Fyrrverandi markverði Hattar hrósað fyrir viðbrögð við hatursorðræðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2019 22:45 Ryan Allsop lék vel með Hetti sumarið 2012. vísir/getty Ryan Allsop, fyrrverandi markvörður Hattar, fékk hrós frá hinsegin samtökunum Stonewall á Englandi fyrir að greina frá hatursorðræðu í garð samkynhneigðra sem hann varð fyrir í leik Wycombe Wanderers og Tranmere Rovers í ensku C-deildinni í gær. Eftir leikinn sagði Allsop að hann og dómari leiksins, John Busby, hefðu orðið fyrir barðinu á níðsöngvum stuðningsmanna Tranmere. Stonewall-samtökin voru ánægð með viðbrögð Allsops og hrósuðu honum fyrir að tilkynna níðið. „Að tækla hatursorðræðu er hluti af því að láta hinsegin fólki líða vel í íþróttinni,“ sagði í yfirlýsingu frá Stonewall. „Rannsóknir okkar sýna að rúmlega helmingur bresku þjóðarinnar finnst mikilvægt að taka á hatursorðræðu í garð hinsegin fólks á íþróttaviðburðum.“ Einn maður var handtekinn í gær, grunaður um níðið, samkvæmt lögreglunni á Merseyside. Leið vel á EgilsstöðumAllsop lék með Hetti á Egilsstöðum fyrri hluta sumars 2012. Hann varði mark Hattar í átta leikjum í 1. deildinni og þremur í Borgunarbikarnum og stóð sig frábærlega. „Ef ég á að vera heiðarlegur vissi ég ekki mikið um hvert ég væri að fara þegar ég lagði af stað til Íslands. Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi og spila fótbolta. Þegar upp var staðið get ég ekki ímyndað mér að þetta gæti heppnast betur,“ sagði Allsop í samtali við Vísi eftir að hann lék sinn fyrsta leik fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í nóvember 2015. „Það skemmtilega við samfélagsmiðla er að ég get fylgst með vinum mínum á Íslandi. Ég verð ævinlega þakklátur öllum á Egilsstöðum fyrir gestrisnina. Ég get ekki talað nógu vel um fólkið þarna. Eysteinn Hauksson, þjálfarinn minn, var maður sem hjálpaði mér mikið. Ég á honum mikið að þakka fyrir að treysta mér og gefa mér þetta tækifæri.“ Allsop, sem er 27 ára, hefur farið víða á ferlinum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann leikið með Wycombe. Enski boltinn Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Frá Hetti í ensku úrvalsdeildina: „Verð Egilsstaðarbúum alltaf þakklátur“ Enski markvörðurinn Ryan Allsop spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Bournemouth í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton. Allsop spilaði fyrir þremur árum með Hetti á Egilsstöðum. 30. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Ryan Allsop, fyrrverandi markvörður Hattar, fékk hrós frá hinsegin samtökunum Stonewall á Englandi fyrir að greina frá hatursorðræðu í garð samkynhneigðra sem hann varð fyrir í leik Wycombe Wanderers og Tranmere Rovers í ensku C-deildinni í gær. Eftir leikinn sagði Allsop að hann og dómari leiksins, John Busby, hefðu orðið fyrir barðinu á níðsöngvum stuðningsmanna Tranmere. Stonewall-samtökin voru ánægð með viðbrögð Allsops og hrósuðu honum fyrir að tilkynna níðið. „Að tækla hatursorðræðu er hluti af því að láta hinsegin fólki líða vel í íþróttinni,“ sagði í yfirlýsingu frá Stonewall. „Rannsóknir okkar sýna að rúmlega helmingur bresku þjóðarinnar finnst mikilvægt að taka á hatursorðræðu í garð hinsegin fólks á íþróttaviðburðum.“ Einn maður var handtekinn í gær, grunaður um níðið, samkvæmt lögreglunni á Merseyside. Leið vel á EgilsstöðumAllsop lék með Hetti á Egilsstöðum fyrri hluta sumars 2012. Hann varði mark Hattar í átta leikjum í 1. deildinni og þremur í Borgunarbikarnum og stóð sig frábærlega. „Ef ég á að vera heiðarlegur vissi ég ekki mikið um hvert ég væri að fara þegar ég lagði af stað til Íslands. Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi og spila fótbolta. Þegar upp var staðið get ég ekki ímyndað mér að þetta gæti heppnast betur,“ sagði Allsop í samtali við Vísi eftir að hann lék sinn fyrsta leik fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í nóvember 2015. „Það skemmtilega við samfélagsmiðla er að ég get fylgst með vinum mínum á Íslandi. Ég verð ævinlega þakklátur öllum á Egilsstöðum fyrir gestrisnina. Ég get ekki talað nógu vel um fólkið þarna. Eysteinn Hauksson, þjálfarinn minn, var maður sem hjálpaði mér mikið. Ég á honum mikið að þakka fyrir að treysta mér og gefa mér þetta tækifæri.“ Allsop, sem er 27 ára, hefur farið víða á ferlinum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann leikið með Wycombe.
Enski boltinn Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Frá Hetti í ensku úrvalsdeildina: „Verð Egilsstaðarbúum alltaf þakklátur“ Enski markvörðurinn Ryan Allsop spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Bournemouth í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton. Allsop spilaði fyrir þremur árum með Hetti á Egilsstöðum. 30. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Frá Hetti í ensku úrvalsdeildina: „Verð Egilsstaðarbúum alltaf þakklátur“ Enski markvörðurinn Ryan Allsop spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Bournemouth í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton. Allsop spilaði fyrir þremur árum með Hetti á Egilsstöðum. 30. nóvember 2015 06:00