Namibíumenn móðguðust vegna íslenska lambakjötsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 09:55 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Svo virðist sem að þáverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, og aðrir embættismenn hafi móðgast þegar þeir fengu íslenskt lambakjöt að borða í heimsókn sinni um borð í togara Samherja, Heinaste, í maí árið 2016. Þetta má lesa út úr tölvupósti Sharon Neumbo, stjórnarformanns Sinco Fishing sem starfað hefur með Samherja í Namibíu, til Jóhannesar Stefánssonar sem hún sendi þann 20. maí 2016. Jóhannes starfaði sem rekstrarstjóri Samherja í Namibíu en hefur nú ljóstrað upp um starfsemi félagsins í landinu og meint brot þess, meðal annars varðandi mútugreiðslur til namibískra embættismanna og skattaundanskot. Í tölvupósti Neumbo til Jóhannesar segir hún að þótt það hafi verið stolt stund fyrir Jóhannes og Íslendingana í áhöfn Heinaste að bjóða upp á íslenskt lamb þá hafi það ekki fallið í kramið hjá namibísku embættismönnunum þar sem það hafi gefið til kynna að það væru ekki nein namibísk matvæli um borð. „Í rauninni á Namibía nóg af lambi til þess að fæða alla þjóðina,“ segir í pósti Neumbo. Þá segir Neumbo að embættismennirnir hafi einnig skoðað áhafnarlista togarans og tekið eftir því að það hafi vantað namibíska áhafnarmenn í grunnstöður. Gerir Neumbo athugasemdir við þetta og segir að þarna séu útlendingar að óþörfu í störfum sem Namibíumenn geti sinnt. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði. 15. nóvember 2019 09:41 Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Svo virðist sem að þáverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, og aðrir embættismenn hafi móðgast þegar þeir fengu íslenskt lambakjöt að borða í heimsókn sinni um borð í togara Samherja, Heinaste, í maí árið 2016. Þetta má lesa út úr tölvupósti Sharon Neumbo, stjórnarformanns Sinco Fishing sem starfað hefur með Samherja í Namibíu, til Jóhannesar Stefánssonar sem hún sendi þann 20. maí 2016. Jóhannes starfaði sem rekstrarstjóri Samherja í Namibíu en hefur nú ljóstrað upp um starfsemi félagsins í landinu og meint brot þess, meðal annars varðandi mútugreiðslur til namibískra embættismanna og skattaundanskot. Í tölvupósti Neumbo til Jóhannesar segir hún að þótt það hafi verið stolt stund fyrir Jóhannes og Íslendingana í áhöfn Heinaste að bjóða upp á íslenskt lamb þá hafi það ekki fallið í kramið hjá namibísku embættismönnunum þar sem það hafi gefið til kynna að það væru ekki nein namibísk matvæli um borð. „Í rauninni á Namibía nóg af lambi til þess að fæða alla þjóðina,“ segir í pósti Neumbo. Þá segir Neumbo að embættismennirnir hafi einnig skoðað áhafnarlista togarans og tekið eftir því að það hafi vantað namibíska áhafnarmenn í grunnstöður. Gerir Neumbo athugasemdir við þetta og segir að þarna séu útlendingar að óþörfu í störfum sem Namibíumenn geti sinnt.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði. 15. nóvember 2019 09:41 Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15
Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði. 15. nóvember 2019 09:41
Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30