Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 21:00 Þetta er fyrsta skiptið sem Hilkka kemur til Íslands en hún og maðurinn hennar ákváðu að skella sér á Airwaves. vísir/Hallgerður Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. Hilkka og maðurinn hennar eru á Íslandi í fyrsta skiptið og þau ákváðu að koma hingað sérstaklega til að fara á Iceland Airwaves. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves og fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands. Ég er meðlimur í Saga Club og þau sögðu okkur frá Iceland Airwaves. Ég og maðurinn minn hugsuðum með okkur: „Ó, þetta er einmitt staðurinn sem okkur langar að fara til vegna þess að við höfum aldrei komið þangað áður.“ Þau hjónin eru frá Finnlandi og segir Hilkka mikinn mun á Íslandi og Finnlandi. „Hjá okkur eru skógar og vötn, þúsundir vatna, og stórir skógar, hér er allt auðn. Landslagið er allt öðruvísi. Fjöllin eru bara í norður Finnlandi, ekki í suðrinu.“ SIGGY tónleikarnir voru þeir fyrstu sem þau hjón fóru á á hátíðinni og líkaði þeim vel. „Mér finnst Airwaves mjög skemmtilegt!“ Hilkka segist ekki þekkja neina tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni en það sé einmitt svo spennandi. „Við ætlum bara að rölta á milli, ég þekki enga listamenn sem eru að spila hérna og veit ekkert um íslenska tónlist. Við hjónin erum bæði komin á eftirlaun þannig að við ákváðum að skella okkur bara hingað.“Maðurinn hennar Hilkku stendur innar í salnum og fylgist vel með sviðinu. „Hann stendur þarna í bláu úlpunni,“ segir Hilkka og bendir blaðamanni á hann. „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni,“ bætir Hilkka við og hlær. „En það skiptir ekki máli, við erum bara hér til að skemmta okkur.“ Airwaves Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. Hilkka og maðurinn hennar eru á Íslandi í fyrsta skiptið og þau ákváðu að koma hingað sérstaklega til að fara á Iceland Airwaves. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves og fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands. Ég er meðlimur í Saga Club og þau sögðu okkur frá Iceland Airwaves. Ég og maðurinn minn hugsuðum með okkur: „Ó, þetta er einmitt staðurinn sem okkur langar að fara til vegna þess að við höfum aldrei komið þangað áður.“ Þau hjónin eru frá Finnlandi og segir Hilkka mikinn mun á Íslandi og Finnlandi. „Hjá okkur eru skógar og vötn, þúsundir vatna, og stórir skógar, hér er allt auðn. Landslagið er allt öðruvísi. Fjöllin eru bara í norður Finnlandi, ekki í suðrinu.“ SIGGY tónleikarnir voru þeir fyrstu sem þau hjón fóru á á hátíðinni og líkaði þeim vel. „Mér finnst Airwaves mjög skemmtilegt!“ Hilkka segist ekki þekkja neina tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni en það sé einmitt svo spennandi. „Við ætlum bara að rölta á milli, ég þekki enga listamenn sem eru að spila hérna og veit ekkert um íslenska tónlist. Við hjónin erum bæði komin á eftirlaun þannig að við ákváðum að skella okkur bara hingað.“Maðurinn hennar Hilkku stendur innar í salnum og fylgist vel með sviðinu. „Hann stendur þarna í bláu úlpunni,“ segir Hilkka og bendir blaðamanni á hann. „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni,“ bætir Hilkka við og hlær. „En það skiptir ekki máli, við erum bara hér til að skemmta okkur.“
Airwaves Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“