Gáfnafarið gerir gæfumuninn Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 12. nóvember 2019 15:30 Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, er með meira en 150 í greindarvísitölu. Lampard og sveinar hans hafa vart stigið feilspor frá 4-0 tapi gegn Manchester United. Nordicphotos/Getty Frank Lampard svaraði nokkrum spurningum fyrir helgi þar sem kom í ljós að hann er með yfir 150 í greindarvísitölu. Eftir að hafa tapað fyrsta deildarleiknum gegn Manchester United nokkuð sannfærandi 4-0 hefur hann varla slegið feilnótu og hitt á margar hárréttar ákvarðanir. Hvort það er vegna þessa ægilega gáfnafars skal ósagt látið en hann tilheyrir engu að síður aðeins 0,1 prósenti mannkyns sem hefur þessa háu tölu. Lampard er sjöundi enski stjórinn sem vinnur sex leiki í röð en sá síðasti sem gerði það var Alan Pardew árið 2012. Hér koma nokkrir punktar sem Lampard hefur gert hárrétt á tímabilinu.Ungu strákarnir Eiður Smári benti réttilega á í Vellinum að Lampard þyrfti ekkert endilega að nota ungu strákana. Hann kysi að gera það. Enda hafa þeir gæðin til að standa sig í deild þeirra bestu. Nýjasta viðbótin við Mason Mount, Christian Pulisic, Callum Hudson-Odoi, Tammy Abraham og Fikayo Tomori var frammistaða Reece James sem núllaði út Wilfried Zaha. James er aðeins 19 ára, hann hirti stöðuna af César Azpilicueta, fyrirliða Chelsea, og hefur fengið mikið hrós.Brasilíumaðurinn Willian sýndi leynda leiðtogahæfileika. Nordicphotos/GettyWillian Þegar Azpilicueta var tekinn út úr liðinu vantaði Chelsea fyrirliða. Lampard lét Brasilíumanninn Willian fá fyrirliðabandið og Brassinn var stórkostlegur í leiknum gegn Palace. Aðstoðaði ungu leikmennina eftir fremsta megni og virtist vera leiðtogi sem enginn vissi að hann væri – nema auðvitað Lampard.Rétt farið með góða menn Hudson-Odoi var nánast genginn út um dyrnar til FC Bayern í sumar en hætti við eftir að hafa spjallað við Lampard. Guttinn hefur svakalegan hraða og hefur lagt upp þrjú mörk það sem af er tímabilinu. Jorginho hefur einnig lýst því hvernig samband þeirra Lampards hefur gert hann að betri leikmanni. Þá voru margir hugsi yfir hvernig Lampard notaði Pulisic í upphafi en það er enginn að velta því fyrir sér lengur. Það er nánast hægt að halda því fram að liðið sakni Edens Hazard ekkert sérstaklega mikið.Agi og gleði Chelsea hefur ekki fengið eitt einasta rautt spjald í deildinni og brotið af sér aðeins 61 sinni. Af þeim brotum hafa 23 haft gul spjöld í för með sér. Ungir drengir gera oft barnaleg mistök en Lampard hefur náð að halda einbeitingu drengjanna í allar 90 mínúturnar. Þannig hefur liðið ekki heldur gert nein mistök sem hafa leitt til marks. Í bland við mikla einbeitingu spilar liðið með bros á vör og hefur fengið hrós fyrir skemmtilegan leik – enda hefur það skorað 27 mörk sem er það fjórða mesta í ensku úrvalsdeildinni.Gáfuð og greind Aðrir með yfir 150 í greindarvísitölu eru: Jessica Alba 151, Mark Zuckerberg 152, Colin Firth 153, Sharon Stone 154, Michael Jordan 154, Cindy Crawford 154, Donald Trump 156, Lisa Simpson 159, Silvester Stallone 160, Steve Jobs 160, Matt Damon 160. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Frank Lampard svaraði nokkrum spurningum fyrir helgi þar sem kom í ljós að hann er með yfir 150 í greindarvísitölu. Eftir að hafa tapað fyrsta deildarleiknum gegn Manchester United nokkuð sannfærandi 4-0 hefur hann varla slegið feilnótu og hitt á margar hárréttar ákvarðanir. Hvort það er vegna þessa ægilega gáfnafars skal ósagt látið en hann tilheyrir engu að síður aðeins 0,1 prósenti mannkyns sem hefur þessa háu tölu. Lampard er sjöundi enski stjórinn sem vinnur sex leiki í röð en sá síðasti sem gerði það var Alan Pardew árið 2012. Hér koma nokkrir punktar sem Lampard hefur gert hárrétt á tímabilinu.Ungu strákarnir Eiður Smári benti réttilega á í Vellinum að Lampard þyrfti ekkert endilega að nota ungu strákana. Hann kysi að gera það. Enda hafa þeir gæðin til að standa sig í deild þeirra bestu. Nýjasta viðbótin við Mason Mount, Christian Pulisic, Callum Hudson-Odoi, Tammy Abraham og Fikayo Tomori var frammistaða Reece James sem núllaði út Wilfried Zaha. James er aðeins 19 ára, hann hirti stöðuna af César Azpilicueta, fyrirliða Chelsea, og hefur fengið mikið hrós.Brasilíumaðurinn Willian sýndi leynda leiðtogahæfileika. Nordicphotos/GettyWillian Þegar Azpilicueta var tekinn út úr liðinu vantaði Chelsea fyrirliða. Lampard lét Brasilíumanninn Willian fá fyrirliðabandið og Brassinn var stórkostlegur í leiknum gegn Palace. Aðstoðaði ungu leikmennina eftir fremsta megni og virtist vera leiðtogi sem enginn vissi að hann væri – nema auðvitað Lampard.Rétt farið með góða menn Hudson-Odoi var nánast genginn út um dyrnar til FC Bayern í sumar en hætti við eftir að hafa spjallað við Lampard. Guttinn hefur svakalegan hraða og hefur lagt upp þrjú mörk það sem af er tímabilinu. Jorginho hefur einnig lýst því hvernig samband þeirra Lampards hefur gert hann að betri leikmanni. Þá voru margir hugsi yfir hvernig Lampard notaði Pulisic í upphafi en það er enginn að velta því fyrir sér lengur. Það er nánast hægt að halda því fram að liðið sakni Edens Hazard ekkert sérstaklega mikið.Agi og gleði Chelsea hefur ekki fengið eitt einasta rautt spjald í deildinni og brotið af sér aðeins 61 sinni. Af þeim brotum hafa 23 haft gul spjöld í för með sér. Ungir drengir gera oft barnaleg mistök en Lampard hefur náð að halda einbeitingu drengjanna í allar 90 mínúturnar. Þannig hefur liðið ekki heldur gert nein mistök sem hafa leitt til marks. Í bland við mikla einbeitingu spilar liðið með bros á vör og hefur fengið hrós fyrir skemmtilegan leik – enda hefur það skorað 27 mörk sem er það fjórða mesta í ensku úrvalsdeildinni.Gáfuð og greind Aðrir með yfir 150 í greindarvísitölu eru: Jessica Alba 151, Mark Zuckerberg 152, Colin Firth 153, Sharon Stone 154, Michael Jordan 154, Cindy Crawford 154, Donald Trump 156, Lisa Simpson 159, Silvester Stallone 160, Steve Jobs 160, Matt Damon 160.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira