Erlent

Boris biðst afsökunar á Brexit frestun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst afsökunar á seinkun Brexit.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst afsökunar á seinkun Brexit. getty/Rui Vieira
Boris Johnsson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins hefur beðist afsökunar á því að Bretum hafi ekki tekist að ganga úr Evrópusambandinu fyrir síðustu mánaðamót eins og stefnt hafði verið að.

Johnson kenndi þinginu um hvernig fór en þingið samþykkti lög í september sem koma áttu í veg fyrir að Bretar yfirgæfu ESB án samnings.

Ekkert varð úr samkomulagi og þurfti Johnson að sækja um frestun útgöngu. Nú er útganga Bretlands úr sambandinu áætluð 31. janúar á næsta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×