Þessi fyrrum framherji Man. United skoraði 25 mörk á ferli sínum í DC United en hefur nú ákveðið að snúa aftur til heimalandsins og semja við Derby.
Hinn 34 ára gamli Rooney má byrja að spila með Derby í janúar en hann hefur nú þegar komið við á æfingasvæði félagsins og spjallað við þjálfara Derby, Phillip Cocu.
'We are making a plan for him, like a pre-season... he is very eager to start working here':
Derby manager Philip Cocu has held discussions with Wayne Rooney as he prepares for Pride Park switchhttps://t.co/8uAhmsI1Lw
— MailOnline Sport (@MailSport) October 31, 2019
„Við höfum verið að reyna fá gögn frá hans fyrrum félagi til þess að sjá hvernig hann æfði, af hvaða ákefð og hversu þungt. Hann hefur verið hérna en ætlar að taka sér smá frí og við hlökkum til að vinna saman,“ sagði Hollendingurinn.
„Við erum að gera plan fyrir hann til þess að byggja hann upp fyrir janúar þegar hann getur byrjað að spila. Hann er ákafur í að byrja spila og það er gott að heyra.“
Derby hefur verið í smá vandræðum það sem af er leiktíð. Þeir eru í 16. sæti deildarinnar eftir að hafa farið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.