Körfubolti

Domin­os Körfu­bolta­kvöld: Á að fækka liðum í Domin­os-deild karla?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þór hefur ekki unnið leik það sem af er leiktíðar í Dominos-deild karla og situr fast við botninn. Næstu leikir liðsins er svo gegn mörgum af sterkari liðum deildarinnar.

Síðustu tíu ár hefur botnliðið í Dominos-deild karla unnið að meðaltali 2,5 sigra á ári. Þeir hafa svo tapað 195 leikjum og Kjartan Atli Kjartansson velti fyrir sér hvort að ætti að fækka liðum í deildinni.

„Ætlaru þá að hafa fjögurra liða úrslitakeppni? Íslandsmeistararnir í fyrra hefðu þá ekki komist í úrslitakeppnina sem og Íslandsmeistararnir 2010. Við gætum haft átta liða úrslit með tíu lið en ættu þá hin bæði liðin að falla?“ sagði Sævar Sævarsson, einn spekingur þáttarins.

„Ég held að við berum alveg þessi tólf lið. Ég held að þetta hlutfall eigi eftir að hækka. Það eru helling af liðum í fyrstu deild sem eru að reyna komast upp í úrvalsdeildina og reyna vera hluti af þessum tólf liðum,“ bætti annar spekingur, Kristinn Friðriksson við.

Benedikt Guðmundsson var ekki sammála Sævari og Kristni en hann sagði að deildin myndi ekki bera tólf lið með gæði. Hann bendir á aðrar deildir sem eru með færri lið en eru á Íslandi.

Þessa fróðlegu umræðu má sjá í sjónvarpsglugganum neðar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×