Gleðiefni að samtalið um bækur lifi góðu lífi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. nóvember 2019 09:30 Konur lesa mun meira en karlar samkvæmt könnuninni. Fréttablaðið/Stefán „Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera könnunina ásamt nokkrum samstarfsaðilum á bókmenntasviðinu,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Lestrarkönnun var lögð fyrir 2.978 Íslendinga í október og var svarhlutfall 51 prósent. Þar var kannað viðhorf Íslendinga til bóklestrar og ýmissa tengdra þátta. „Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist og að hljóðbókin er að sækja fram,“ segir Hrefna. Um 80 prósent Íslendinga höfðu lesið hefðbundnar bækur á síðustu tólf mánuðum, 31 prósent hafði lesið rafbækur og 41 prósent hlustað á hljóðbækur sem er sex prósentustigum meira en í könnun frá árinu 2018. Íslendingar lesa eða hlusta að meðaltali á 2,3 bækur á mánuði samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. „Þetta eru jákvæðar niðurstöður og mikil hækkun síðan úr könnun fyrir tveimur árum en þá var meðaltalið tvær bækur á mánuði,“ segir Hrefna. „Afkastamestu lesendurnir í ár eru konur og barnafjölskyldur. Því fleiri sem börnin eru á heimilinu, því meira er lesið,“ segir Hrefna en að jafnaði lesa konur 3,1 bók á mánuði en karlar 1,5 bækur. Um 76 prósent þeirra kvenna sem svöruðu könnuninni höfðu lesið eða hlustað á bók síðastliðna 30 daga á móti 54 prósentum karla. „Það er reyndar ekki nýtt að konur lesi meira en karlar en það var líka þannig í síðustu könnunum,“ segir Hrefna. „Í könnuninni er líka spurt út í tungumálalestur og þar blikka ákveðin viðvörunarljós því að hópurinn á bilinu 18-35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðrum tungumálum en íslensku,“ segir Hrefna. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera meðvituð um þrátt fyrir að margt geti skýrt þetta,“ segir hún og nefnir sem dæmi að á þessu aldursbili sé stærstur hluti námsmanna og að mikið af námsbókum sé á öðrum tungumálum en íslensku. „Þó að þetta sé ákveðið hættumerki er auðvitað gott að við sem lítil þjóð getum lesið á mörgum tungumálum,“ bætir Hrefna við. „Við þurfum þó að halda áfram að hvetja til lestrar á íslensku og vinna markvisst að þýðingunum, þannig getum við aukið úrval og framboð af lesefni á íslenskri tungu,“ segir hún. Hvað varðar val á lesefni sýna niðurstöður könnunarinnar fram á að helmingur svarenda fái hugmyndir að lesefni frá vinum og vandamönnum. „Það er mikið gleðiefni að bókmenntir séu umræðuefni hjá fólki og að samtal um bækur lifi góðu lífi,“ segir Hrefna. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira
„Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera könnunina ásamt nokkrum samstarfsaðilum á bókmenntasviðinu,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Lestrarkönnun var lögð fyrir 2.978 Íslendinga í október og var svarhlutfall 51 prósent. Þar var kannað viðhorf Íslendinga til bóklestrar og ýmissa tengdra þátta. „Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist og að hljóðbókin er að sækja fram,“ segir Hrefna. Um 80 prósent Íslendinga höfðu lesið hefðbundnar bækur á síðustu tólf mánuðum, 31 prósent hafði lesið rafbækur og 41 prósent hlustað á hljóðbækur sem er sex prósentustigum meira en í könnun frá árinu 2018. Íslendingar lesa eða hlusta að meðaltali á 2,3 bækur á mánuði samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. „Þetta eru jákvæðar niðurstöður og mikil hækkun síðan úr könnun fyrir tveimur árum en þá var meðaltalið tvær bækur á mánuði,“ segir Hrefna. „Afkastamestu lesendurnir í ár eru konur og barnafjölskyldur. Því fleiri sem börnin eru á heimilinu, því meira er lesið,“ segir Hrefna en að jafnaði lesa konur 3,1 bók á mánuði en karlar 1,5 bækur. Um 76 prósent þeirra kvenna sem svöruðu könnuninni höfðu lesið eða hlustað á bók síðastliðna 30 daga á móti 54 prósentum karla. „Það er reyndar ekki nýtt að konur lesi meira en karlar en það var líka þannig í síðustu könnunum,“ segir Hrefna. „Í könnuninni er líka spurt út í tungumálalestur og þar blikka ákveðin viðvörunarljós því að hópurinn á bilinu 18-35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðrum tungumálum en íslensku,“ segir Hrefna. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera meðvituð um þrátt fyrir að margt geti skýrt þetta,“ segir hún og nefnir sem dæmi að á þessu aldursbili sé stærstur hluti námsmanna og að mikið af námsbókum sé á öðrum tungumálum en íslensku. „Þó að þetta sé ákveðið hættumerki er auðvitað gott að við sem lítil þjóð getum lesið á mörgum tungumálum,“ bætir Hrefna við. „Við þurfum þó að halda áfram að hvetja til lestrar á íslensku og vinna markvisst að þýðingunum, þannig getum við aukið úrval og framboð af lesefni á íslenskri tungu,“ segir hún. Hvað varðar val á lesefni sýna niðurstöður könnunarinnar fram á að helmingur svarenda fái hugmyndir að lesefni frá vinum og vandamönnum. „Það er mikið gleðiefni að bókmenntir séu umræðuefni hjá fólki og að samtal um bækur lifi góðu lífi,“ segir Hrefna.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira