Marka­laust hjá Arnóri og Jón Guðni á bekknum | Magnaður sigur Celtic á Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason. vísir/getty
Fyrri hlutanum af leikjum dagsins í Evrópudeildinni er lokið en tveir Íslendingar voru í eldlínunni í leikjunum sem var að ljúka rétt í þessu.

Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn fyrir Malmö sem náði ekki að vinna Lugano á útivelli í B-riðlinum.

Á sama tíma gerðu FCK og Dynamo Kiev 1-1 jafntefli í Kaupmannahöfn. FCK og Kiev eru því með sex stig, Malmö fimm en Lugano tvö.







Sevilla er komið áfram í 32-liða úrslitin eftir að hafa rúllað yfir Dudelange á útivelli, 5-2, en spænska liðið komst í 5-0 áur en þeir slökuðu aðeins á.

Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á varamannabekknum er Krasnodar vann 3-1 sigur á Trabzonspor á heimavelli. Krasnodar er með sex stig líkt og Getafe í riðlinum en Basel er á toppnum með tíu.

Celtic gerði góða ferð til Ítalíu og náði í stigin þrjú gegn Lazio. Skotarnir höfðu betur 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma.

Celtic er með tíustig í riðlinum, Lazio fjögur en Cluj er í öðru sætinu með níu. Skotarnir því komnir áfram.







Úrslit dagsins:

A-riðill:

Apoel - Qarabag 1-1

Dudelange - Sevilla 2-5

B-riðill:

FCK - Dynamo Kiev 1-1

Lugano - Malmö 0-0

C-riðill:

Basel - Getafe 2-1

Krasnodar - Trabzonspor 3-1

D-riðill:

LASK - PSV 4-1

Rosenborg - Sporting 0-2

E-riðill:

CFR Cluj - Rennes 1-1

Lazio - Celtic 1-2

F-riðill:

Standard Liege - Eintracht Frankfurt 2-1

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira