Erlent

Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram

Eiður Þór Árnason skrifar
Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni.
Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. Vísir/AP
Nigel Farage, leiðtogi breska Brexit-flokksins, mun ekki bjóða sig fram í þingkosningum þar í landi sem fram fara þann tólfta desember næstkomandi. Þetta staðfesti Farage í samtali við breska ríkisútvarpið BBC nú í morgun.

Farage hefur lengi verið áberandi talsmaður fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og stofnaði Brexit-flokkinn í apríl á þessu ári. Í samtali við BBC sagðist hann hafa hugsað sig vel og vandlega um það hvernig hann myndi best þjóna málstaðnum og þetta hafi verið niðurstaðan. Hann segist ætla að halda áfram að ferðast um landið og tala máli flokksins.

Sjá einnig: Farage gerir Johnson tilboð

Yfirlýst markmið hins nýstofnaða flokks var að tryggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og breyta breskum stjórnmálum. Farage var áður leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins UKIP.

Eitt helsta kosningamál Brexit-flokksins í komandi þingkosningum er að Bretar yfirgefi sambandið án útgöngusamnings.


Tengdar fréttir

Leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna

Breskir stjórnmálamenn leggja nú línurnar fyrir kosningar. Hagfræðingur hjá fréttaveitunni Bloomberg segist búast við því að Íhaldsflokkurinn sigri og sigli útgöngunni úr Evrópusambandinu í höfn.

Farage gerir Johnson tilboð

Brexitflokkurinn býður sig nú í fyrsta skipti fram í þingkosningum og mælist með um ellefu prósenta fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×