Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2019 21:15 Mynd tekin í heimsókn namibískra áhrifamanna til Íslands í febrúar árið 2014. Wikileaks Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. Það var mat fyrirtækisins að ódýrara væri að múta mönnum sem voru nátengdir þarlendum ráðherrum og „öðrum mönnum í æðstu stöðum.“ Þetta er meðal þess sem fram kom í umfjöllun Kveiks um framgöngu Samherja í Namibíu í kvöld. Þungamiðja umfjöllunnar sneri að mútugreiðslum fyrirtækisins til namibískra embættismanna, sem Samherji á að hafa framkvæmt í gegnum fléttu aflandsfélaga. Heildarupphæð mútugreiðslna er sögð nema hundruð milljóna króna. Umfjöllunin byggir á gögnum sem fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, Jóhannes Stefánsson, lét uppljóstrunarsíðunni Wikileaks og rannsóknarnefnd gegn spillingu í Namibíu í té.Sjá einnig: Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um SamherjaÍ gögnunum kemur meðal annars fram að Aðalsteinn Helgason, sem var framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, hafi samið við tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu, Tamson Hatuikulipi eða Fitty, um að hann myndi einhvern veginn útvega fyrirtækinu hrossamakrílskvóta. Það á Fitty að hafa gert með því að kynna Samherja fyrir tengdapabba sínum.Samherji er sagður hafa lagt ríka áherslu á slík tengsl við namibíska ráðamenn, því gott samband sem þetta sé „mjög dýrmætt enda kvótaúthlutanir pólitískar“ í Namibíu. Jafnframt var fullyrt á einum stað í gögnunum að Samherji fái kvóta fyrir tilstuðlan flokksins Swapo, sem farið hefur með stjórn landsins um áratuga skeið. „Þannig yrði kvótinn ódýrari, einungis þyrfti að greiða það sem kallað er „kvótagjald“ til flokksins,“ eins og það er orðað í umfjöllun Kveiks. Fyrrnefndur Aðalsteinn virðist þannig hafa rætt opinskátt um þá miklu spillingu sem fyrirfannst í namibísku stjórnkerfi. Það væri ekkert launungarmál að sjávarútvegsráðherra landsins gæti úthlutað kvóta eftir geðþótta og því ætlaði Samherji sér að stytta sér leið „í gegnum hann.“Hákarlatríó Stutta leiðin var í gegnum menn tengda ráðherranum; fyrrnefndan Fitty, James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, háttsettan SWAPO-liða og núverandi dómsmálaráðherra Namibíu. Á þessum tíma, árið 2012, gegndi sá síðastnefndi embætti formanns lagaendurskoðunarnefndar landsins. Þessum mönnum flaug Samherji til Íslands og pungaði út milljónum fyrir, til þess að treysta samband þeirra við íslenska sjávarútvegsfyrirtækið að sögn Kveiks. Samherji greiddi fyrir flugferðir, uppihald og hótelgistingu að því er fram kemur í reikningum sem Wikileaks birtir. „Á djamminu í Reykjavík, í heimsóknum til forstjóra Samherja, sem sérstakir gestir á árshátíð fyrirtækisins árið 2016 og í vélsleðaferð í Eyjafirðinum – allt í boði Samherja,“ eins og segir í umfjöllun Kveiks. Leiddar eru líkur að því að í gegnum tríóið, sem kallaðir eru Hákarlarnir í umfjölluninni, hafi Samherjamenn fengið fund með sjávarútvegsráðherra Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á þannig að hafa hitt ráðherrann tvisvar. Í bæði skipti ríkti leynd um fundi þeirra. Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson segir að annar fundurinn, sem fram fór árið 2012, hafi verið einkar mikilvægur. Byggst hafi upp traust milli Samherja og ráðherrans - „sjávarútvegsráðherrann lofaði líka Samherja comfort um að komast í kvóta og á betri verðum heldur en gekk á á þessum tíma,“ segir Jóhannes í umfjöllun Kveiks sem má nálgast hér. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji sendir frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar um meint brot Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. 11. nóvember 2019 18:39 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. Það var mat fyrirtækisins að ódýrara væri að múta mönnum sem voru nátengdir þarlendum ráðherrum og „öðrum mönnum í æðstu stöðum.“ Þetta er meðal þess sem fram kom í umfjöllun Kveiks um framgöngu Samherja í Namibíu í kvöld. Þungamiðja umfjöllunnar sneri að mútugreiðslum fyrirtækisins til namibískra embættismanna, sem Samherji á að hafa framkvæmt í gegnum fléttu aflandsfélaga. Heildarupphæð mútugreiðslna er sögð nema hundruð milljóna króna. Umfjöllunin byggir á gögnum sem fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, Jóhannes Stefánsson, lét uppljóstrunarsíðunni Wikileaks og rannsóknarnefnd gegn spillingu í Namibíu í té.Sjá einnig: Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um SamherjaÍ gögnunum kemur meðal annars fram að Aðalsteinn Helgason, sem var framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, hafi samið við tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu, Tamson Hatuikulipi eða Fitty, um að hann myndi einhvern veginn útvega fyrirtækinu hrossamakrílskvóta. Það á Fitty að hafa gert með því að kynna Samherja fyrir tengdapabba sínum.Samherji er sagður hafa lagt ríka áherslu á slík tengsl við namibíska ráðamenn, því gott samband sem þetta sé „mjög dýrmætt enda kvótaúthlutanir pólitískar“ í Namibíu. Jafnframt var fullyrt á einum stað í gögnunum að Samherji fái kvóta fyrir tilstuðlan flokksins Swapo, sem farið hefur með stjórn landsins um áratuga skeið. „Þannig yrði kvótinn ódýrari, einungis þyrfti að greiða það sem kallað er „kvótagjald“ til flokksins,“ eins og það er orðað í umfjöllun Kveiks. Fyrrnefndur Aðalsteinn virðist þannig hafa rætt opinskátt um þá miklu spillingu sem fyrirfannst í namibísku stjórnkerfi. Það væri ekkert launungarmál að sjávarútvegsráðherra landsins gæti úthlutað kvóta eftir geðþótta og því ætlaði Samherji sér að stytta sér leið „í gegnum hann.“Hákarlatríó Stutta leiðin var í gegnum menn tengda ráðherranum; fyrrnefndan Fitty, James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, háttsettan SWAPO-liða og núverandi dómsmálaráðherra Namibíu. Á þessum tíma, árið 2012, gegndi sá síðastnefndi embætti formanns lagaendurskoðunarnefndar landsins. Þessum mönnum flaug Samherji til Íslands og pungaði út milljónum fyrir, til þess að treysta samband þeirra við íslenska sjávarútvegsfyrirtækið að sögn Kveiks. Samherji greiddi fyrir flugferðir, uppihald og hótelgistingu að því er fram kemur í reikningum sem Wikileaks birtir. „Á djamminu í Reykjavík, í heimsóknum til forstjóra Samherja, sem sérstakir gestir á árshátíð fyrirtækisins árið 2016 og í vélsleðaferð í Eyjafirðinum – allt í boði Samherja,“ eins og segir í umfjöllun Kveiks. Leiddar eru líkur að því að í gegnum tríóið, sem kallaðir eru Hákarlarnir í umfjölluninni, hafi Samherjamenn fengið fund með sjávarútvegsráðherra Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á þannig að hafa hitt ráðherrann tvisvar. Í bæði skipti ríkti leynd um fundi þeirra. Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson segir að annar fundurinn, sem fram fór árið 2012, hafi verið einkar mikilvægur. Byggst hafi upp traust milli Samherja og ráðherrans - „sjávarútvegsráðherrann lofaði líka Samherja comfort um að komast í kvóta og á betri verðum heldur en gekk á á þessum tíma,“ segir Jóhannes í umfjöllun Kveiks sem má nálgast hér.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji sendir frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar um meint brot Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. 11. nóvember 2019 18:39 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Samherji sendir frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar um meint brot Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. 11. nóvember 2019 18:39
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00