„Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 22:15 Skjáskot úr myndbandinu sem ferðamaður í hóp Þórólfs tók og sjá má í fréttinni. Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. Þórólfur birti í kvöld myndband á Facebook sem einn af viðskiptavinum hans tók í fjörunni en Þórólfur var á ferð með hópi af ferðamönnum í Reynisfjöru á milli klukkan 14 og 15. Fyrr í kvöld sagði Vísir frá því að ferðamaður hefði slasast eftir að hafa lent í sjónum í Reynisfjöru í miklum öldugangi en tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan 15. Aðstæður í fjörunni við hafa því væntanlega ekki verið ósvipaðar því sem sést hér í myndbandinu fyrir neðan sem er tekið skömmu áður en útkallið berst. Eins og sést voru ferðamennirnir í stórhættu vegna öldugangsins.Klippa: Ferðamenn í stórhættu í Reynisfjöru „Fólk var mikið að ögra hættunni þarna. Það var ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Þórólfur. Hann fer mikið í Reynisfjöru vegna vinnu sinnar og segir þetta ekki algenga sjón. „Nei, ég hef ekki oft séð þetta áður, náttúrulega myndbönd, en ég hef aldrei séð fjöruna svona rosalega,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa þá tilfinningu að fólk sem fari út í fjöruna við svona hættulegar aðstæður séu frekar ferðamenn á eigin vegum heldur en fólk í hópi með leiðsögumanni. „Eins og í mínu fyrirtæki þá lesum við alveg yfir hausunum á þeim, þótt það sé gott veður þá segjum við þeim alltaf að fara varlega og bendi bara á að fólk hafi týnt lífi sínu þarna. Svo getur það líka lesið skiltin á leiðinni,“ segir Þórólfur. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Sjá meira
Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. Þórólfur birti í kvöld myndband á Facebook sem einn af viðskiptavinum hans tók í fjörunni en Þórólfur var á ferð með hópi af ferðamönnum í Reynisfjöru á milli klukkan 14 og 15. Fyrr í kvöld sagði Vísir frá því að ferðamaður hefði slasast eftir að hafa lent í sjónum í Reynisfjöru í miklum öldugangi en tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan 15. Aðstæður í fjörunni við hafa því væntanlega ekki verið ósvipaðar því sem sést hér í myndbandinu fyrir neðan sem er tekið skömmu áður en útkallið berst. Eins og sést voru ferðamennirnir í stórhættu vegna öldugangsins.Klippa: Ferðamenn í stórhættu í Reynisfjöru „Fólk var mikið að ögra hættunni þarna. Það var ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Þórólfur. Hann fer mikið í Reynisfjöru vegna vinnu sinnar og segir þetta ekki algenga sjón. „Nei, ég hef ekki oft séð þetta áður, náttúrulega myndbönd, en ég hef aldrei séð fjöruna svona rosalega,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa þá tilfinningu að fólk sem fari út í fjöruna við svona hættulegar aðstæður séu frekar ferðamenn á eigin vegum heldur en fólk í hópi með leiðsögumanni. „Eins og í mínu fyrirtæki þá lesum við alveg yfir hausunum á þeim, þótt það sé gott veður þá segjum við þeim alltaf að fara varlega og bendi bara á að fólk hafi týnt lífi sínu þarna. Svo getur það líka lesið skiltin á leiðinni,“ segir Þórólfur.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Sjá meira
Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00