Veiðisvæðið Skuggi fer til Hreggnasa Karl Lúðvíksson skrifar 5. nóvember 2019 13:52 Veiðifélagið Hreggnasi ehf er nýr leigutaki stangaveiðiréttar fyrir landi Hvítárvalla í Borgarfiði næstu árin. Þetta nafntogaða svæði, “Veiðisvæðið Skuggi” afmarkast frá Hvítarbrú í Hvítá til og með ármótum Grímsár og Hvítár og frá þeim ármótum að Hvítárvallakverk í Grímsá.Veiðisvæði Skuggi hefur verið lokað hinum almenna veiðimanni áratugum saman, og var svæðið nýtt af þröngum hópi leigutaka. Nú verður breyting á, og fara veiðileyfi nú á almennan markað. Liggur það beinast við, en Hreggnasi hefur verið leigutaki Grímsár í Borgarfirði um langt skeið. Svæðið er nokkuð víðfemt, og er það enginn eftirbátur annara þekktra veiðisvæða í Hvítá nema síður sé. Um svæðið gengur lax og sjóbirtingur, ekki aðeins á leið sinni í Grímsá, heldur einnig lax úr öðrum stofnum í ofar á vatnasvæðinu. Við Skugga eru tvö veiðihús og er veiðisvæðið mun lengra en önnur hefðbundin vatnamótasvæði Hvítár. Veitt á fjórar dagsstangir og verður einvörðungu leyft að veiða með fluguveiðitækjum. Nánari upplýsingar eru væntanlegar á heimasíðu Hreggnasa á allra næstu dögum. Borgarbyggð Stangveiði Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði
Veiðifélagið Hreggnasi ehf er nýr leigutaki stangaveiðiréttar fyrir landi Hvítárvalla í Borgarfiði næstu árin. Þetta nafntogaða svæði, “Veiðisvæðið Skuggi” afmarkast frá Hvítarbrú í Hvítá til og með ármótum Grímsár og Hvítár og frá þeim ármótum að Hvítárvallakverk í Grímsá.Veiðisvæði Skuggi hefur verið lokað hinum almenna veiðimanni áratugum saman, og var svæðið nýtt af þröngum hópi leigutaka. Nú verður breyting á, og fara veiðileyfi nú á almennan markað. Liggur það beinast við, en Hreggnasi hefur verið leigutaki Grímsár í Borgarfirði um langt skeið. Svæðið er nokkuð víðfemt, og er það enginn eftirbátur annara þekktra veiðisvæða í Hvítá nema síður sé. Um svæðið gengur lax og sjóbirtingur, ekki aðeins á leið sinni í Grímsá, heldur einnig lax úr öðrum stofnum í ofar á vatnasvæðinu. Við Skugga eru tvö veiðihús og er veiðisvæðið mun lengra en önnur hefðbundin vatnamótasvæði Hvítár. Veitt á fjórar dagsstangir og verður einvörðungu leyft að veiða með fluguveiðitækjum. Nánari upplýsingar eru væntanlegar á heimasíðu Hreggnasa á allra næstu dögum.
Borgarbyggð Stangveiði Mest lesið Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði