Fyrirhugað er að breyta nafni utanríkisráðuneytisins um áramót til að endurspegla aukna áherslu á þróunarsamvinnu.
Nýtt nafn ráðuneytisins verður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið.
Búið er að kynna væntanlega breytingu fyrir ríkisstjórn en forsetaúrskurð þarf til að hún gangi í gegn.
Samhliða nafnabreytingunni verða gerðar skipulagsbreytingar á ráðuneytinu sem vonir standa til að hægt verði að kynna á næstunni.
Fréttin var uppfærð klukkan 19:11 til að leiðrétta að ráðuneytið verði með vissu nefnt utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið. Annað nafn sem fram kom í fréttinni var byggt á misvísandi upplýsingum frá ráðuneytinu.
Utanríkisráðuneytið skiptir um nafn
Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mest lesið

Þrír í vikulangt gæsluvarðhald
Innlent





Best að sleppa áfenginu alveg
Innlent

Lögregla lýsir eftir manni
Innlent


