„Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Eiður Þór Árnason skrifar 2. nóvember 2019 17:01 Áslaug Arna flutti ávarp á kirkjuþingi í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Setningarathöfn kirkjuþings fór fram í Háteigskirkju í dag og ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra þingið að lokinni helgistund og erindi Drífu Hjartadóttir, forseta þingsins. Í færslu sinni á Twitter greinir Áslaug Arna frá því að í opnunarávarpi sínu hafi hún einkum beint sjónum sínum að réttindabaráttu samkynhneigðra og gagnrýnt viðhorf kirkjunnar til hennar síðustu áratugi.Segir kirkjuna hafa verið seina að taka við sér „Segja verður eins og er að kirkjan var afar sein að taka við sér í þeirri réttindabaráttu. Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mikil andstaða kirkjunnar var við að samkynhneigðir fengju að ala upp börn.“ „Í því ljósi verður ekki annað sagt en að þjóðkirkjan hafi ekki skilið kall tímans í málefnum hinsegin fólks þegar mest á reið.“ Vísaði Áslaug þá einnig í orð Gríms Thomsen sem hann orti um fall Hákonar Hlaðajarls: „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli." „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði að miklum meirihluta snúist á sveif með hinsegin fólki í baráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum,“ bætir Áslaug við og vísar þar einnig til afstöðu kirkjunnar til hjónabands samkynhneigðra.Telur mikilvægt að kirkjan læri af mistökum sínum Í Twitterfærslu sinni segist hún hafa komið inn á þessi málefni í ræðu sinni á kirkjuþinginu þar sem hún telji mikilvægt að þjóðkirkjan læri af mistökum sínum. Áslaug telur jafnframt að þessi stefna kirkjunnar hafi skaðað hana og fælt fólk úr kirkjunni. „Afstaða kirkjunnar fældi marga frá henni og ekki aðeins hinsegin fólk heldur einnig fjölskyldur & vini sem ekki skildu orðræðu forsvarsmanna kirkjunnar.“ Ég vitnaði í Magnús afa minn sem var prestur og sagði eitt sinn í predikun: 'vér eigum að hlýðnast fyrirmælum Jesú í fjallræðunni en þar sagði hann: Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á veginum með honum." - Það voru fín lokaorð á þessa umræðu. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 2, 2019 Hinsegin Þjóðkirkjan Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Setningarathöfn kirkjuþings fór fram í Háteigskirkju í dag og ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra þingið að lokinni helgistund og erindi Drífu Hjartadóttir, forseta þingsins. Í færslu sinni á Twitter greinir Áslaug Arna frá því að í opnunarávarpi sínu hafi hún einkum beint sjónum sínum að réttindabaráttu samkynhneigðra og gagnrýnt viðhorf kirkjunnar til hennar síðustu áratugi.Segir kirkjuna hafa verið seina að taka við sér „Segja verður eins og er að kirkjan var afar sein að taka við sér í þeirri réttindabaráttu. Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mikil andstaða kirkjunnar var við að samkynhneigðir fengju að ala upp börn.“ „Í því ljósi verður ekki annað sagt en að þjóðkirkjan hafi ekki skilið kall tímans í málefnum hinsegin fólks þegar mest á reið.“ Vísaði Áslaug þá einnig í orð Gríms Thomsen sem hann orti um fall Hákonar Hlaðajarls: „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli." „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði að miklum meirihluta snúist á sveif með hinsegin fólki í baráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum,“ bætir Áslaug við og vísar þar einnig til afstöðu kirkjunnar til hjónabands samkynhneigðra.Telur mikilvægt að kirkjan læri af mistökum sínum Í Twitterfærslu sinni segist hún hafa komið inn á þessi málefni í ræðu sinni á kirkjuþinginu þar sem hún telji mikilvægt að þjóðkirkjan læri af mistökum sínum. Áslaug telur jafnframt að þessi stefna kirkjunnar hafi skaðað hana og fælt fólk úr kirkjunni. „Afstaða kirkjunnar fældi marga frá henni og ekki aðeins hinsegin fólk heldur einnig fjölskyldur & vini sem ekki skildu orðræðu forsvarsmanna kirkjunnar.“ Ég vitnaði í Magnús afa minn sem var prestur og sagði eitt sinn í predikun: 'vér eigum að hlýðnast fyrirmælum Jesú í fjallræðunni en þar sagði hann: Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á veginum með honum." - Það voru fín lokaorð á þessa umræðu. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 2, 2019
Hinsegin Þjóðkirkjan Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira