Ofsóknir gegn Úígúrum: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2019 22:45 Úígúrar biðja við mosku í Xinjiang. EPA/DIEGO AZUBEL Xi Jinping, forseti Kína, lagði grunninn að því að minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. Að mestu er um múslima sem kallast Úígúrar að ræða. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Ríkisstjórn Kína segir að um þjálfunarbúðir sé að ræða og þar sé barist gegn hryðjuverkum. Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindasamtök og aðrir segja þó að föngum búðanna sé haldið í marga mánuði í senn. Þau séu beitt ýmsum ódæðum og jafnvel heilaþvegin með því markmiði að fá þau til að afneita trúnni og verða stuðningsmenn Kommúnistaflokksins. Í umfangsmiklum opinberum skjölum sem hefur verið lekið til New York Times kemur fram hvernig embættismenn skipulögðu aðgerðirnar og meðal annars hvernig svara ætti börnum þeirra sem færð voru í búðirnar. Umrædd skjöl varpa ljósi á það hvernig Xi lagði grunninn að aðgerðunum í ræðum sínum við aðra embættismenn Kommúnistaflokksins. Forsetinn byrjaði skömmu eftir að hann heimsótti héraðið í apríl 2014. Þá höfðu vígamenn sem tilheyra Úígúrum stungið rúmlega 150 manns á lestarstöð. 31 dó í árásinni. Í þessum ræðum talaði Xi um allsherjar átök gegn hryðjuverkum og aðskilnaðarsinnum. Beita ætti tólum einræðis og sína „alfarið enga miskunn“. Þar kom einnig fram að hryðjuverkaárásir í Bretlandi hefðu átt sér stað vegna þess að yfirvöld þar settu „mannréttindi ofar öryggi“ og að Kínverjar ættu að taka að sér einhverjar aðferðir sem Bandaríkin beittu í stríði sínu gegn hryðjuverkum í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana árið 2001.Hér má sjá myndband mannréttindasamtakanna Human Rights Watch um eftirlitsaðgerðir yfirvalda í Xinjiang.Í einni ræðu sagði Xi að þeir sem töluðu um að uppræta íslamstrú í Kína, hefðu rangt fyrir sér. Það væri rangt. Þó hann hafi ítrekað gagnrýnt öfga sagði hann mikilvægt að virða rétt Úígúra til að stunda trú þeirra. Það þyrfti þó að útrýma öfgum í trú þeirra og sömuleiðis gaf hann í skyn að öfgar hefðu fest rætur víðsvegar um Xinjiang. Í frétt New York Times segir að skjölin hafi komið frá kínverskum embættismanni sem hafi óskað nafnleyndar og að sá hafi vonast til þess að lekinn kæmi í veg fyrir að leiðtogar Kommúnistaflokksins kæmust undan ábyrgðar vegna aðgerða þeirra í Xinjiang. Múslimar skipa um rúman helming þeirra 25 milljóna sem búa í Xinjiang. Úígúrar eru langstærsti hópur múslíma en þeir tala tungumál sem byggir á tyrkensku. Þau hafa lengi mætt miklu mótlæti af yfirvöldum Kína og á móti hafa vígamenn oft gripið til ofbeldis þar og barist gegn ríkisstjórn Kína.Hvernig svara átti námsfólki sem sneri aftur heim úr námi Meðal þess sem fram kemur í áðurnefndum skjölum eru leiðbeiningar frá árinu 2017 varðandi það hvernig embættismenn áttu að svara spurningum ungra Úígúra sem voru að koma heim úr skóla. Þegar þau fóru að spyrjast fyrir um hvar foreldrar þeirra og aðrir fjölskyldumeðlimir væru niðurkomin átti að segja þeim að þau þyrftu engar áhyggjur að hafa af týndum ættingjum sínum og tilkynna þeim að þau væru í þjálfunar-skólum á vegum ríkisins. Þau væru ekki glæpamenn en þrátt fyrir það mættu þau ekki yfirgefa þessa „skóla“. Mögulega væri hægt að ræða við þau í myndbandssímtali. Einnig áttu embættismenn að segja að námsgjöld fólksins væru greidd af ríkinu og þau fengju einnig mat. Ríkið væri að verja rúmlega þremur dölum á dag í mat fyrir hvern og einn sem væri í búðunum. Skjölin sýna einnig að ef það dugði ekki til átti að segja þessum námsmönnum að haga sér vel, því hegðun þeirra gæti haft áhrif á þá tímalengd sem fjölskyldumeðlimir þeirra þyrftu að verja í búðunum. „Ég er viss um að þú munt styðja þau, því þetta er í þeirra hag og einnig í þinn hag,“ áttu embættismenn að segja við námsfólkið. Þrátt fyrir að tilkynna átti þessu unga fólki að fjölskyldumeðlimir þeirra sem hefðu verið færðir í áðurnefndar búðir væru ekki glæpamenn og þau væru í einhvers konar meðferð gegn öfgum og íslamstrú, gefur orðalagið í skjölunum aðra mynd af viðhorfi embættismanna. Þar eru notuð orð sem gefa í skyn að verið væri að refsa fólkinu, samkvæmt frétt New York Times.Hér má sjá umfjöllun Economist um það hvaða aðferðum yfirvöld beita gegn Úígúrum.Leiðbeiningar þessar voru samdar þegar von var á fjölda námsmanna heim til Xinjiang úr námi. Markmiðið var að „tryggja stöðugleika“. Ríkisstjórn Kína sendir unga Úígúra í háskóla víðsvegar um Kína með því markmiði að byggja upp nýja kynslóð embættismanna og kennara sem hliðhollir eru Kommúnistaflokknum. Í skjölunum kom fram að þar sem fólk þetta hafi myndað tengslanet víðsvegar um Kína yrði erfitt að koma í veg fyrir dreifingu „rangra skoðann“ þeirra, dreifi þau þeim á samfélagsmiðlum. Þar sagði einnig að miklar líkur séu á því að þetta unga fólk upplifi „ringulreið“ við að komast að því hvað varð um fjölskyldumeðlimi þeirra. Því hafi verið mikilvægt að óeinkennisklæddir lögregluþjónar og reynslumiklir embættismenn ræddu fljótt við þau á „mannúðlegan máta“ og ítrekuðu reglurnar fyrir þeim. Ef þessi svör dugðu ekki til áttu embættismenn að taka annan tón við námsfólkið og segja að fjölskyldumeðlimir þeirra hefðu „sýkst“ af „vírus“ öfga-íslams. Þau þyrftu að vera í einangrun og það þyrfti að lækna þau. Annars myndu þau aldrei skilja hættuna af öfgum. Í skjölunum stóð að námsfólkið ætti að vera þakklátir fyrir að ættingjar þeirra hafi verið fluttir á brott. „Fagnaðu þessu tækifæri á ókeypis menntun sem Kommúnistaflokkurinn og ríkisstjórnin hefur útvegað til að útrýma rangri hugsun og einnig til að læra kínversku og hæfileika sem nýtast í störfum.“ Svo hljómaði eitt svarið sem tíundað var í leiðbeiningunum til embættismenna sem eru meðal skjalanna.Hér að neðan má svo sjá tvö myndbönd frá CNN. Annað er um mánaðargamalt og fjallar um drónamyndband sem talið er sýna Úígúra í haldi yfirvalda. Hitt er um hálfs árs gamalt og sýnir ferð fréttamanna CNN sem fóru til Kína til að fjalla um ástandið í Xinjiang og það hvernig yfirvöld stóðu í vegi þeirra. Kína Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33 Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01 Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00 Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34 Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46 Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, lagði grunninn að því að minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. Að mestu er um múslima sem kallast Úígúrar að ræða. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Ríkisstjórn Kína segir að um þjálfunarbúðir sé að ræða og þar sé barist gegn hryðjuverkum. Sameinuðu þjóðirnar, mannréttindasamtök og aðrir segja þó að föngum búðanna sé haldið í marga mánuði í senn. Þau séu beitt ýmsum ódæðum og jafnvel heilaþvegin með því markmiði að fá þau til að afneita trúnni og verða stuðningsmenn Kommúnistaflokksins. Í umfangsmiklum opinberum skjölum sem hefur verið lekið til New York Times kemur fram hvernig embættismenn skipulögðu aðgerðirnar og meðal annars hvernig svara ætti börnum þeirra sem færð voru í búðirnar. Umrædd skjöl varpa ljósi á það hvernig Xi lagði grunninn að aðgerðunum í ræðum sínum við aðra embættismenn Kommúnistaflokksins. Forsetinn byrjaði skömmu eftir að hann heimsótti héraðið í apríl 2014. Þá höfðu vígamenn sem tilheyra Úígúrum stungið rúmlega 150 manns á lestarstöð. 31 dó í árásinni. Í þessum ræðum talaði Xi um allsherjar átök gegn hryðjuverkum og aðskilnaðarsinnum. Beita ætti tólum einræðis og sína „alfarið enga miskunn“. Þar kom einnig fram að hryðjuverkaárásir í Bretlandi hefðu átt sér stað vegna þess að yfirvöld þar settu „mannréttindi ofar öryggi“ og að Kínverjar ættu að taka að sér einhverjar aðferðir sem Bandaríkin beittu í stríði sínu gegn hryðjuverkum í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana árið 2001.Hér má sjá myndband mannréttindasamtakanna Human Rights Watch um eftirlitsaðgerðir yfirvalda í Xinjiang.Í einni ræðu sagði Xi að þeir sem töluðu um að uppræta íslamstrú í Kína, hefðu rangt fyrir sér. Það væri rangt. Þó hann hafi ítrekað gagnrýnt öfga sagði hann mikilvægt að virða rétt Úígúra til að stunda trú þeirra. Það þyrfti þó að útrýma öfgum í trú þeirra og sömuleiðis gaf hann í skyn að öfgar hefðu fest rætur víðsvegar um Xinjiang. Í frétt New York Times segir að skjölin hafi komið frá kínverskum embættismanni sem hafi óskað nafnleyndar og að sá hafi vonast til þess að lekinn kæmi í veg fyrir að leiðtogar Kommúnistaflokksins kæmust undan ábyrgðar vegna aðgerða þeirra í Xinjiang. Múslimar skipa um rúman helming þeirra 25 milljóna sem búa í Xinjiang. Úígúrar eru langstærsti hópur múslíma en þeir tala tungumál sem byggir á tyrkensku. Þau hafa lengi mætt miklu mótlæti af yfirvöldum Kína og á móti hafa vígamenn oft gripið til ofbeldis þar og barist gegn ríkisstjórn Kína.Hvernig svara átti námsfólki sem sneri aftur heim úr námi Meðal þess sem fram kemur í áðurnefndum skjölum eru leiðbeiningar frá árinu 2017 varðandi það hvernig embættismenn áttu að svara spurningum ungra Úígúra sem voru að koma heim úr skóla. Þegar þau fóru að spyrjast fyrir um hvar foreldrar þeirra og aðrir fjölskyldumeðlimir væru niðurkomin átti að segja þeim að þau þyrftu engar áhyggjur að hafa af týndum ættingjum sínum og tilkynna þeim að þau væru í þjálfunar-skólum á vegum ríkisins. Þau væru ekki glæpamenn en þrátt fyrir það mættu þau ekki yfirgefa þessa „skóla“. Mögulega væri hægt að ræða við þau í myndbandssímtali. Einnig áttu embættismenn að segja að námsgjöld fólksins væru greidd af ríkinu og þau fengju einnig mat. Ríkið væri að verja rúmlega þremur dölum á dag í mat fyrir hvern og einn sem væri í búðunum. Skjölin sýna einnig að ef það dugði ekki til átti að segja þessum námsmönnum að haga sér vel, því hegðun þeirra gæti haft áhrif á þá tímalengd sem fjölskyldumeðlimir þeirra þyrftu að verja í búðunum. „Ég er viss um að þú munt styðja þau, því þetta er í þeirra hag og einnig í þinn hag,“ áttu embættismenn að segja við námsfólkið. Þrátt fyrir að tilkynna átti þessu unga fólki að fjölskyldumeðlimir þeirra sem hefðu verið færðir í áðurnefndar búðir væru ekki glæpamenn og þau væru í einhvers konar meðferð gegn öfgum og íslamstrú, gefur orðalagið í skjölunum aðra mynd af viðhorfi embættismanna. Þar eru notuð orð sem gefa í skyn að verið væri að refsa fólkinu, samkvæmt frétt New York Times.Hér má sjá umfjöllun Economist um það hvaða aðferðum yfirvöld beita gegn Úígúrum.Leiðbeiningar þessar voru samdar þegar von var á fjölda námsmanna heim til Xinjiang úr námi. Markmiðið var að „tryggja stöðugleika“. Ríkisstjórn Kína sendir unga Úígúra í háskóla víðsvegar um Kína með því markmiði að byggja upp nýja kynslóð embættismanna og kennara sem hliðhollir eru Kommúnistaflokknum. Í skjölunum kom fram að þar sem fólk þetta hafi myndað tengslanet víðsvegar um Kína yrði erfitt að koma í veg fyrir dreifingu „rangra skoðann“ þeirra, dreifi þau þeim á samfélagsmiðlum. Þar sagði einnig að miklar líkur séu á því að þetta unga fólk upplifi „ringulreið“ við að komast að því hvað varð um fjölskyldumeðlimi þeirra. Því hafi verið mikilvægt að óeinkennisklæddir lögregluþjónar og reynslumiklir embættismenn ræddu fljótt við þau á „mannúðlegan máta“ og ítrekuðu reglurnar fyrir þeim. Ef þessi svör dugðu ekki til áttu embættismenn að taka annan tón við námsfólkið og segja að fjölskyldumeðlimir þeirra hefðu „sýkst“ af „vírus“ öfga-íslams. Þau þyrftu að vera í einangrun og það þyrfti að lækna þau. Annars myndu þau aldrei skilja hættuna af öfgum. Í skjölunum stóð að námsfólkið ætti að vera þakklátir fyrir að ættingjar þeirra hafi verið fluttir á brott. „Fagnaðu þessu tækifæri á ókeypis menntun sem Kommúnistaflokkurinn og ríkisstjórnin hefur útvegað til að útrýma rangri hugsun og einnig til að læra kínversku og hæfileika sem nýtast í störfum.“ Svo hljómaði eitt svarið sem tíundað var í leiðbeiningunum til embættismenna sem eru meðal skjalanna.Hér að neðan má svo sjá tvö myndbönd frá CNN. Annað er um mánaðargamalt og fjallar um drónamyndband sem talið er sýna Úígúra í haldi yfirvalda. Hitt er um hálfs árs gamalt og sýnir ferð fréttamanna CNN sem fóru til Kína til að fjalla um ástandið í Xinjiang og það hvernig yfirvöld stóðu í vegi þeirra.
Kína Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33 Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01 Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00 Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34 Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46 Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55
Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33
Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01
Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00
Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34
Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46
Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33