Amma hennar kom til Íslands - sem hárkolla Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2019 22:53 Lene Zachariassen, sútari á Hjalteyri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hún nýtir hundinn sinn, köttinn, meira að segja hárið af ömmu sinni - listakonan sem búin er að hreiðra um sig í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri. Þar gerir hún verðmæt skinn úr dýrahræjum sem aðrir henda og spinnur þráð úr nánast hverju sem er. Þessu mátti kynnast í fréttum Stöðvar 2. Það er sannarlega í anda hugmyndafræði hinnar norsku Lene Zachariassen að nýta aflagða síldarverksmiðju við Eyjafjörð.Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hér er skinnaheimurinn minn,“ segir Lene og leiðir okkur inn í sýningarrými sitt í síldarbræðslunni. „Hér er ég í raun og veru að vinna mest úr hlutum sem aðrir henda,“ segir Lene, sem titlar sig sútara. Hún hirðir til dæmis og nýtir seli sem drepist hafa í grásleppunetum. Hún segir slíkt leiðinlegt atvik en skinnið sé fallegt. „Og virðing fyrir dýrin að segja þessa sögu.“ Hún gat líka nýtt langt með gengið selsfóstur og gert úr því fallegt skinn.Skinn af fóstri útsels, sem drapst í grásleppuneti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún spinnur þráð úr ólíkustu efnum og mátti sjá band úr æðardúni, sauðnauti og ísbirni. „Þetta er amma mín. Í alvöru. Þetta er hárkolla sem var gerð úr hári hennar ömmu minnar þegar hún var ung. Og svo átti bara að henda þessu. En ég sagði nei. Amma ætlar að koma til Íslands,“ segir hún um leið og hún sýnir okkur hárkolluna. Lene sagði frá vinnu sinni í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, sem fjallaði um Hjalteyri. Einnig heyrðum við meðal annars Erlend Bogason kafara segja frá vini sínum, steinbítnum, sem vill láta strjúka sér á hökunni og maganum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Verksmiðjusalir gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, 15. júlí 2019 21:29 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Hún nýtir hundinn sinn, köttinn, meira að segja hárið af ömmu sinni - listakonan sem búin er að hreiðra um sig í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri. Þar gerir hún verðmæt skinn úr dýrahræjum sem aðrir henda og spinnur þráð úr nánast hverju sem er. Þessu mátti kynnast í fréttum Stöðvar 2. Það er sannarlega í anda hugmyndafræði hinnar norsku Lene Zachariassen að nýta aflagða síldarverksmiðju við Eyjafjörð.Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hér er skinnaheimurinn minn,“ segir Lene og leiðir okkur inn í sýningarrými sitt í síldarbræðslunni. „Hér er ég í raun og veru að vinna mest úr hlutum sem aðrir henda,“ segir Lene, sem titlar sig sútara. Hún hirðir til dæmis og nýtir seli sem drepist hafa í grásleppunetum. Hún segir slíkt leiðinlegt atvik en skinnið sé fallegt. „Og virðing fyrir dýrin að segja þessa sögu.“ Hún gat líka nýtt langt með gengið selsfóstur og gert úr því fallegt skinn.Skinn af fóstri útsels, sem drapst í grásleppuneti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún spinnur þráð úr ólíkustu efnum og mátti sjá band úr æðardúni, sauðnauti og ísbirni. „Þetta er amma mín. Í alvöru. Þetta er hárkolla sem var gerð úr hári hennar ömmu minnar þegar hún var ung. Og svo átti bara að henda þessu. En ég sagði nei. Amma ætlar að koma til Íslands,“ segir hún um leið og hún sýnir okkur hárkolluna. Lene sagði frá vinnu sinni í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, sem fjallaði um Hjalteyri. Einnig heyrðum við meðal annars Erlend Bogason kafara segja frá vini sínum, steinbítnum, sem vill láta strjúka sér á hökunni og maganum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Verksmiðjusalir gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, 15. júlí 2019 21:29 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Verksmiðjusalir gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, 15. júlí 2019 21:29
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33