Diaz er nýbúinn að berjast við Jorge Masvidal um BMF-beltið (Baddest Motherfucker) hjá UFC. Þar tapaði hann fyrir Masvidal en læknir stöðvaði bardagann eftir þrjár lotur þar sem Diaz var kominn með mjög ljóta skurði á andlitið.
Fuck a rematch this shit was over before it started
Goin on out on tour
Peace out fight game https://t.co/H6N3hH1O4k
— Nathan Diaz (@NateDiaz209) November 7, 2019
Masvidal sagði strax að það væri ekki spurning að þeir myndu berjast aftur enda hundleiðinlegt að enda bardagann svona. Masvidal hafði talsverða yfirburði í lotunum þremur og var á leið með að vinna bardagann.
Diaz er skaphundur og ólíkindatól og ekki taka allir þessum orðum hans mjög alvarlega. Framtíðin ein mun svo leiða í ljós hvort hann komi aftur en hann mun örugglega fá vel greitt ef hann vill berjast aftur við Masvidal.