Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2019 17:00 Vinkonurnar skemmtu sér konunglega á tónleikum Auðar. vísir/hallgerður Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. Lokakvöldið er gengið í garð og mikið af flottu tónlistarfólki á dagskránni en tónleikar Auðar voru nýbúnir. „Hann er rosa flottur og mikill kraftur í honum. Hann er svo mikill „performer“,“ segir Auður. „Þetta er ótrúlega flott lineup og góð stemning og hátíðin vel skipulögð, það er allt á réttum tíma. Mér finnst það bara lífga svo mikið upp á Reykjavík að hafa þessa hátíð, það eru hérna viðburðir á hverju horni og góð stemning!“ segir Bergdís. „Það eru líka bara flottir tónleikastaðir í ár,“ bætir Auður við. María Guðmundsdóttir, vinkona þeirra gengur upp að okkur og segir við vinkonur sínar: „Hérna eruði, þið eruð bara búnar að fela ykkur!“ og uppsker hlátur viðstaddra. „Nei, við erum í viðtali,“ segir Auður og hlær. „Komdu og vertu með okkur í viðtali!“ „Er þetta grín?“ spyr María og tekur sér stöðu við hlið þeirra. Þær segjast hafa reynt að sjá alla þá listamenn sem þær hafi hlakkað til að sjá, svo hafi þær reynt að fara á milli staða. „Já og við nýttum appið,“ segir Bergrós. „Það auðveldar þetta mikið, geggjað app.“ „Ég fór á Glass Museum sem var mjög flott svo var Auður mjög glæsilegur líka,“ segir Bergrós. „Og Mammút!“ skýtur Auður inn, „það voru alveg geðveikir tónleikar! Það var eiginlega það besta.“ Þær vinkonur fóru líka á tónleika með Ateria, en Ateria vann Mússíktilraunir árið 2018. Þær slógu alveg í gegn hjá vinkonunum og finnst þeim skemmtilegt að sjá svona unga tónlistarmenn koma fram. „Það er svo gaman að sjá svona bönd sem eru að byrja,“ segir Auður. „Hitt er auðvitað líka gaman, eins og að sjá Mammút, sem maður hefur fylgst með í mörg mörg ár,“ segir Bergrós. „Þessar nýju sveitir koma manni hins vegar svo oft á óvart.“ „Það er það sem er svo skemmtilegt við þessa hátíð að það er svo mikið flæði af öllu,“ bætir María við. „Við ætlum svo að enda kvöldið í kvöld í Valsheimilinu til að sjá Of Monsters and Men, við verðum eiginlega að gera það,“ segir María. „Kannski líka Vök, ef við náum því. Við náum kannski í skottið á þeim,“ segir Auður. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. Lokakvöldið er gengið í garð og mikið af flottu tónlistarfólki á dagskránni en tónleikar Auðar voru nýbúnir. „Hann er rosa flottur og mikill kraftur í honum. Hann er svo mikill „performer“,“ segir Auður. „Þetta er ótrúlega flott lineup og góð stemning og hátíðin vel skipulögð, það er allt á réttum tíma. Mér finnst það bara lífga svo mikið upp á Reykjavík að hafa þessa hátíð, það eru hérna viðburðir á hverju horni og góð stemning!“ segir Bergdís. „Það eru líka bara flottir tónleikastaðir í ár,“ bætir Auður við. María Guðmundsdóttir, vinkona þeirra gengur upp að okkur og segir við vinkonur sínar: „Hérna eruði, þið eruð bara búnar að fela ykkur!“ og uppsker hlátur viðstaddra. „Nei, við erum í viðtali,“ segir Auður og hlær. „Komdu og vertu með okkur í viðtali!“ „Er þetta grín?“ spyr María og tekur sér stöðu við hlið þeirra. Þær segjast hafa reynt að sjá alla þá listamenn sem þær hafi hlakkað til að sjá, svo hafi þær reynt að fara á milli staða. „Já og við nýttum appið,“ segir Bergrós. „Það auðveldar þetta mikið, geggjað app.“ „Ég fór á Glass Museum sem var mjög flott svo var Auður mjög glæsilegur líka,“ segir Bergrós. „Og Mammút!“ skýtur Auður inn, „það voru alveg geðveikir tónleikar! Það var eiginlega það besta.“ Þær vinkonur fóru líka á tónleika með Ateria, en Ateria vann Mússíktilraunir árið 2018. Þær slógu alveg í gegn hjá vinkonunum og finnst þeim skemmtilegt að sjá svona unga tónlistarmenn koma fram. „Það er svo gaman að sjá svona bönd sem eru að byrja,“ segir Auður. „Hitt er auðvitað líka gaman, eins og að sjá Mammút, sem maður hefur fylgst með í mörg mörg ár,“ segir Bergrós. „Þessar nýju sveitir koma manni hins vegar svo oft á óvart.“ „Það er það sem er svo skemmtilegt við þessa hátíð að það er svo mikið flæði af öllu,“ bætir María við. „Við ætlum svo að enda kvöldið í kvöld í Valsheimilinu til að sjá Of Monsters and Men, við verðum eiginlega að gera það,“ segir María. „Kannski líka Vök, ef við náum því. Við náum kannski í skottið á þeim,“ segir Auður.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00
Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00