Sportpakkinn: Rammgöldróttur Lionel Messi og betra gengi Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 22:30 Messi skoraði tvö mörk gegn Valladolid. Getty/Tim Clayton Tólfta umferðin í spænsku 1. deildinni í fótbolta hefst á morgun, Barcelona, Real Madríd og Atletico Madríd verða öll í eldlínunni. Leikir liðanna verða sýndir á íþróttarásum Sýnar. Lionel Messi var rammgöldróttur á þriðjudaginn, skoraði tvö og lagði upp önnur tvö mörk þegar Barcelona vann Real Valladolid 5-1. Katalóníuliðið getur aukið forystuna á Real Madríd í fjögur stig, sækir Levante heim klukkan 15. Barcelona vann báða leikina í deildinni á síðustu leiktíð en tapaði 2-1 í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en Barcelona vann 3-0 í seinni leiknum á Nou Camp. Levante var í fallbaráttu á síðustu leiktíð en vann góðan sigur á útivelli gegn Real Socidad á miðvikudag og er í 11. sæti. Á þar síðustu leiktíð vann Levante Barcelona á Borgarleikvanginum í Valencia, 5-4. Atletico Madrid á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sevilla í Andalúsíu. Liðin eru jöfn að stigum, með 20 stig, tveimur á eftir Barselona sem reyndar á leik til góða. 1-1 urðu úrslitin í báðum leikjum liðanna á síðustu leiktíð en á þar síðustu leiktíð burstaði Madrídarliðið, Sevilla á Ramon Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla 5-2. Antoine Grizemann skorað þrennu í leiknum en hann gékk í sumar til liðs við Barcelona. Traustur varnarleikur er einkennismerki Atletico Madríd, í 11 leikjum í deildinni hefur liðið aðeins fengið á sig 6 mörk, helmingi færri en Sevilla. Andalúsíuliðið hefur unnið þrjá leiki á heimavelli í röð. Flautað verður til leiks Sevilla og Atletico Madríd klukkan 17,30. Leikurinn verður sýndur á Sport 3. Real Madríd spilar á heimavelli gegn Real Betis, leikurinn byrjar klukkan 20 í beinni útsendingu á Sport 3. Í lokaumferðinni á síðustu leiktíð, tapaði Real á heimavelli fyrir Betis. Það var tólfti ósigur Madrídarliðsins á leiktíðinni. Stuðningsmenn Real Madríd urðu fyrir miklum vonbrigðum með síðustu leiktíð, Real varð þá 19 stigum á eftir Barcelona, nokkuð sem harðir stuðningsmenn Real áttu erfitt með að þola. Real tapaði fjórum sinnum í deildinni í 10 fyrstu leikjunum og vann aðeins fjóra þeirra. Nú gengur betur, eini ósigurinn kom í 9. umferðinni 1-0 gegn Mallorca. Forseti Real, Florentino Pérez, gerir allt til að liðið endurheimti Spánarmeistaratitilinn úr klóm erkifjendanna í Barcelona. Sterkir leikmenn voru keyptir; Eden Hazard, Luka Jovic, Éder Militao, Ferland Mendy og brasilíski táningurinn Rodrygo. Þeim er ætlað að koma Madrídarliðinu í fremstu röð á nýjan leik og sækja 34. Spánarmeistartitilinn. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í spænska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Spænski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Tólfta umferðin í spænsku 1. deildinni í fótbolta hefst á morgun, Barcelona, Real Madríd og Atletico Madríd verða öll í eldlínunni. Leikir liðanna verða sýndir á íþróttarásum Sýnar. Lionel Messi var rammgöldróttur á þriðjudaginn, skoraði tvö og lagði upp önnur tvö mörk þegar Barcelona vann Real Valladolid 5-1. Katalóníuliðið getur aukið forystuna á Real Madríd í fjögur stig, sækir Levante heim klukkan 15. Barcelona vann báða leikina í deildinni á síðustu leiktíð en tapaði 2-1 í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en Barcelona vann 3-0 í seinni leiknum á Nou Camp. Levante var í fallbaráttu á síðustu leiktíð en vann góðan sigur á útivelli gegn Real Socidad á miðvikudag og er í 11. sæti. Á þar síðustu leiktíð vann Levante Barcelona á Borgarleikvanginum í Valencia, 5-4. Atletico Madrid á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sevilla í Andalúsíu. Liðin eru jöfn að stigum, með 20 stig, tveimur á eftir Barselona sem reyndar á leik til góða. 1-1 urðu úrslitin í báðum leikjum liðanna á síðustu leiktíð en á þar síðustu leiktíð burstaði Madrídarliðið, Sevilla á Ramon Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla 5-2. Antoine Grizemann skorað þrennu í leiknum en hann gékk í sumar til liðs við Barcelona. Traustur varnarleikur er einkennismerki Atletico Madríd, í 11 leikjum í deildinni hefur liðið aðeins fengið á sig 6 mörk, helmingi færri en Sevilla. Andalúsíuliðið hefur unnið þrjá leiki á heimavelli í röð. Flautað verður til leiks Sevilla og Atletico Madríd klukkan 17,30. Leikurinn verður sýndur á Sport 3. Real Madríd spilar á heimavelli gegn Real Betis, leikurinn byrjar klukkan 20 í beinni útsendingu á Sport 3. Í lokaumferðinni á síðustu leiktíð, tapaði Real á heimavelli fyrir Betis. Það var tólfti ósigur Madrídarliðsins á leiktíðinni. Stuðningsmenn Real Madríd urðu fyrir miklum vonbrigðum með síðustu leiktíð, Real varð þá 19 stigum á eftir Barcelona, nokkuð sem harðir stuðningsmenn Real áttu erfitt með að þola. Real tapaði fjórum sinnum í deildinni í 10 fyrstu leikjunum og vann aðeins fjóra þeirra. Nú gengur betur, eini ósigurinn kom í 9. umferðinni 1-0 gegn Mallorca. Forseti Real, Florentino Pérez, gerir allt til að liðið endurheimti Spánarmeistaratitilinn úr klóm erkifjendanna í Barcelona. Sterkir leikmenn voru keyptir; Eden Hazard, Luka Jovic, Éder Militao, Ferland Mendy og brasilíski táningurinn Rodrygo. Þeim er ætlað að koma Madrídarliðinu í fremstu röð á nýjan leik og sækja 34. Spánarmeistartitilinn. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í spænska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Spænski boltinn
Sportpakkinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira