Ég kemst í dauðafæri, svo klikkar eitthvað Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 14:00 Magnús fékk ekki mikinn tíma aflögu með Halldóri því hann vinnur mikið. Þeir hittust klukkan eitt á sunnudögum um nokkurra mánaða skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Halldór Einarsson athafnamaður og Magnús Guðmundsson blaðamaður eru komnir til fundar við blaðamann í miðbænum. Á Kaffibarnum nánar tiltekið. Kannski óvanalegur staður fyrir heldri menn. En Halldór er nú ekkert venjulegur. „Gæti nokkur maður, sem hefur hitt Halldór, gleymt honum?“ spyr enda Tony Stephens, góður vinur hans allt frá því forðum daga að Henson var með búningana fyrir Aston Villa, í aðfararorðum að bókinni. Tony fékk seinna stöðu rekstrarstjóra Wembley og varð síðar umboðsmaður fyrir fótboltamenn á borð við David Beckham og naut mikillar velgengni. „Ég myndi lýsa honum sem manni sem málar eins og Picasso og syngur eins og Meatloaf (á slæmu kvöldi),“ segir Tony um vin sinn og segir hann búa yfir óvanalega miklu hugrekki og að hann sé duglegur við að freista þess að láta drauma sína rætast. En það rætast auðvitað ekki allir draumar. Sérstaklega ekki þegar þeir eru nánast óteljandi. Það er líklega þess vegna sem ævisaga Halldórs kallast Stöngin út. Því sum ævintýri hans hafa mistekist á ævintýralegan hátt! Fór til miðils Hvernig hefur þetta samstarf ykkar Magnúsar gengið? „Ég var nú bara að segja við einhvern í morgun að þetta ferðalag okkar er bara búið að vera skemmtilegt. Við höfum vitað hvor af öðrum í gegnum félagið okkar Val og þetta hefur verið fínt samstarf,“ segir Halldór sem er mikill Valsari þrátt fyrir að hafa að mestu alist upp í Vesturbænum í Reykjavík. Þannig að þetta eigið þið alla vega sameiginlegt, að þið eruð báðir Valsarar? Hvernig kom það til að þú tókst þetta að þér, Magnús? „Þegar við hittumst á fyrsta fundinum hjá Bjarna útgefanda þá var hann svona að velta því fyrir sér hvað væri í þessu eins og maður segir. Þá sagði Halldór söguna af því þegar hann varð eiginlega Þýskalandsmeistari með Ásgeiri Sigurvins, mér fannst sú saga óborganleg og ákvað að ég vildi ekki missa af því að heyra fleiri sögur,“ segir Magnús. Í bókinni segir Halldór frá ýmsum viðskiptum þar sem allt virtist ætla að ganga upp þar til á síðustu stundu að eitthvað klikkar. „Minn vandi í viðskiptum og ýmsum ævintýrum lífsins er að ég kemst í dauðafæri en svo klikkar eitthvað. Benedikt Bachmann, vinur minn, sagði mér um aldamótin að þetta væri bara ekki normalt. Það þyrfti svör frá handanheimum og hann vildi að ég færi til miðils. Þá var Þórhallur miðill aðalmaðurinn í þessum bransa svo ég dreif mig til hans. Hann fann engin svör og sendi mig til annars miðils,“ segir Halldór og hlær. Og segist meira að segja hafa farið til annars miðils daginn eftir sem hafi heldur ekki séð neitt og þó hafi sú beitt ýmsum ráðum og einnig dregið fram tarotspilin. „En nei, Hemmi vinur minn var hins vegar með svarið. Hann heimsótti nú handanheima um stund áður en hann lést. Hann fékk nefnilega hjartaáfall og dó í nokkrar mínútur. Og eftir þá reynslu sagði hann við mig í hálfkæringi að fólkið þarna hinum megin hefði sitthvað við mig og aðra að athuga. Hann hlustaði oft á sögurnar mínar og sagðist myndu skrifa ævisögu mína. Og bókin, það kæmi ekki annað til greina en að hún ætti að heita: Stöngin út. Það skeður ekkert ef maður reynir ekkert. Við erum svo misjöfn. Ég hef auðvitað í gegnum öll þessi tækifæri – þá er ég að tala um þessi stóru tækifæri sem blöstu við mér – hugsað: Hvað er þetta? Leitin að svari endaði á því að ég fór til miðils. Benedikt sagði, Dóri, þetta er ekkert eðlilegt. Ég þekki Þórhall. Þú ferð til hans. Þórhallur greyið komst ekkert áfram. Hvers vegna er þetta? Er ég bara svona óheppinn? Vantar blaðsíður í mig? Er ég ekki nógu greindur? Hvar er þetta að koxa?“ Halldór vísar í vin sinn, Hermann Gunnarsson heitinn. Þeir voru nánir og Halldór stóð með honum í gegnum súrt og sætt. Hrakfallasögur bindi 1-5 „Halldór metur vináttuna mikils. Hann er einn vinaræknasti maður sem ég hef nokkru sinni hitt. En þessi miðilsfundur sem hann ákvað að freista þess að fá svör á kom í kjölfarið á því að hann var búinn að verða mjög stór í bissness á Íslandi en það minnkaði svo snarlega. Ég kemst í dauðafæri, svo klikkar eitthvað. Hann var líka með gríðarleg tækifæri í Bretlandi sem á endanum fóru út um gluggann og hefði getað orðið megamega stór í Bandaríkjunum, en það varð ekki. Þá var hann með eigin verksmiðju í Úkraínu með öllu því brölti sem því tilheyrði, og svona eftir á að hyggja hlýtur hann bara að hafa átt sinn þátt í því að Sovétríkin leystust upp,“ segir Magnús glettinn. „Jóhannes í Bónus kom einu sinni í þessa umræðu með Hemma og vildi gefa út um mig hrakfallasögur, bindi eitt til fimm,“ skýtur Halldór inn í. „En þetta eru líka sigrar, Halldór, það má ekki gleyma því,“ segir Magnús. Halldór segir sína mestu gæfu hafa verið að kynnast eiginkonu sinni, Esther Magnúsdóttur. Hún styðji við hann og raunar vinni þau mikið saman. Þau eiga tvö börn, Bergþóru fædda 1975 og Einar Bjarna fæddan 1979. Þau Esther eru andstæður. Á meðan Halldór er á fleygiferð í félagslífinu er hún heimakær.Fyrir daga tölvupóstanna veitti ekki af tveimur símum á skrifstofunni.„Þegar maður lítur svona um öxl þá sér maður líka hvað maður hefur haft það gott. Ég er ennþá með sömu konunni sem ég kynntist 1965. Og það þarf alveg spes manneskju til að sigla í gegnum þetta með manni. Þetta er ekkert venjuleg gella, þetta er bara mjög flott kona. Það hefðu sko margir viljað taka við keflinu! En þetta hefur auðvitað reynt á hana og á einhverjum tímapunkti í lífinu hef ég staðið frammi fyrir því að ég gæti ekki haldið áfram svona ef fjölskyldan ætti að þola þetta. En þrátt fyrir að ég væri stundum að fara þvert á það sem hún vildi og jafnvel seinna krakkarnir, þá komst ég upp með þetta. Kannski vegna þess að ég var eini strákurinn í fjölskyldunni í mínum uppvexti en ég á fjórar frábærar systur,“ segir Halldór. Foreldrar Halldórs voru Einar Halldórsson sem er ættaður úr Vestmannaeyjum og Sigrún Bjarnadóttir. Halldór eyddi mörgum sumrum í Eyjum hjá ömmu sinni og afa en ólst að mestu upp í Vesturbænum og er einn fimm systkina. Hann segist líklega myndu vera greindur ofvirkur í dag. Hann var stöðugt að og fann sér misskynsamleg verkefni. Genetískur hægrimaður „Ég er gallharður Sjálfstæðismaður og hef aldrei komist upp með annað. Ég myndi telja það algjör helgispjöll og vanvirðingu við mína forfeður ef ég færi að kjósa eitthvað annað. Þetta er genetískt,“ segir Halldór og hlær og segir sögu af því þegar hann ætlaði sér að fara að dreifa Þjóðviljanum í Vestmannaeyjum. Þá hafði hann kynnst góðri fjölskyldu í bænum, Hermanni og Kristínu. „Hermann vann í Vinnslustöðinni, barðist fyrir verkafólk og dreifði Þjóðviljanum. Mér fannst þetta sómafólk og eitt kvöldið segi ég afa að ég ætli að bera út Þjóðviljann. Það sé fínasta vinna. Afi brást illa við. Leit fast á mig og sagði að þá gæti ég allt eins farið heim til Reykjavíkur. Ég skyldi ekki ganga um Eyjar með Þjóðviljann. Þetta var auðvitað aldrei rætt aftur,“ segir Halldór og hlær.Magnús, hvernig hefur þetta ferli verið fyrir þig? Að kynnast svona náið einni manneskju á tiltölulega stuttum tíma?„Við Dóri erum mjög ólíkir einstaklingar og þetta hefur líka verið ákveðið lærdómsferli fyrir mig að hlusta á hann lýsa sínu lífi. Hann er að lýsa þessum glötuðu tækifærum sem hann bjó til og það sem mér hefur fundist aðdáunarvert er að fylgjast með þessari áræðni, hverri fjallgöngunni á eftir annarri. Mér hefur ekki fundist þetta snúast um að standa á tindinum heldur ferðalagið sjálft. Þetta hugrekki og þessi áræðni finnst mér merkileg. Þetta hefur verið svona frá því hann var lítill gutti. Hann hefur haft ríka þörf til að búa til verðmæti, hvort sem það var að tína ánamaðka úti í kirkjugarði til að eiga fyrir ís eða verða stór í bissness í Bandaríkjunum.“ Rússíbanareið Halldór var aðeins 22 ára gamall þegar hann stofnaði Henson. Hann fór á sýningu í London og sá þar í fyrsta sinn nælonefni í treyjur. Hann fann fyrirtækið RW Lowe sem framleiddi nælon, rétt utan við Manchester, og fékk að kaupa af þeim. Þannig varð Henson fljótt mjög leiðandi fyrirtæki á Íslandi. Halldór segir margt hafa breyst í fataiðnaði. Gullöldin sé löngu liðin. „Í Þýskalandi vilja 73 prósent Þjóðverja frekar kaupa þýska vöru en innflutta. Ég kalla okkur góð ef við náum 7,3 prósenta hlutfalli á Íslandi. Það er búið að vera rússíbanareið að reka framleiðslufyrirtæki,“ segir hann og rifjar það upp að um tíma hafi þúsundir Íslendinga starfað að framleiðslu fatnaðar hér á landi. Í dag séu það líklega um tvö hundruð manns. „Það hefur margt breyst en þegar ég byrjaði þá var framboð á íþróttafatnaði lítið sem ekkert. Ég sá tækifæri í þessu. Ég fann fyrirtæki á Englandi og pantaði hjá þeim fatnað en það kom allt vitlaust til baka. Þetta var mikið vesen og fyrir daga Internetsins. Það kostaði formúlu að hringja til útlanda og ég skrifaði þess vegna bréf. Þannig kviknaði nú hugmyndin að því að framleiða hér heima frekar en að flytja inn.“Og hvernig er það fyrir þig, Halldór, að líta svona um öxl?„Ég hef nú lært eitthvað,“ segir Halldór. Ég hef auðvitað gert mistök og sum viðskiptaævintýrin enduðu illa. Ég lærði að stökkva ekki svo glatt út í einhverja vitleysu! En þótt ég vilji velgengni og að láta drauma mína rætast, finna hugmyndunum farveg, þá er ég ekki drifinn áfram af peningagræðgi. Það hefur aldrei verið þannig. Ég vil hins vegar að af seðlunum verði eitthvert líf, einhver framþróun. En reyndar, þá vil ég að þessi bók seljist. Ég vil sko ekki sjá að vera einhvers staðar í kjallaranum!“ segir Halldór og hlær smitandi hrossahlátri. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Halldór Einarsson athafnamaður og Magnús Guðmundsson blaðamaður eru komnir til fundar við blaðamann í miðbænum. Á Kaffibarnum nánar tiltekið. Kannski óvanalegur staður fyrir heldri menn. En Halldór er nú ekkert venjulegur. „Gæti nokkur maður, sem hefur hitt Halldór, gleymt honum?“ spyr enda Tony Stephens, góður vinur hans allt frá því forðum daga að Henson var með búningana fyrir Aston Villa, í aðfararorðum að bókinni. Tony fékk seinna stöðu rekstrarstjóra Wembley og varð síðar umboðsmaður fyrir fótboltamenn á borð við David Beckham og naut mikillar velgengni. „Ég myndi lýsa honum sem manni sem málar eins og Picasso og syngur eins og Meatloaf (á slæmu kvöldi),“ segir Tony um vin sinn og segir hann búa yfir óvanalega miklu hugrekki og að hann sé duglegur við að freista þess að láta drauma sína rætast. En það rætast auðvitað ekki allir draumar. Sérstaklega ekki þegar þeir eru nánast óteljandi. Það er líklega þess vegna sem ævisaga Halldórs kallast Stöngin út. Því sum ævintýri hans hafa mistekist á ævintýralegan hátt! Fór til miðils Hvernig hefur þetta samstarf ykkar Magnúsar gengið? „Ég var nú bara að segja við einhvern í morgun að þetta ferðalag okkar er bara búið að vera skemmtilegt. Við höfum vitað hvor af öðrum í gegnum félagið okkar Val og þetta hefur verið fínt samstarf,“ segir Halldór sem er mikill Valsari þrátt fyrir að hafa að mestu alist upp í Vesturbænum í Reykjavík. Þannig að þetta eigið þið alla vega sameiginlegt, að þið eruð báðir Valsarar? Hvernig kom það til að þú tókst þetta að þér, Magnús? „Þegar við hittumst á fyrsta fundinum hjá Bjarna útgefanda þá var hann svona að velta því fyrir sér hvað væri í þessu eins og maður segir. Þá sagði Halldór söguna af því þegar hann varð eiginlega Þýskalandsmeistari með Ásgeiri Sigurvins, mér fannst sú saga óborganleg og ákvað að ég vildi ekki missa af því að heyra fleiri sögur,“ segir Magnús. Í bókinni segir Halldór frá ýmsum viðskiptum þar sem allt virtist ætla að ganga upp þar til á síðustu stundu að eitthvað klikkar. „Minn vandi í viðskiptum og ýmsum ævintýrum lífsins er að ég kemst í dauðafæri en svo klikkar eitthvað. Benedikt Bachmann, vinur minn, sagði mér um aldamótin að þetta væri bara ekki normalt. Það þyrfti svör frá handanheimum og hann vildi að ég færi til miðils. Þá var Þórhallur miðill aðalmaðurinn í þessum bransa svo ég dreif mig til hans. Hann fann engin svör og sendi mig til annars miðils,“ segir Halldór og hlær. Og segist meira að segja hafa farið til annars miðils daginn eftir sem hafi heldur ekki séð neitt og þó hafi sú beitt ýmsum ráðum og einnig dregið fram tarotspilin. „En nei, Hemmi vinur minn var hins vegar með svarið. Hann heimsótti nú handanheima um stund áður en hann lést. Hann fékk nefnilega hjartaáfall og dó í nokkrar mínútur. Og eftir þá reynslu sagði hann við mig í hálfkæringi að fólkið þarna hinum megin hefði sitthvað við mig og aðra að athuga. Hann hlustaði oft á sögurnar mínar og sagðist myndu skrifa ævisögu mína. Og bókin, það kæmi ekki annað til greina en að hún ætti að heita: Stöngin út. Það skeður ekkert ef maður reynir ekkert. Við erum svo misjöfn. Ég hef auðvitað í gegnum öll þessi tækifæri – þá er ég að tala um þessi stóru tækifæri sem blöstu við mér – hugsað: Hvað er þetta? Leitin að svari endaði á því að ég fór til miðils. Benedikt sagði, Dóri, þetta er ekkert eðlilegt. Ég þekki Þórhall. Þú ferð til hans. Þórhallur greyið komst ekkert áfram. Hvers vegna er þetta? Er ég bara svona óheppinn? Vantar blaðsíður í mig? Er ég ekki nógu greindur? Hvar er þetta að koxa?“ Halldór vísar í vin sinn, Hermann Gunnarsson heitinn. Þeir voru nánir og Halldór stóð með honum í gegnum súrt og sætt. Hrakfallasögur bindi 1-5 „Halldór metur vináttuna mikils. Hann er einn vinaræknasti maður sem ég hef nokkru sinni hitt. En þessi miðilsfundur sem hann ákvað að freista þess að fá svör á kom í kjölfarið á því að hann var búinn að verða mjög stór í bissness á Íslandi en það minnkaði svo snarlega. Ég kemst í dauðafæri, svo klikkar eitthvað. Hann var líka með gríðarleg tækifæri í Bretlandi sem á endanum fóru út um gluggann og hefði getað orðið megamega stór í Bandaríkjunum, en það varð ekki. Þá var hann með eigin verksmiðju í Úkraínu með öllu því brölti sem því tilheyrði, og svona eftir á að hyggja hlýtur hann bara að hafa átt sinn þátt í því að Sovétríkin leystust upp,“ segir Magnús glettinn. „Jóhannes í Bónus kom einu sinni í þessa umræðu með Hemma og vildi gefa út um mig hrakfallasögur, bindi eitt til fimm,“ skýtur Halldór inn í. „En þetta eru líka sigrar, Halldór, það má ekki gleyma því,“ segir Magnús. Halldór segir sína mestu gæfu hafa verið að kynnast eiginkonu sinni, Esther Magnúsdóttur. Hún styðji við hann og raunar vinni þau mikið saman. Þau eiga tvö börn, Bergþóru fædda 1975 og Einar Bjarna fæddan 1979. Þau Esther eru andstæður. Á meðan Halldór er á fleygiferð í félagslífinu er hún heimakær.Fyrir daga tölvupóstanna veitti ekki af tveimur símum á skrifstofunni.„Þegar maður lítur svona um öxl þá sér maður líka hvað maður hefur haft það gott. Ég er ennþá með sömu konunni sem ég kynntist 1965. Og það þarf alveg spes manneskju til að sigla í gegnum þetta með manni. Þetta er ekkert venjuleg gella, þetta er bara mjög flott kona. Það hefðu sko margir viljað taka við keflinu! En þetta hefur auðvitað reynt á hana og á einhverjum tímapunkti í lífinu hef ég staðið frammi fyrir því að ég gæti ekki haldið áfram svona ef fjölskyldan ætti að þola þetta. En þrátt fyrir að ég væri stundum að fara þvert á það sem hún vildi og jafnvel seinna krakkarnir, þá komst ég upp með þetta. Kannski vegna þess að ég var eini strákurinn í fjölskyldunni í mínum uppvexti en ég á fjórar frábærar systur,“ segir Halldór. Foreldrar Halldórs voru Einar Halldórsson sem er ættaður úr Vestmannaeyjum og Sigrún Bjarnadóttir. Halldór eyddi mörgum sumrum í Eyjum hjá ömmu sinni og afa en ólst að mestu upp í Vesturbænum og er einn fimm systkina. Hann segist líklega myndu vera greindur ofvirkur í dag. Hann var stöðugt að og fann sér misskynsamleg verkefni. Genetískur hægrimaður „Ég er gallharður Sjálfstæðismaður og hef aldrei komist upp með annað. Ég myndi telja það algjör helgispjöll og vanvirðingu við mína forfeður ef ég færi að kjósa eitthvað annað. Þetta er genetískt,“ segir Halldór og hlær og segir sögu af því þegar hann ætlaði sér að fara að dreifa Þjóðviljanum í Vestmannaeyjum. Þá hafði hann kynnst góðri fjölskyldu í bænum, Hermanni og Kristínu. „Hermann vann í Vinnslustöðinni, barðist fyrir verkafólk og dreifði Þjóðviljanum. Mér fannst þetta sómafólk og eitt kvöldið segi ég afa að ég ætli að bera út Þjóðviljann. Það sé fínasta vinna. Afi brást illa við. Leit fast á mig og sagði að þá gæti ég allt eins farið heim til Reykjavíkur. Ég skyldi ekki ganga um Eyjar með Þjóðviljann. Þetta var auðvitað aldrei rætt aftur,“ segir Halldór og hlær.Magnús, hvernig hefur þetta ferli verið fyrir þig? Að kynnast svona náið einni manneskju á tiltölulega stuttum tíma?„Við Dóri erum mjög ólíkir einstaklingar og þetta hefur líka verið ákveðið lærdómsferli fyrir mig að hlusta á hann lýsa sínu lífi. Hann er að lýsa þessum glötuðu tækifærum sem hann bjó til og það sem mér hefur fundist aðdáunarvert er að fylgjast með þessari áræðni, hverri fjallgöngunni á eftir annarri. Mér hefur ekki fundist þetta snúast um að standa á tindinum heldur ferðalagið sjálft. Þetta hugrekki og þessi áræðni finnst mér merkileg. Þetta hefur verið svona frá því hann var lítill gutti. Hann hefur haft ríka þörf til að búa til verðmæti, hvort sem það var að tína ánamaðka úti í kirkjugarði til að eiga fyrir ís eða verða stór í bissness í Bandaríkjunum.“ Rússíbanareið Halldór var aðeins 22 ára gamall þegar hann stofnaði Henson. Hann fór á sýningu í London og sá þar í fyrsta sinn nælonefni í treyjur. Hann fann fyrirtækið RW Lowe sem framleiddi nælon, rétt utan við Manchester, og fékk að kaupa af þeim. Þannig varð Henson fljótt mjög leiðandi fyrirtæki á Íslandi. Halldór segir margt hafa breyst í fataiðnaði. Gullöldin sé löngu liðin. „Í Þýskalandi vilja 73 prósent Þjóðverja frekar kaupa þýska vöru en innflutta. Ég kalla okkur góð ef við náum 7,3 prósenta hlutfalli á Íslandi. Það er búið að vera rússíbanareið að reka framleiðslufyrirtæki,“ segir hann og rifjar það upp að um tíma hafi þúsundir Íslendinga starfað að framleiðslu fatnaðar hér á landi. Í dag séu það líklega um tvö hundruð manns. „Það hefur margt breyst en þegar ég byrjaði þá var framboð á íþróttafatnaði lítið sem ekkert. Ég sá tækifæri í þessu. Ég fann fyrirtæki á Englandi og pantaði hjá þeim fatnað en það kom allt vitlaust til baka. Þetta var mikið vesen og fyrir daga Internetsins. Það kostaði formúlu að hringja til útlanda og ég skrifaði þess vegna bréf. Þannig kviknaði nú hugmyndin að því að framleiða hér heima frekar en að flytja inn.“Og hvernig er það fyrir þig, Halldór, að líta svona um öxl?„Ég hef nú lært eitthvað,“ segir Halldór. Ég hef auðvitað gert mistök og sum viðskiptaævintýrin enduðu illa. Ég lærði að stökkva ekki svo glatt út í einhverja vitleysu! En þótt ég vilji velgengni og að láta drauma mína rætast, finna hugmyndunum farveg, þá er ég ekki drifinn áfram af peningagræðgi. Það hefur aldrei verið þannig. Ég vil hins vegar að af seðlunum verði eitthvert líf, einhver framþróun. En reyndar, þá vil ég að þessi bók seljist. Ég vil sko ekki sjá að vera einhvers staðar í kjallaranum!“ segir Halldór og hlær smitandi hrossahlátri.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira