var mikilvægust fyrir Val í kvöld, skoraði 28 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal þremur boltum. Í seinasta fjórðungnum skoraði hún 13 stig, sem var munurinn á milli liðanna í þeim fjórðungi (lokaleikhlutinn fór 25-12 fyrir Val). Sylvía Rún var ágæt sömuleiðis með 10 stig, 9 fráköst, 3 stolna bolta og tvö varin skot. Ágæt innkoma eftir að hafa verið tvo leiki frá vegna meiðsla. Sanja Orazovic var best hjá KR í kvöld með 25 stig og 15 fráköst.Tölfræði sem vakti athygli Töpuðu boltarnir hjá KR reyndust dýrkeyptir, en þær töpuðu 22 boltum í leiknum gegn aðeins átta slíkum hjá Val. Þar að auki skoruðu Valsarar átjan stig úr þessum töpuðu boltum hjá KR meðan KR skoraði aðeins fjögur stig úr töpuðum boltum Vals.Hvað gekk illa? KR-ingar gerðu allt of mörg mistök í lokafjórðungnum og töpuðu sjö boltum í þeim leikhluta. Þær virtust á köflum ekki þora að skjóta undir lokin og voru kjarklausar þegar á mótlætið kom í lok leiksins.Hvað næst? Valur mun næst heimsækja liðið sem er nýbúið að koma sér í annað sæti deildarinnar, Keflavík. Keflavík hefur 80% sigurhlutfall á heimavelli og því öruggt að þar verður stór leikur í vændum. KR tekur næst á móti Skallagrím í DHL-höllinni og mun reyna að rétta sig af eftir nokkra slaka leiki eftir landsleikjahléið.Benedikt er þjálfari KR.vísir/Benni Gumm: Ekki nóg að vera betri megnið af leiknum, þurfum að klára þetta. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, var ómyrkur í máli eftir að lið hans laut í lægra haldi gegn Val í stórleik 10. umferðar Dominosdeildar kvenna. Benni Gumm, eins og hann er jafnan kallaður, var ekki sáttur með að liðið sitt hafi leitt leikinn með sjö stigum fyrir lokaleikhlutann en samt tapað með sex stigum. „Það vantaði bara aðeins upp á að klára þetta undir lokin,“ sagði Benni um laka frammistöðu KR-inga í lokafjórðungnum. Þær svart- og hvítklæddu töpuðu seinasta leikhlutanum með þrettán stigum. „Það er ekki nóg að vera betri aðilinn megnið af leiknum, við þurfum að klára þetta,“ sagði hann um leik liðsins í kvöld. KR spilaði mjög vel stærstan hluta leiksins og tók t.a.m. 20 fleiri fráköst en Valsarar í þessum leik. Samt dugði það ekki til og liðið úr Vesturbæ Reykjavíkur er núna komið í þriðja sætið á eftir Keflavík sem hefur innbyrðis stöðuna á KR. „Þetta gerist í Keflavík líka þar sem kemur upp einhver óákveðni. Það er eitthvað sem að við verðum að hrista af okkur í svona jöfnum leikjum.“ KR er þá komið með þrjú töp eftir tíu umferðir á meðan að Valur er enn ósigrað. Benni Gumm þarf augljóslega að brýna sínar stelpur á því að halda einbeitingunni á lokametrunum, annars verður erfitt að mæta liðum eins og Val aftur eftir áramót.Helena Sverrisdóttir.vísir/vilhelmHelena Sverris: Treystum hver annarri Helena Sverrisdóttir var sátt eftir að Valur náði að vinna KR þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta leik. Valur vann seinasta leikhlutann með þrettán stigum og endaði leikinn með sex stiga forystu, 74-68. En hvað var það sem skipti svona miklu máli í lokafjórðungnum? „Kiana tók bara yfir,“ sagði Helena kíminn um ástæðu viðsnúningsins. Kiana Johnson, bandarískur leikmaður Vals, skoraði einmitt 13 stig í lokaleikhlutanum og setti m.a. tvo risastóra þrista þegar mikið lá undir. Valur var ekki að spila sinn besta bolta í leiknum og máttu að vissu leyti telja sig heppna að hafa náð að láta allt ganga upp þegar að það skipti mestu máli. „Við vorum að spila fína vörn allan tímann en vorum að ströggla með að hitta á körfuna,“ sagði Helena um sóknarnýtingu síns liðs. Valur nýtti aðeins 37% allra skota sinna utan af velli í leiknum. „Við treystum hver annarri og í vörninni náum við að verjast saman og treysta á hverja aðra,“ sagði Helena um hvað hefði haldið Völsurum inni í leiknum þegar illa gekk að hitta. Valur trónir þá toppi deilarinnar með tíu sigra í tíu leikjum og það án þess að hafa átt sinn besta leik gegn KR-ingum. En sigurinn hýtur alltaf að vera sætur. „Jú, það er geggjað,“ segir Helena áður en hún heldur áfram að leika við dóttur sína sem hefur fylgst vel með viðtalinu verandi í fanginu á móður sinni.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“