Ferðast aftur í tímann með Tortímandanum Heiðar Sumarliðason skrifar 3. nóvember 2019 12:15 Judgment Day er ein besta hasaramynd allra tíma. Terminator: Dark Fate er nú komin í kvikmyndahús en hún er sjötta myndin um tortímandann. Merkustu tíðindin eru þau að Linda Hamilton endurtekur hlutverk sitt sem Sarah Connor og James Cameron er framleiðandi og höfundur sögunnar sem handritið byggir á. Hvorugt þeirra hefur komið nálægt Terminatorbálknum síðan 1991. Í tilefni af frumsýningunni horfði ég á allar fimm Terminatormyndir sem á undan henni komu og kveð hér upp dóm um hvernig þær hafa elst. Terminator bálkurinn er hugarfóstur kvikmyndagerðarmannsins James Cameron, en hann bæði leikstýrði og skrifaði handritið að fyrstu tveimur myndunum. Kveikjan að sögunni kom þegar hann var staddur í Róm að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd Piranha II: The Spawning, ódýrri hryllingsmynd fyrir költmyndaframleiðandann Roger Corman. Cameron vaknað upp með andfælum eina nóttina eftir martröð þar sem hann var eltur af fótalausu vélmenni sem dró sig áfram eftir jörðinni með búrhníf. Martröðina notaði hann sem innblástur að handriti sem fjallaði um vélmenni sem var sent aftur í tímann til að myrða móður leiðtoga andspyrnuhreyfingar. Eftir nokkurt stapp náði hann að fjármagna myndina, en þar sem þetta var hans fyrsta alvöru kvikmynd voru ekki gerðar miklar væntingar til hennar þegar hún kom út árið 1984. Framleiðendur hennar Orion Pictures voru uppteknir af því að kynna tilvonandi Óskarsverðlaunamynd sína Amadeus og sýndu því The Terminator litla athygli. Þeir litu á hana sem ómerkilega B-mynd og auglýstu hana lítið. Meira að segja stjarna myndarinnar Arnold Schwarzenegger talaði hana niður í viðtali árið 1983 og sagði hana „einhverja drasl mynd“ sem hann væri að fara að leika í. Öllum að óvörum hlaut hún mikið lof gagnrýnenda og var aðsóknarmesta kvikmynd Bandaríkjanna tvær vikur í röð. Áhorfendur þyrsti í meira en þurftu að bíða til ársins 1991 til að fá framhaldsmyndina Terminator 2: Judgment Day. Hún sló rækilega í gegn og var aðsóknarmesta kvikmynd þess árs. Cameron taldi verki sínu lokið og hafði ekki áhuga á að koma að gerð fleiri mynda um tortímandann. Framleiðendurnir voru þó ekki af baki dottnir, nýir leikstjórar voru fengnir að borðinu og þrjár framhaldsmyndir til viðbótar litu dagsins ljós, Terminator 3: Rise of the Machines (2003), Terminator Salvation (2009) og Terminator Genisys (2015). Engin þeirra náði þó að endurfanga vinsældir fyrstu myndanna tveggja.The Terminator Ég hef séð The Terminator nokkrum sinnum um ævina, en þó eru sjálfsagt tíu ár síðan ég sá hana síðast. Við það áhorf þótti mér hún frábær og fannst hún jafnvel eldast betur en Judgment Day. Þegar ég horfði aftur á hana í vikunni kom það mér því í opna skjöldu hve illa tíminn hefur leikið hana. Ég vissi fullvel að brellurnar væru barn síns tíma en það kom mér á óvart hve slakur leikurinn er, sem og sviðsetning sena. Sérstaklega er ástarsagan á milli Söruh Connor og Kyle Reese illa úr garði gerð og kynlífssenan milli þeirra ein sú versta sem ég man eftir að hafa séð. Þrátt fyrir þessa og aðra vankanta er ekki annað hægt en að dást að því hve þétt og spennandi hún er. The Terminator er einföld og skýr, sem er hennar helsti styrkur, eitthvað sem þeir sem síðar tóku við kyndlinum af Cameron hefðu mátt taka sér til fyrirmyndar. Í takt við helsta umfjöllunarefni sögunnar upplifir maður áhorf á hana líkt og tímaferðalag. Hár Lindu Hamilton, vasadiskóin, fatatískan og ágeng synthatónlistin færði mig aftur til níunda