Minningarathöfn við Kögunarhól við Suðurlandsveg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2019 12:00 Athöfnin fer fram klukkan 14:00 í dag við Kögunarhól. Björgunarsveitir í Árnessýslu, lögreglan á Suðurlandi, Brunavarnir Árnessýslu og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafa boðað til minningarstundar um fórnarlömb umferðarslysa klukkan tvö á eftir. Athöfnin fer fram við krossana við Kögunarhól á milli Hveragerðis og Selfoss. Við Kögunarhól eru fjölmargir krossar til að minnast þeirra sem hafa látist í umferðarslysum í gegnum árin á Suðurlandsveginum. Kveikt verður á kerti við krossana á eftir um leið og viðbragðsaðilar í Árnessýslu ætla að koma saman og standa fyrir minningarathöfn fórnarlamba umferðarslysa. „Þarna er verið að vekja athygli á þremur hlutum. Í fyrsta lagi að minnast þeirra sem hafa slasast eða látist í umferðarslysum, í öðru lagi að vekja okkur til umhugsunar um það að við þurfum að fara varlega í umferðinni og í þriðja lagi að þakka þeim sem eru að sinna þessum sorglegu atburðum dags daglega, sem eru þessir aðilar sem verða þarna á staðnum“, segir Gísli Páll Pálsson, gjaldkeri Hjálparsveitar Skáta í Hveragerði og talsmaður athafnarinnar. Gísli Páll Pálsson, sem er talsmaður athafnarinar við Kögunarhól og björgunarsveitarmaður í Hveragerði.Magnús HlylnurGísli Páll segir að dagskráin verði stutt og einföld, það verði flutt tvö ávörp og kveikt á kerti, fyrst og fremst sé um táknræna athöfn á ræða. Gísli Páll segir að athöfnin við Kögunarhól sé á stað þar sem einn hættulegasti umferðarkafli á Íslandi er, þar að segja á milli Hveragerðis og Selfoss. „Það hafa reyndar orðið verulegar endurbætur á þessum kafla á þessu ári en við viljum ýta á eftir því að fá allan veginn frá Hveragerði á Selfoss þannig að það verði aðskildar akreinar“. Gísli Páll segir að viðbragðsaðilar í Árnessýslu óttist stórt rútuslys í Árnessýslu. „Við erum vissulega undirbúin fyrir það að það verði stórt rútuslys sem ég held því miður að sé bara tímaspursmál hvenær verði. Þá veitir okkur ekkert af öllum þeim björgum, sem við höfum á Suðurlandi, bæði sjúkraflutningar, lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir. Það er eitthvað sem við æfum reglulega, viðbrögð við svona stóru slysi ef það verður“, segir Gísli Páll. Gísli Páll segir að allir séu velkomnir á eftir á athöfnina við Kögunarhól. „Já, það eru allir velkomnir. Við fengum leyfi hjá bóndanum á Kjarri að leggja á túnið sem er þarna rétt austan við, það er frosið, þannig að þar er stæði fyrir tugi eða hundruð bíla. Bara að fara varlega, það er aðalatriðið, við viljum ekki að neinn slasist við að koma til okkar eða fara frá okkur“. Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Björgunarsveitir í Árnessýslu, lögreglan á Suðurlandi, Brunavarnir Árnessýslu og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafa boðað til minningarstundar um fórnarlömb umferðarslysa klukkan tvö á eftir. Athöfnin fer fram við krossana við Kögunarhól á milli Hveragerðis og Selfoss. Við Kögunarhól eru fjölmargir krossar til að minnast þeirra sem hafa látist í umferðarslysum í gegnum árin á Suðurlandsveginum. Kveikt verður á kerti við krossana á eftir um leið og viðbragðsaðilar í Árnessýslu ætla að koma saman og standa fyrir minningarathöfn fórnarlamba umferðarslysa. „Þarna er verið að vekja athygli á þremur hlutum. Í fyrsta lagi að minnast þeirra sem hafa slasast eða látist í umferðarslysum, í öðru lagi að vekja okkur til umhugsunar um það að við þurfum að fara varlega í umferðinni og í þriðja lagi að þakka þeim sem eru að sinna þessum sorglegu atburðum dags daglega, sem eru þessir aðilar sem verða þarna á staðnum“, segir Gísli Páll Pálsson, gjaldkeri Hjálparsveitar Skáta í Hveragerði og talsmaður athafnarinnar. Gísli Páll Pálsson, sem er talsmaður athafnarinar við Kögunarhól og björgunarsveitarmaður í Hveragerði.Magnús HlylnurGísli Páll segir að dagskráin verði stutt og einföld, það verði flutt tvö ávörp og kveikt á kerti, fyrst og fremst sé um táknræna athöfn á ræða. Gísli Páll segir að athöfnin við Kögunarhól sé á stað þar sem einn hættulegasti umferðarkafli á Íslandi er, þar að segja á milli Hveragerðis og Selfoss. „Það hafa reyndar orðið verulegar endurbætur á þessum kafla á þessu ári en við viljum ýta á eftir því að fá allan veginn frá Hveragerði á Selfoss þannig að það verði aðskildar akreinar“. Gísli Páll segir að viðbragðsaðilar í Árnessýslu óttist stórt rútuslys í Árnessýslu. „Við erum vissulega undirbúin fyrir það að það verði stórt rútuslys sem ég held því miður að sé bara tímaspursmál hvenær verði. Þá veitir okkur ekkert af öllum þeim björgum, sem við höfum á Suðurlandi, bæði sjúkraflutningar, lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir. Það er eitthvað sem við æfum reglulega, viðbrögð við svona stóru slysi ef það verður“, segir Gísli Páll. Gísli Páll segir að allir séu velkomnir á eftir á athöfnina við Kögunarhól. „Já, það eru allir velkomnir. Við fengum leyfi hjá bóndanum á Kjarri að leggja á túnið sem er þarna rétt austan við, það er frosið, þannig að þar er stæði fyrir tugi eða hundruð bíla. Bara að fara varlega, það er aðalatriðið, við viljum ekki að neinn slasist við að koma til okkar eða fara frá okkur“.
Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira