Innlent

Auður þarf ekki skráningu

Ari Brynjólfsson skrifar
Sjálfstæðiskonu gefa út blað sem nefnist Auður.
Sjálfstæðiskonu gefa út blað sem nefnist Auður. Vísir/Hanna
Auður, blað sjálfstæðiskvenna, þarf ekki að vera skráð hjá fjölmiðlanefnd þar sem það er ekki gefið út með reglubundnum hætti til almennings. Samkvæmt lögum um fjölmiðla þurfa allir fjölmiðlar að skrá sig, ef það er ekki gert á viðkomandi yfir höfði sér fjársektir og allt að hálfs árs fangelsi.

Samkvæmt lögum er fjölmiðill hvers konar miðill sem með reglubundnum hætti miðlar til almennings efni er lýtur ritstjórn. Fram kemur í svari fjölmiðlanefndar að nefndin hafi þó ekki skilgreint hversu reglubundin útgáfa þarf að vera til að þurfa að vera skráð.

Skylda til að tilkynna starfsemi fjölmiðla hvílir á fjölmiðlinum sjálfum, en fjölmiðlanefnd hefur sent óskráðum fjölmiðlum erindi. Engar sektir hafa verið lagðar á fjölmiðla sem ekki hafa tilkynnt fjölmiðlanefnd um starfsemi sína.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×