áratugarins og þó mér liði á stundum eins og myndin hafi verið klippt á tvö VHS tæki er ekki annað hægt en að dást að hugmyndaauðginni og kraftinum.Sarah og Kyle náðu saman, þó útfærslan hafi verið klunnaleg.Terminator 2: Judgment Day Eftir ákveðin vonbrigði með enduráhorf mitt á The Terminator var það með eilitlum beyg sem ég horfði á Judgment Day. Það kom hins vegar á daginn að hún eldist eins og gott vín í samanburði við mynd númer eitt. Hún er ótrúlega spennandi og Cameron nær að búa um hnútana þannig að áhorfandinn tengist persónunum strax. Myndin hefur að geyma metafórur um lífið og heiminn sem eru framsettar á snyrtilegan máta. Hún meðhöndlar boðskap sinn smekklega, þar sem John Connor kennir tortímandanum hvað það þýðir að vera mannlegur, á meðan Sarah móðir hans er búin að týna manneskjunni í sjálfri sér. Þetta er dæmi um skýra og áhugaverða framsetningu leikstjórans þar sem tvær hliðar á sama málinu eru bornar upp án predikunar. Einnig er ánægjulegt að sjá hve mikið Cameron fór fram sem leikstjóra á þessum sjö árum sem liðu milli myndanna. Hvernig hann tæklar þá kúnst að gera framhaldsmynd er aðdáunarvert. Hann bætir ekki of mörgum eindum inn í söguna, heldur þræðinum einföldum og snýr upp á væntingar á skemmtilegan máta. Myndin hefur líka vel tímasettan húmor sem aldrei fer yfir strikið. Terminator 2: Judgment Day er hin fullkomna hasarmynd, því er ekki skrítið að allar myndirnar í seríunni sem á eftir komu hafi fallið í skuggann af henni.Krúttið Edward Furlong varð gjálífinu að bráð.Terminator 3: Rise of the Machines Framleiðendur Rise of the Machines höfðu mikinn metnað og reyndu að fá marga af helstu leikstjórum Hollywood til að taka við keflinu af James Cameron. Menn á borð við Ridley Scott og John McTiernan höfnuðu boðinu og sögðu Cameron hafa klárað söguna með Jugdment Day. Það má auðveldlega færa rök fyrir að þeir hafi rétt fyrir sér en mótrök framleiðandanna að enn væri hægt að mjólka dollara úr seríunni voru þó einnig sterk. Þeir tóku því ekki ráðleggingum leikstjóranna tveggja og á endanum hlaut Jonathan Mostow hnossið. Mostow var nýbúinn að gera U-571, ágætlega heppnaða kafbátamynd með Matthew McConaughey í aðalhlutverki, en var alls ekki kvikmyndagerðarmaður af því kalíberi sem framleiðendur höfðu séð fyrir sér. Hlutskipti Mostow og handritshöfundanna var því ekki öfundsvert, að taka við kyndlinum af fremsta hasarmyndaleikstjóra allra tíma. Það er augljóst að þeir réðu ekki við verkefnið. Ég sá Rise of the Machines á sínum tíma þó ég eigi engar minningar af því hvað mér fannst. Það sem ég man hins vegar er að þegar ég horfði á hana í vikunni átti ég mjög bágt með mig sökum yfirþyrmandi leiða. Flæði og framvinda Judgment Day er allt að því hnökralaus, áhorfandinn veit alltaf hvar sagan er stödd og hvert hún stefnir. Við áhorfið á Rise of the Machines var ég oft hálf týndur. Þó ég hafi oftast vitað hvað persónurnar voru að gera hverju sinni, mundi ég stundum ekki hversvegna. Ég upplifði sterkt þá tilfinningu að sagan væri einungis tól til að færa okkur milli hasaratriða, frekar en að hasarinn sprytti upp úr sögunni. Tónn myndarinnar er þungur og sá John Connor sem birtist okkur hér er þunglynd og óáhugaverð aðalpersóna. Persónusköpunina skortir þann skriðþunga sem aðalpersóna í slíkri mynd þarf að hafa. Edward Furlong lék John Connor í Judgment Day og átti upprunalega að endurtaka leikinn hér. Hann átti hins vegar í vanda með fíkniefnaneyslu og var rekinn áður en tökur hófust. Nick Stahl tók við hlutverkinu og rekur lestina sem slakasti leikarinn sem hefur tekið að sér hlutverk Connor. Ólíkt Judgment Day er lítið unnið í að skapa sögunni táknræna dýpt og niðurstaðan því andlaus framhaldsmynd sem engu bætir við.Nick Stahl náði ekki að heilla áhorfendurTerminator: Salvation Rise of the Machines skapaði framleiðendunum nægar tekjur til að fjórða myndin liti dagsins ljós. Öllu var tjaldað til og A-lista leikari, hinn velski Christian Bale, fenginn í hlutverk John Connor. Sjónræni þátturinn í Rise of the Machines þótti ekki fullnægjandi, því átti að tryggja að fjórða myndin liti a.m.k. vel út. Því var tónlistarmyndbandaleikstjórinn McG fenginn til að stýra tökum. Kannski hugsa lesendur það sama og ég, að maður sem er svo djarfur að kalla sig McG hlýtur að vera svartur rappmyndabandaleikstjóri, líklegast frá South Central í L.A. Svo er ekki, um er að ræða rauðhærðan og fölan dreng frá hinni mjög svo hvítu borg Kalamazoo í Michigan. McG þessi var nýlega farinn að hasla sér völl í kvikmyndum og hafði helst unnið sér það til frægðar að leikstýra Charlie´s Angels myndunum. Þær litu að sjálfsögðu vel út en voru sorglega tómar. Því miður er það sama uppi á teningnum í Salvation. Hún er haglega gerð og áferðarfalleg en það er nokkurnveginn það eina jákvæða sem hægt er að segja um hana. Að sjálfsögðu er Bale frábærlega til þess fallinn að túlka John Connor, en þar með eru jákvæðu fletirnir í leikaravali upptaldir. Anton Yelchin er kjánalegur sem Kyle Reese og Michael Ironside eins og hann hafi villst inn af tökustað annars flokks sjónvarpsmyndar sem var í framleiðslu í nágrenninu. Ekki bætir úr skák að það eru alltaf nýir leikarar að túlka helstu persónur seríunnar. Því tapast hluti af tengingu þeirra við áhorfendur sem fyrri myndir höfðu skapað. Til að bæta gráu ofan á svart er ávallt verið að eiga við tímalínu sögunnar, þannig að einkenni og persónuleiki persónanna er oft breyttur milli mynda, því þarf áhorfandinn að kynnast þeim upp á nýtt. Hér hittum við nýjan John Connor, sem er allt annar Connor en við þekkjum úr fyrri myndum. Þannig hefur sú taug sem tengdi okkur við hann slitnað. Ekki hjálpar til að handritið er yfirborðsmennskan uppmáluð og flakkað úr einu hasaratriðinu í það næsta. Líkt og í Rise of the Machines erum við því oft búin að gleyma tilgangi atburðanna á skjánum í miðju kafi. Handritið er of flókið og víðtækt til að hægt sé að skapa úr því kvikmynd sem heldur áhuga manns. Eftir fjörtíu mínútur af áhorfi þurfti ég hreinlega að taka mér gott hlé sökum leiða. Það virðist heldur engin stærri sögn í því sem er að gerast á skjánum. Þó má spyrja sig hvor hægt hafi verið að búast við gæðamynd frá manni sem hefur aðallega verið að leikstýra Smash Mouth myndböndum og gengur sjálfviljugur undir nafninu McG.Christian Bale stóð fyrir sínu á meðan myndin var ekki upp á marga fiska.Terminator Genisys Genisys er sú Terminatormynd sem hlaut verstu dóma gagnrýnenda af myndunum sem James Cameron leikstýrði ekki. Á vefnum Metascore sem tekur saman einkunnir helstu rýna er hún með einkunnina 38 af 100 mögulegum. Til samanburðar er Rise of the Machines með 68 og Salvation með 49. Af þessu að dæma ætti Genisys að vera versta myndin í seríunni. Vegna þessara slæmu viðbragða lét ég hana viljandi framhjá mér fara þegar hún kom í kvikmyndahús og var því að horfa á hana í fyrsta sinn. Miðað við hve mér leiddist yfir myndunum tveimur sem á undan komu var ég farinn að kvíða því að horfa á Genisys, en annað kom á daginn því hún reyndist hin fínasta skemmtun. Það vantar að sjálfsögðu ekki gallana en hún fremur ekki þá dauðasynd að vera leiðinleg líkt og Rise of the Machines og Salvation. Ég leit aftur á klukkuna á fertugustu mínútu líkt og þegar ég horfði á Salvation, en nú vegna þess að ég var forviða yfir að mér væri enn ekki farið að leiðast. Ég bara skildi þetta ekki, hvernig gat hún fengið svona hræðilega dóma? Það hlaut að koma að því að hún bræddi úr sér. En áfram hélt hún að rúlla og aldrei kom leiðinn. Að sjálfsögðu hefur hún fjölmarga galla, en vegna þess hve bragðdaufir fyrirrennarar hennar voru skipti það mig hreinlega ekki máli. Það er greinilegt að framleiðendurnir lærðu af því hve þunglamalegar tvær síðustu myndirnar voru og hér er allt gert til að auka léttleikann. Það gengur upp og ofan. Persóna Söruh Connor (sem nú er orðin enn ein útgáfan af sjálfri sér vegna brenglunar á tímalínunni) getur verið pirrandi og kergjan milli hennar og persónu Kyle Reese á það til að fara yfir strikið. Einnig er kómedían sem Schwarzenegger er látinn bjóða upp á oftast taktlaus. Ég spyr mig hvort ég hefði sýnt Genisys þessa linkind ef ég hefði horft á hana þegar hún var ný og ekki í beinu framhaldi af áhorfi á fyrri myndir. Því er erfitt að svara en í samhengi hámglápsins var hún kærkomið stundargaman. Það er eitthvað spennandi við hugmyndaauðgina og þorið sem kvikmyndagerðarfólkið sýnir, þó það hitti ekki alltaf í mark. Hér er boðið upp á margar stórskemmtilegar senur, til að mynda er atriðið þegar hetjurnar okkar eru handteknar og yfirheyrðar af lögreglunni kostulegt. Val á leikurum heppnast hér betur en oft áður. Jason Clarke er að sjálfsögðu frábær leikari og stendur sig prýðilega í erfiðu hlutverki John Connor og Jai Courteny er hinn fínasti Kyle Reese. Game of Thrones stjarnan Emilia Clark er sett í erfiða stöðu, en eins og áður sagði er persóna Söruh Connor í þessari tímalínu heldur þreytandi og túlkun hennar í takt við það. Þegar öllu er á botninn hvolft er Teminator: Genisys lífleg viðbót í kvikmyndaseríu sem þurfti nauðsynlega á smá fjöri að halda.Genisys hressti seríuna við en grínið misheppnaðist.Samantekt Enn hefur engum tekist að gera fullnægjandi Teminatormynd í kjölfarið á Judgment Day. Líklegast höfðu Ridley Scott og John McTiernan rétt fyrir sér þegar þeir sögðu sögu tortímandans lokið þegar þeir höfnuðu því að leikstýra þriðju myndinni. The Terminator frá 1984 er einföld og fullnægjandi spennumynd, mynd númer tvö snýr svo upp á væntingar áhorfenda með einni eftirminnilegustu framhaldsmynd sem gerð hefur verið. Þegar fara á að snúa upp á söguna í þriðja, fjórða og fimmta sinn vandast málin. Engin þeirra kemst með tærnar þar sem Terminatormyndir James Cameron höfðu hælana. Höfundum þeirra er vorkunn, því til að geta haldið sögunni áfram þarf að flækja hana og þvæla til að koma áhorfendum á óvart en þó margar leiðir séu til að flá kött eru greinilega ekki jafn margar leiðir til að skapa fullnægjandi Terminatormynd. Það virðist vera búið að blóðmjólka alla mögulega snúninga sem hægt er að taka á þennan bálk. Maður lifir hins vegar alltaf í voninni. Nú eru Linda Hamilton og James Cameron snúin aftur og því um að gera að sjá hvernig til hefur tekist með Terminator: Dark Fate. Best er þó að halda væntingum í lágmarki, því þá er aldrei að vita nema að hægt sé að hafa gaman af ævintýrum tortímandans og Söruh Connor. Því líkt og John Connor sagði í lok Terminator: Genisys, þá er framtíðin óráðin og aldrei að vita hvað hún ber í skauti sér. Þó er víst að fjallað verður um Terminator: Dark Fate í næsta þætti Stjörnubíós á X977. Hann fer í loftið klukkan 12:00 í dag og verður svo hægt að nálgast hann á útvarpsvef Vísis í kjölfarið. Bandaríkin Kafað dýpra Menning Stjörnubíó Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Terminator: Dark Fate er nú komin í kvikmyndahús en hún er sjötta myndin um tortímandann. Merkustu tíðindin eru þau að Linda Hamilton endurtekur hlutverk sitt sem Sarah Connor og James Cameron er framleiðandi og höfundur sögunnar sem handritið byggir á. Hvorugt þeirra hefur komið nálægt Terminatorbálknum síðan 1991. Í tilefni af frumsýningunni horfði ég á allar fimm Terminatormyndir sem á undan henni komu og kveð hér upp dóm um hvernig þær hafa elst. Terminator bálkurinn er hugarfóstur kvikmyndagerðarmannsins James Cameron, en hann bæði leikstýrði og skrifaði handritið að fyrstu tveimur myndunum. Kveikjan að sögunni kom þegar hann var staddur í Róm að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd Piranha II: The Spawning, ódýrri hryllingsmynd fyrir költmyndaframleiðandann Roger Corman. Cameron vaknað upp með andfælum eina nóttina eftir martröð þar sem hann var eltur af fótalausu vélmenni sem dró sig áfram eftir jörðinni með búrhníf. Martröðina notaði hann sem innblástur að handriti sem fjallaði um vélmenni sem var sent aftur í tímann til að myrða móður leiðtoga andspyrnuhreyfingar. Eftir nokkurt stapp náði hann að fjármagna myndina, en þar sem þetta var hans fyrsta alvöru kvikmynd voru ekki gerðar miklar væntingar til hennar þegar hún kom út árið 1984. Framleiðendur hennar Orion Pictures voru uppteknir af því að kynna tilvonandi Óskarsverðlaunamynd sína Amadeus og sýndu því The Terminator litla athygli. Þeir litu á hana sem ómerkilega B-mynd og auglýstu hana lítið. Meira að segja stjarna myndarinnar Arnold Schwarzenegger talaði hana niður í viðtali árið 1983 og sagði hana „einhverja drasl mynd“ sem hann væri að fara að leika í. Öllum að óvörum hlaut hún mikið lof gagnrýnenda og var aðsóknarmesta kvikmynd Bandaríkjanna tvær vikur í röð. Áhorfendur þyrsti í meira en þurftu að bíða til ársins 1991 til að fá framhaldsmyndina Terminator 2: Judgment Day. Hún sló rækilega í gegn og var aðsóknarmesta kvikmynd þess árs. Cameron taldi verki sínu lokið og hafði ekki áhuga á að koma að gerð fleiri mynda um tortímandann. Framleiðendurnir voru þó ekki af baki dottnir, nýir leikstjórar voru fengnir að borðinu og þrjár framhaldsmyndir til viðbótar litu dagsins ljós, Terminator 3: Rise of the Machines (2003), Terminator Salvation (2009) og Terminator Genisys (2015). Engin þeirra náði þó að endurfanga vinsældir fyrstu myndanna tveggja.The Terminator Ég hef séð The Terminator nokkrum sinnum um ævina, en þó eru sjálfsagt tíu ár síðan ég sá hana síðast. Við það áhorf þótti mér hún frábær og fannst hún jafnvel eldast betur en Judgment Day. Þegar ég horfði aftur á hana í vikunni kom það mér því í opna skjöldu hve illa tíminn hefur leikið hana. Ég vissi fullvel að brellurnar væru barn síns tíma en það kom mér á óvart hve slakur leikurinn er, sem og sviðsetning sena. Sérstaklega er ástarsagan á milli Söruh Connor og Kyle Reese illa úr garði gerð og kynlífssenan milli þeirra ein sú versta sem ég man eftir að hafa séð. Þrátt fyrir þessa og aðra vankanta er ekki annað hægt en að dást að því hve þétt og spennandi hún er. The Terminator er einföld og skýr, sem er hennar helsti styrkur, eitthvað sem þeir sem síðar tóku við kyndlinum af Cameron hefðu mátt taka sér til fyrirmyndar. Í takt við helsta umfjöllunarefni sögunnar upplifir maður áhorf á hana líkt og tímaferðalag. Hár Lindu Hamilton, vasadiskóin, fatatískan og ágeng synthatónlistin færði mig aftur til níunda áratugarins og þó mér liði á stundum eins og myndin hafi verið klippt á tvö VHS tæki er ekki annað hægt en að dást að hugmyndaauðginni og kraftinum.Sarah og Kyle náðu saman, þó útfærslan hafi verið klunnaleg.Terminator 2: Judgment Day Eftir ákveðin vonbrigði með enduráhorf mitt á The Terminator var það með eilitlum beyg sem ég horfði á Judgment Day. Það kom hins vegar á daginn að hún eldist eins og gott vín í samanburði við mynd númer eitt. Hún er ótrúlega spennandi og Cameron nær að búa um hnútana þannig að áhorfandinn tengist persónunum strax. Myndin hefur að geyma metafórur um lífið og heiminn sem eru framsettar á snyrtilegan máta. Hún meðhöndlar boðskap sinn smekklega, þar sem John Connor kennir tortímandanum hvað það þýðir að vera mannlegur, á meðan Sarah móðir hans er búin að týna manneskjunni í sjálfri sér. Þetta er dæmi um skýra og áhugaverða framsetningu leikstjórans þar sem tvær hliðar á sama málinu eru bornar upp án predikunar. Einnig er ánægjulegt að sjá hve mikið Cameron fór fram sem leikstjóra á þessum sjö árum sem liðu milli myndanna. Hvernig hann tæklar þá kúnst að gera framhaldsmynd er aðdáunarvert. Hann bætir ekki of mörgum eindum inn í söguna, heldur þræðinum einföldum og snýr upp á væntingar á skemmtilegan máta. Myndin hefur líka vel tímasettan húmor sem aldrei fer yfir strikið. Terminator 2: Judgment Day er hin fullkomna hasarmynd, því er ekki skrítið að allar myndirnar í seríunni sem á eftir komu hafi fallið í skuggann af henni.Krúttið Edward Furlong varð gjálífinu að bráð.Terminator 3: Rise of the Machines Framleiðendur Rise of the Machines höfðu mikinn metnað og reyndu að fá marga af helstu leikstjórum Hollywood til að taka við keflinu af James Cameron. Menn á borð við Ridley Scott og John McTiernan höfnuðu boðinu og sögðu Cameron hafa klárað söguna með Jugdment Day. Það má auðveldlega færa rök fyrir að þeir hafi rétt fyrir sér en mótrök framleiðandanna að enn væri hægt að mjólka dollara úr seríunni voru þó einnig sterk. Þeir tóku því ekki ráðleggingum leikstjóranna tveggja og á endanum hlaut Jonathan Mostow hnossið. Mostow var nýbúinn að gera U-571, ágætlega heppnaða kafbátamynd með Matthew McConaughey í aðalhlutverki, en var alls ekki kvikmyndagerðarmaður af því kalíberi sem framleiðendur höfðu séð fyrir sér. Hlutskipti Mostow og handritshöfundanna var því ekki öfundsvert, að taka við kyndlinum af fremsta hasarmyndaleikstjóra allra tíma. Það er augljóst að þeir réðu ekki við verkefnið. Ég sá Rise of the Machines á sínum tíma þó ég eigi engar minningar af því hvað mér fannst. Það sem ég man hins vegar er að þegar ég horfði á hana í vikunni átti ég mjög bágt með mig sökum yfirþyrmandi leiða. Flæði og framvinda Judgment Day er allt að því hnökralaus, áhorfandinn veit alltaf hvar sagan er stödd og hvert hún stefnir. Við áhorfið á Rise of the Machines var ég oft hálf týndur. Þó ég hafi oftast vitað hvað persónurnar voru að gera hverju sinni, mundi ég stundum ekki hversvegna. Ég upplifði sterkt þá tilfinningu að sagan væri einungis tól til að færa okkur milli hasaratriða, frekar en að hasarinn sprytti upp úr sögunni. Tónn myndarinnar er þungur og sá John Connor sem birtist okkur hér er þunglynd og óáhugaverð aðalpersóna. Persónusköpunina skortir þann skriðþunga sem aðalpersóna í slíkri mynd þarf að hafa. Edward Furlong lék John Connor í Judgment Day og átti upprunalega að endurtaka leikinn hér. Hann átti hins vegar í vanda með fíkniefnaneyslu og var rekinn áður en tökur hófust. Nick Stahl tók við hlutverkinu og rekur lestina sem slakasti leikarinn sem hefur tekið að sér hlutverk Connor. Ólíkt Judgment Day er lítið unnið í að skapa sögunni táknræna dýpt og niðurstaðan því andlaus framhaldsmynd sem engu bætir við.Nick Stahl náði ekki að heilla áhorfendurTerminator: Salvation Rise of the Machines skapaði framleiðendunum nægar tekjur til að fjórða myndin liti dagsins ljós. Öllu var tjaldað til og A-lista leikari, hinn velski Christian Bale, fenginn í hlutverk John Connor. Sjónræni þátturinn í Rise of the Machines þótti ekki fullnægjandi, því átti að tryggja að fjórða myndin liti a.m.k. vel út. Því var tónlistarmyndbandaleikstjórinn McG fenginn til að stýra tökum. Kannski hugsa lesendur það sama og ég, að maður sem er svo djarfur að kalla sig McG hlýtur að vera svartur rappmyndabandaleikstjóri, líklegast frá South Central í L.A. Svo er ekki, um er að ræða rauðhærðan og fölan dreng frá hinni mjög svo hvítu borg Kalamazoo í Michigan. McG þessi var nýlega farinn að hasla sér völl í kvikmyndum og hafði helst unnið sér það til frægðar að leikstýra Charlie´s Angels myndunum. Þær litu að sjálfsögðu vel út en voru sorglega tómar. Því miður er það sama uppi á teningnum í Salvation. Hún er haglega gerð og áferðarfalleg en það er nokkurnveginn það eina jákvæða sem hægt er að segja um hana. Að sjálfsögðu er Bale frábærlega til þess fallinn að túlka John Connor, en þar með eru jákvæðu fletirnir í leikaravali upptaldir. Anton Yelchin er kjánalegur sem Kyle Reese og Michael Ironside eins og hann hafi villst inn af tökustað annars flokks sjónvarpsmyndar sem var í framleiðslu í nágrenninu. Ekki bætir úr skák að það eru alltaf nýir leikarar að túlka helstu persónur seríunnar. Því tapast hluti af tengingu þeirra við áhorfendur sem fyrri myndir höfðu skapað. Til að bæta gráu ofan á svart er ávallt verið að eiga við tímalínu sögunnar, þannig að einkenni og persónuleiki persónanna er oft breyttur milli mynda, því þarf áhorfandinn að kynnast þeim upp á nýtt. Hér hittum við nýjan John Connor, sem er allt annar Connor en við þekkjum úr fyrri myndum. Þannig hefur sú taug sem tengdi okkur við hann slitnað. Ekki hjálpar til að handritið er yfirborðsmennskan uppmáluð og flakkað úr einu hasaratriðinu í það næsta. Líkt og í Rise of the Machines erum við því oft búin að gleyma tilgangi atburðanna á skjánum í miðju kafi. Handritið er of flókið og víðtækt til að hægt sé að skapa úr því kvikmynd sem heldur áhuga manns. Eftir fjörtíu mínútur af áhorfi þurfti ég hreinlega að taka mér gott hlé sökum leiða. Það virðist heldur engin stærri sögn í því sem er að gerast á skjánum. Þó má spyrja sig hvor hægt hafi verið að búast við gæðamynd frá manni sem hefur aðallega verið að leikstýra Smash Mouth myndböndum og gengur sjálfviljugur undir nafninu McG.Christian Bale stóð fyrir sínu á meðan myndin var ekki upp á marga fiska.Terminator Genisys Genisys er sú Terminatormynd sem hlaut verstu dóma gagnrýnenda af myndunum sem James Cameron leikstýrði ekki. Á vefnum Metascore sem tekur saman einkunnir helstu rýna er hún með einkunnina 38 af 100 mögulegum. Til samanburðar er Rise of the Machines með 68 og Salvation með 49. Af þessu að dæma ætti Genisys að vera versta myndin í seríunni. Vegna þessara slæmu viðbragða lét ég hana viljandi framhjá mér fara þegar hún kom í kvikmyndahús og var því að horfa á hana í fyrsta sinn. Miðað við hve mér leiddist yfir myndunum tveimur sem á undan komu var ég farinn að kvíða því að horfa á Genisys, en annað kom á daginn því hún reyndist hin fínasta skemmtun. Það vantar að sjálfsögðu ekki gallana en hún fremur ekki þá dauðasynd að vera leiðinleg líkt og Rise of the Machines og Salvation. Ég leit aftur á klukkuna á fertugustu mínútu líkt og þegar ég horfði á Salvation, en nú vegna þess að ég var forviða yfir að mér væri enn ekki farið að leiðast. Ég bara skildi þetta ekki, hvernig gat hún fengið svona hræðilega dóma? Það hlaut að koma að því að hún bræddi úr sér. En áfram hélt hún að rúlla og aldrei kom leiðinn. Að sjálfsögðu hefur hún fjölmarga galla, en vegna þess hve bragðdaufir fyrirrennarar hennar voru skipti það mig hreinlega ekki máli. Það er greinilegt að framleiðendurnir lærðu af því hve þunglamalegar tvær síðustu myndirnar voru og hér er allt gert til að auka léttleikann. Það gengur upp og ofan. Persóna Söruh Connor (sem nú er orðin enn ein útgáfan af sjálfri sér vegna brenglunar á tímalínunni) getur verið pirrandi og kergjan milli hennar og persónu Kyle Reese á það til að fara yfir strikið. Einnig er kómedían sem Schwarzenegger er látinn bjóða upp á oftast taktlaus. Ég spyr mig hvort ég hefði sýnt Genisys þessa linkind ef ég hefði horft á hana þegar hún var ný og ekki í beinu framhaldi af áhorfi á fyrri myndir. Því er erfitt að svara en í samhengi hámglápsins var hún kærkomið stundargaman. Það er eitthvað spennandi við hugmyndaauðgina og þorið sem kvikmyndagerðarfólkið sýnir, þó það hitti ekki alltaf í mark. Hér er boðið upp á margar stórskemmtilegar senur, til að mynda er atriðið þegar hetjurnar okkar eru handteknar og yfirheyrðar af lögreglunni kostulegt. Val á leikurum heppnast hér betur en oft áður. Jason Clarke er að sjálfsögðu frábær leikari og stendur sig prýðilega í erfiðu hlutverki John Connor og Jai Courteny er hinn fínasti Kyle Reese. Game of Thrones stjarnan Emilia Clark er sett í erfiða stöðu, en eins og áður sagði er persóna Söruh Connor í þessari tímalínu heldur þreytandi og túlkun hennar í takt við það. Þegar öllu er á botninn hvolft er Teminator: Genisys lífleg viðbót í kvikmyndaseríu sem þurfti nauðsynlega á smá fjöri að halda.Genisys hressti seríuna við en grínið misheppnaðist.Samantekt Enn hefur engum tekist að gera fullnægjandi Teminatormynd í kjölfarið á Judgment Day. Líklegast höfðu Ridley Scott og John McTiernan rétt fyrir sér þegar þeir sögðu sögu tortímandans lokið þegar þeir höfnuðu því að leikstýra þriðju myndinni. The Terminator frá 1984 er einföld og fullnægjandi spennumynd, mynd númer tvö snýr svo upp á væntingar áhorfenda með einni eftirminnilegustu framhaldsmynd sem gerð hefur verið. Þegar fara á að snúa upp á söguna í þriðja, fjórða og fimmta sinn vandast málin. Engin þeirra kemst með tærnar þar sem Terminatormyndir James Cameron höfðu hælana. Höfundum þeirra er vorkunn, því til að geta haldið sögunni áfram þarf að flækja hana og þvæla til að koma áhorfendum á óvart en þó margar leiðir séu til að flá kött eru greinilega ekki jafn margar leiðir til að skapa fullnægjandi Terminatormynd. Það virðist vera búið að blóðmjólka alla mögulega snúninga sem hægt er að taka á þennan bálk. Maður lifir hins vegar alltaf í voninni. Nú eru Linda Hamilton og James Cameron snúin aftur og því um að gera að sjá hvernig til hefur tekist með Terminator: Dark Fate. Best er þó að halda væntingum í lágmarki, því þá er aldrei að vita nema að hægt sé að hafa gaman af ævintýrum tortímandans og Söruh Connor. Því líkt og John Connor sagði í lok Terminator: Genisys, þá er framtíðin óráðin og aldrei að vita hvað hún ber í skauti sér. Þó er víst að fjallað verður um Terminator: Dark Fate í næsta þætti Stjörnubíós á X977. Hann fer í loftið klukkan 12:00 í dag og verður svo hægt að nálgast hann á útvarpsvef Vísis í kjölfarið.
Bandaríkin Kafað dýpra Menning Stjörnubíó Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira