Hörgdælir segja tindinn miklu fallegri sín megin og ekki heita Hraundrangi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2019 20:28 Horft úr Hörgárdal á drangann frá bænum Staðarbakka. Stöð 2/Arnar Halldórsson, Skemmtileg togstreita er milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins. Öxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi en Hörgdælir, sem horfa á tindinn frá hinni hliðinni, viðurkenna ekki það heiti sín megin og nota annað nafn. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hann er fyrirmynd Hallgrímskirkju í Reykjavík og þekktastur sem Hraundrangi og blasir við þeim sem aka hringveginn um Öxnadal. Sjá einnig: Stórbrotin náttúra umlykur fæðingarstað Jónasar HallgrímssonarÖxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi og blasir við frá þjóðveginum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En dranginn á sér aðra hlið; þá sem snýr að Hörgárdal, og þeim megin viðurkenna menn ekki nafnið Hraundrangi. „Það er ekkert Hraun hérna megin,“ segir Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká, - þessvegna geti hann ekki heitið Hraundrangi Hörgárdalsmegin.Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann er náttúrlega kenndur þeim megin við Hraun í Öxnadal af því að hann er þar stutt frá,“ segir Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka í Hörgárdal, sem er sá bær sem stendur næst dranganum, og enn nær honum en Hraun. Bændurnir á Myrkárbakka í Hörgárdal, þau Hugrún Lísa Heimisdóttir líftæknifræðingur og Hreinn Haukur Pálsson járningamaður, eru einnig sammála því að Hörgárdalsmegin heiti hann ekki Hraundrangi. „Það er gaman að sjá hann héðan frá líka, ekki bara úr Öxnadalnum,“ segir Hreinn Haukur.Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hörgdælir eru líka á því að hann sé fallegri þeirra megin. „Þetta er okkar sveit hérna megin. Þannig að hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Oddgeir á Myrká. „Já, þú sérð það nú bara sjálfur. Hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Guðmundur á Staðarbakka. Nafnið sem Hörgdælir nota kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04 Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Skemmtileg togstreita er milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins. Öxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi en Hörgdælir, sem horfa á tindinn frá hinni hliðinni, viðurkenna ekki það heiti sín megin og nota annað nafn. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hann er fyrirmynd Hallgrímskirkju í Reykjavík og þekktastur sem Hraundrangi og blasir við þeim sem aka hringveginn um Öxnadal. Sjá einnig: Stórbrotin náttúra umlykur fæðingarstað Jónasar HallgrímssonarÖxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi og blasir við frá þjóðveginum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En dranginn á sér aðra hlið; þá sem snýr að Hörgárdal, og þeim megin viðurkenna menn ekki nafnið Hraundrangi. „Það er ekkert Hraun hérna megin,“ segir Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká, - þessvegna geti hann ekki heitið Hraundrangi Hörgárdalsmegin.Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann er náttúrlega kenndur þeim megin við Hraun í Öxnadal af því að hann er þar stutt frá,“ segir Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka í Hörgárdal, sem er sá bær sem stendur næst dranganum, og enn nær honum en Hraun. Bændurnir á Myrkárbakka í Hörgárdal, þau Hugrún Lísa Heimisdóttir líftæknifræðingur og Hreinn Haukur Pálsson járningamaður, eru einnig sammála því að Hörgárdalsmegin heiti hann ekki Hraundrangi. „Það er gaman að sjá hann héðan frá líka, ekki bara úr Öxnadalnum,“ segir Hreinn Haukur.Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hörgdælir eru líka á því að hann sé fallegri þeirra megin. „Þetta er okkar sveit hérna megin. Þannig að hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Oddgeir á Myrká. „Já, þú sérð það nú bara sjálfur. Hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Guðmundur á Staðarbakka. Nafnið sem Hörgdælir nota kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04 Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04
Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30