Menning

Auður Ava vinnur til virtra bókmenntaverðlauna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Auður Ava Ólafsdóttir, höfundur verksins Ör.
Auður Ava Ólafsdóttir, höfundur verksins Ör. Fréttablaðið/Stefán
Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur hefur unnið til hinn virtu frönsku bókmenntaverðlauna Prix Médicis fyrir bók sína Ungfrú Ísland. Þetta var tilkynnt í dag en Auður Ava er fyrsti íslenski rithöfundurinn til að vinna til verðlaunanna.

Verðlaunin hafa verið veitt frönskum rithöfundum árlega frá árinu 1958 en árið 1970 bættist við flokkur fyrir bækur sem þýddar hafa verið yfir á frönsku úr öðrum tungumálum. Auður Eva hlýtur verðlaunin í þeim flokki. Markmið verðlaunanna er að heiðra hæfileikaríka rithöfunda sem ekki hafa náð heimsfrægð.

Sögusviðið í bókinni Ungfrú Ísland er Reykjavík árið 1963. Ung skáldkona flytur vestan úr Dölum með nokkur handrit í fórum sínum, á tímum þegar karlmenn fæddust skáld en ungum konum var boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppni Fegrunarfélags Reykjavíkur.

Auður Ava hefur rakað inn verðlaunum fyrir bækur sínar undanfarin ár. Í fyrra fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Ör.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×