Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 17:00 Yana og Kirill voru mjög spennt fyrir Airwaves. Vísir/Hallgerður Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. Þetta er fyrsta skiptið sem þau koma til Íslands en parið er frá Rússlandi. Þau segja það hafa verið langþráðan draum að heimsækja Ísland og hafi nóvember verið besti mánuðurinn til þess að láta drauminn rætast. „Okkur langaði að heimsækja Ísland og við tókum eftir því að það væri gott að gera í nóvember vegna þess að það eru engir ferðamenn og Iceland Airwaves er í gangi,“ segir Yana. „Við þekkjum bara rússneska tónlistarmanninn Ivan Dorn þannig að við ætlum bara að fylgja flæðinu, fara í gegn um dagskránna og elta þekktustu tónlistarmennina,“ segir Kirill. Þau ætli að undirbúa sig betur fyrir næstu kvöld en ekki hafi gefist tími til þess þar sem þau höfðu keyrt suður að Gullfossi fyrr um daginn. „Það er svo margt fallegt að sjá. Margir fossar og náttúran er mjög falleg. Það er líka skemmtilegt að á Gullfossi var kominn vetur en hér í Reykjavík er enn þá haust,“ segir Yana og vekur undrun blaðamanns þar sem hún er klædd í hnausþykkan kuldagalla. „Allt nema verðið er fullkomið,“ skýtur Kirill inn í og Yana kinkar kolli til að staðfesta þetta. „Við verðum á Íslandi í tíu daga og eigum rúmlega helminginn eftir. Við erum búin að fara á norðurlandið og til Keflavíkur. Við fórum í Bláa Lónið þar. Eftir hátíðina ætlum við svo að fara á Suðurlandið,“ segir Yana. Hátíðin sjálf vekur þó ekki minni kátínu hjá parinu en þau segja hana einstaklega áhugaverða. Þau hafi aldrei farið á tónlistarhátíð sem fylgir svipuðu sniði, þar sem notast er við marga tónleikastaði í einu. „Þetta er ótrúlega áhugaverð hugmynd, við höfum aldrei farið á svipaða tónlistarhátíð áður þar sem eru mörg svið og þú getur ferðast á milli þeirra allt kvöldið,“ segir Yana. „Yfirleitt er bara eitt svið, í mesta lagi tvö, þar sem spilað er fyrir framan þúsundir manna. Þannig að þetta er mjög áhugavert,“ bætir hún við. Airwaves Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. Þetta er fyrsta skiptið sem þau koma til Íslands en parið er frá Rússlandi. Þau segja það hafa verið langþráðan draum að heimsækja Ísland og hafi nóvember verið besti mánuðurinn til þess að láta drauminn rætast. „Okkur langaði að heimsækja Ísland og við tókum eftir því að það væri gott að gera í nóvember vegna þess að það eru engir ferðamenn og Iceland Airwaves er í gangi,“ segir Yana. „Við þekkjum bara rússneska tónlistarmanninn Ivan Dorn þannig að við ætlum bara að fylgja flæðinu, fara í gegn um dagskránna og elta þekktustu tónlistarmennina,“ segir Kirill. Þau ætli að undirbúa sig betur fyrir næstu kvöld en ekki hafi gefist tími til þess þar sem þau höfðu keyrt suður að Gullfossi fyrr um daginn. „Það er svo margt fallegt að sjá. Margir fossar og náttúran er mjög falleg. Það er líka skemmtilegt að á Gullfossi var kominn vetur en hér í Reykjavík er enn þá haust,“ segir Yana og vekur undrun blaðamanns þar sem hún er klædd í hnausþykkan kuldagalla. „Allt nema verðið er fullkomið,“ skýtur Kirill inn í og Yana kinkar kolli til að staðfesta þetta. „Við verðum á Íslandi í tíu daga og eigum rúmlega helminginn eftir. Við erum búin að fara á norðurlandið og til Keflavíkur. Við fórum í Bláa Lónið þar. Eftir hátíðina ætlum við svo að fara á Suðurlandið,“ segir Yana. Hátíðin sjálf vekur þó ekki minni kátínu hjá parinu en þau segja hana einstaklega áhugaverða. Þau hafi aldrei farið á tónlistarhátíð sem fylgir svipuðu sniði, þar sem notast er við marga tónleikastaði í einu. „Þetta er ótrúlega áhugaverð hugmynd, við höfum aldrei farið á svipaða tónlistarhátíð áður þar sem eru mörg svið og þú getur ferðast á milli þeirra allt kvöldið,“ segir Yana. „Yfirleitt er bara eitt svið, í mesta lagi tvö, þar sem spilað er fyrir framan þúsundir manna. Þannig að þetta er mjög áhugavert,“ bætir hún við.
Airwaves Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira