Byggir á persónulegum sögum í verkum sínum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. nóvember 2019 06:30 Vera Naskrecka við nokkur verka sinna á sýningunni. Fréttablaðið/Valli „Verkin á sýningunni eru ljósmyndir og hljóðupptökur af fólki hér í bænum. Pólsku fólki í samfélaginu hér sem ég þekkti ekkert en hef nú orðið svo heppin að kynnast. Hér býr nefnilega ótrúlega mikið af áhugaverðu og hlýju pólsku fólki sem er að gera áhugaverða hluti,“ segir listakonan Vena Naskrecka. Hún heldur listsýningu á Pólskri menningarhátíð sem fram fer á Nesvöllum í Reykjanesbæ á laugardag. Á hátíðinni er áhersla lögð á persónulegar sögur bæjarbúa af pólskum uppruna. Boðið verður upp á tónlistaratriði, pólskan götumatarmarkað og Polonez-dans, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hitti fólkið, það sagði mér sínar sögur og ég tók af því myndir. Allir tóku mér ótrúlega vel og það var frábært að heyra sögur þeirra,“ segir Vena. „Áður en þau sögðu mér sögurnar spjölluðum við saman þannig að þau kynntust mér og ég þeim, það varð til þess að samskiptin urðu opnari,“ bætir hún við. „Sýningargestir setja á sig heyrnartól og hlusta á viðmælendur mína segja sögur sínar og myndirnar sem ég tók af þeim verða til sýnis. Með því að gera þetta svona en ekki sem hefðbundið vídeóverk fæst meiri nánd á milli sýningargesta og söguhetjunnar,“ segir hún. „Sumar sögurnar eru á pólsku og aðrar á íslensku. Þær eru svo allar þýddar yfir á pólsku eða íslensku eftir því sem við á svo allir geti lesið þær. En sama hvort tungumálið sýningargestir skilja hvet ég alla til þess að setja á sig heyrnartólin og hlusta. Það er svo margt sem leynist í frásögnum okkar. Hljómfallið í röddinni og tilfinningin getur aukið upplifunina,“ útskýrir Vena. Hún segir sögurnar jafn margar og ólíkar og söguhetjurnar en að ýmislegt hafi þær þó átt sameiginlegt. „Við töluðum um alls konar hluti, til dæmis upplifun Pólverja af því að búa á Íslandi. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að læra íslensku og að Íslendingar hefðu tekið þeim vel,“ segir hún. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra við mikinn fögnuð bæjarbúa en um 16 prósent íbúa í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Vena telur mikilvægt að slíkir viðburðir séu haldnir í öllum samfélögum og séu kjörin leið til að þjappa saman og auka tengsl fólks af ólíkum uppruna. „Sama hvort við erum frá Póllandi eða Íslandi þá búum við öll nálægt hvert öðru, börnin okkar ganga í sömu skólana og við erum með svipaðar upplifanir, og ef við erum meðvituð um fólkið í kringum okkur og sögur þess líður okkur betur,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Menning Reykjanesbær Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Verkin á sýningunni eru ljósmyndir og hljóðupptökur af fólki hér í bænum. Pólsku fólki í samfélaginu hér sem ég þekkti ekkert en hef nú orðið svo heppin að kynnast. Hér býr nefnilega ótrúlega mikið af áhugaverðu og hlýju pólsku fólki sem er að gera áhugaverða hluti,“ segir listakonan Vena Naskrecka. Hún heldur listsýningu á Pólskri menningarhátíð sem fram fer á Nesvöllum í Reykjanesbæ á laugardag. Á hátíðinni er áhersla lögð á persónulegar sögur bæjarbúa af pólskum uppruna. Boðið verður upp á tónlistaratriði, pólskan götumatarmarkað og Polonez-dans, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hitti fólkið, það sagði mér sínar sögur og ég tók af því myndir. Allir tóku mér ótrúlega vel og það var frábært að heyra sögur þeirra,“ segir Vena. „Áður en þau sögðu mér sögurnar spjölluðum við saman þannig að þau kynntust mér og ég þeim, það varð til þess að samskiptin urðu opnari,“ bætir hún við. „Sýningargestir setja á sig heyrnartól og hlusta á viðmælendur mína segja sögur sínar og myndirnar sem ég tók af þeim verða til sýnis. Með því að gera þetta svona en ekki sem hefðbundið vídeóverk fæst meiri nánd á milli sýningargesta og söguhetjunnar,“ segir hún. „Sumar sögurnar eru á pólsku og aðrar á íslensku. Þær eru svo allar þýddar yfir á pólsku eða íslensku eftir því sem við á svo allir geti lesið þær. En sama hvort tungumálið sýningargestir skilja hvet ég alla til þess að setja á sig heyrnartólin og hlusta. Það er svo margt sem leynist í frásögnum okkar. Hljómfallið í röddinni og tilfinningin getur aukið upplifunina,“ útskýrir Vena. Hún segir sögurnar jafn margar og ólíkar og söguhetjurnar en að ýmislegt hafi þær þó átt sameiginlegt. „Við töluðum um alls konar hluti, til dæmis upplifun Pólverja af því að búa á Íslandi. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að læra íslensku og að Íslendingar hefðu tekið þeim vel,“ segir hún. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra við mikinn fögnuð bæjarbúa en um 16 prósent íbúa í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Vena telur mikilvægt að slíkir viðburðir séu haldnir í öllum samfélögum og séu kjörin leið til að þjappa saman og auka tengsl fólks af ólíkum uppruna. „Sama hvort við erum frá Póllandi eða Íslandi þá búum við öll nálægt hvert öðru, börnin okkar ganga í sömu skólana og við erum með svipaðar upplifanir, og ef við erum meðvituð um fólkið í kringum okkur og sögur þess líður okkur betur,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Menning Reykjanesbær Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira