Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 21:00 Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg í Gamla Bíói í gær. vísir/hallgerður Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. „Ég fíla það að geta farið með henni á tónleika og verið fram á kvöld. Mér finnst það mjög kúl!“ segir Haraldur. Hann hefur sjálfur farið á hátíðina fimm sinnum áður. „Síðustu skipti hef ég verið „all in“ þessa daga, farið mikið á Off Venue og tekið frí í vinnunni til að fara á Off Venue og svo farið í gegn um prógrammið á kvöldin. Ég er ekki að gera það núna.“ Halldóra segist hafa ákveðið að fara á hátíðina sérstaklega vegna þriggja hljómsveita sem hún einfaldlega gat ekki misst af. „Ég er hérna núna af því það eru alveg þrjú númer sem ég þurfti að fara á. Mér finnst þetta sjúklega gott lineup og ég er sjúklega ánægð með þetta. Gærdagurinn var mjög skemmtilegur og þetta kvöld verður líka mjög gott.“ Það hafi verið Mac DeMarco, sem spilaði á Listasafni Reykjavíkur á fimmtudagskvöld, Girl in Red, sem spilaði í Gamla Bíói í gær. og Whitney sem munu spila í kvöld. „Þetta verður löng nótt, við ætlum að fara á eftir og sjá síðasta númerið á Gauknum, sem eru Snapped Ankles. Lýsingin var eitthvað svo ótrúlega heillandi, þetta er listahópur sem er að gera tónlist sem er ógeðslega weird og sviðsframkoma þeirra á að vera mjög eftirminnileg og bara öðruvísi,“ segir Haraldur.„Nýrri bönd njóta sín meira á Airwaves“ Þau feðgin stefna á að flakka á milli síðasta kvöld hátíðarinnar en þau hyggjast ekki ætla í Valshöllina, þar sem verða stórir tónleikar á laugardagskvöld og munu m.a. Daði Freyr og Of Monsters and Men spila þar. „Á morgun ætlum við bara að flakka, við ætlum ekki að vera í Valshöllinni. Ég er ekki alveg fyrir það, það er aðeins meira ball og aðeins út úr bænum. Ef þú ert þar þá ertu þar bara alveg, eða mér finnst það allavega vera þannig. Við ætlum bara að flakka á milli á morgun.“ „Já, það eru nefnilega nokkur númer sem við viljum alveg sjá sem eru ekki í Valshöllinni sem eru alveg spennandi,“ bætir Halldóra við. Haraldur segir nýja tónlistarmenn njóta sín vel á hátíðinni, maður verði líka að flakka á milli og leita að því sem maður fílar, frekar en að elta stóru tónlistarmennina. The Magnetics featuring Jack Magnet hljómuðu í bakgrunni á meðan þau spjölluðu við blaðamann í forsalnum. „Ég þekki Jakob Frímann í allt öðru konsepti heldur en þessu og það sem hann gerir venjulega, það sem ég hef heyrt, er alveg næs, er alveg kúl,“ segir Haraldur og bendir á Jakob Frímann, sem stendur uppi á sviði og framkallar rafmagnaða tóna. „Jakob Frímann... þetta er ekki hátíðin hans Jakobs. Eða mér finnst það ekki sko. Nýrri bönd njóta sín meira hérna. Ég meina, þú ert ekki að spila Búkalú á Airwaves, það er sko 35 ára gamalt lag,“ segir Haraldur hlæjandi. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Upplifun hátíðarinnar felst í því að ramba á nýja tónlist "Við fórum og töluðum við Mac DeMarco í tvær mínútur og hann byrjaði að syngja fyrir okkur þannig að hann var bara yndislegur. Hann var með veiðimannshatt og manni leið eins og maður væri að horfa á gaur sem hefði bara verið tekinn úr bátnum sínum í Alabama og settur upp á svið. Þetta verða örugglega frábærir tónleikar!“ sagði Oddrún Magnúsdóttir þegar hún sat í makindum sínum ásamt systur sinni, Öldu Júlíu í Listasafni Reykjavíkur í gær, að bíða eftir klippingu hjá Hairwaves. 8. nóvember 2019 21:00 Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. „Ég fíla það að geta farið með henni á tónleika og verið fram á kvöld. Mér finnst það mjög kúl!“ segir Haraldur. Hann hefur sjálfur farið á hátíðina fimm sinnum áður. „Síðustu skipti hef ég verið „all in“ þessa daga, farið mikið á Off Venue og tekið frí í vinnunni til að fara á Off Venue og svo farið í gegn um prógrammið á kvöldin. Ég er ekki að gera það núna.“ Halldóra segist hafa ákveðið að fara á hátíðina sérstaklega vegna þriggja hljómsveita sem hún einfaldlega gat ekki misst af. „Ég er hérna núna af því það eru alveg þrjú númer sem ég þurfti að fara á. Mér finnst þetta sjúklega gott lineup og ég er sjúklega ánægð með þetta. Gærdagurinn var mjög skemmtilegur og þetta kvöld verður líka mjög gott.“ Það hafi verið Mac DeMarco, sem spilaði á Listasafni Reykjavíkur á fimmtudagskvöld, Girl in Red, sem spilaði í Gamla Bíói í gær. og Whitney sem munu spila í kvöld. „Þetta verður löng nótt, við ætlum að fara á eftir og sjá síðasta númerið á Gauknum, sem eru Snapped Ankles. Lýsingin var eitthvað svo ótrúlega heillandi, þetta er listahópur sem er að gera tónlist sem er ógeðslega weird og sviðsframkoma þeirra á að vera mjög eftirminnileg og bara öðruvísi,“ segir Haraldur.„Nýrri bönd njóta sín meira á Airwaves“ Þau feðgin stefna á að flakka á milli síðasta kvöld hátíðarinnar en þau hyggjast ekki ætla í Valshöllina, þar sem verða stórir tónleikar á laugardagskvöld og munu m.a. Daði Freyr og Of Monsters and Men spila þar. „Á morgun ætlum við bara að flakka, við ætlum ekki að vera í Valshöllinni. Ég er ekki alveg fyrir það, það er aðeins meira ball og aðeins út úr bænum. Ef þú ert þar þá ertu þar bara alveg, eða mér finnst það allavega vera þannig. Við ætlum bara að flakka á milli á morgun.“ „Já, það eru nefnilega nokkur númer sem við viljum alveg sjá sem eru ekki í Valshöllinni sem eru alveg spennandi,“ bætir Halldóra við. Haraldur segir nýja tónlistarmenn njóta sín vel á hátíðinni, maður verði líka að flakka á milli og leita að því sem maður fílar, frekar en að elta stóru tónlistarmennina. The Magnetics featuring Jack Magnet hljómuðu í bakgrunni á meðan þau spjölluðu við blaðamann í forsalnum. „Ég þekki Jakob Frímann í allt öðru konsepti heldur en þessu og það sem hann gerir venjulega, það sem ég hef heyrt, er alveg næs, er alveg kúl,“ segir Haraldur og bendir á Jakob Frímann, sem stendur uppi á sviði og framkallar rafmagnaða tóna. „Jakob Frímann... þetta er ekki hátíðin hans Jakobs. Eða mér finnst það ekki sko. Nýrri bönd njóta sín meira hérna. Ég meina, þú ert ekki að spila Búkalú á Airwaves, það er sko 35 ára gamalt lag,“ segir Haraldur hlæjandi.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Upplifun hátíðarinnar felst í því að ramba á nýja tónlist "Við fórum og töluðum við Mac DeMarco í tvær mínútur og hann byrjaði að syngja fyrir okkur þannig að hann var bara yndislegur. Hann var með veiðimannshatt og manni leið eins og maður væri að horfa á gaur sem hefði bara verið tekinn úr bátnum sínum í Alabama og settur upp á svið. Þetta verða örugglega frábærir tónleikar!“ sagði Oddrún Magnúsdóttir þegar hún sat í makindum sínum ásamt systur sinni, Öldu Júlíu í Listasafni Reykjavíkur í gær, að bíða eftir klippingu hjá Hairwaves. 8. nóvember 2019 21:00 Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Upplifun hátíðarinnar felst í því að ramba á nýja tónlist "Við fórum og töluðum við Mac DeMarco í tvær mínútur og hann byrjaði að syngja fyrir okkur þannig að hann var bara yndislegur. Hann var með veiðimannshatt og manni leið eins og maður væri að horfa á gaur sem hefði bara verið tekinn úr bátnum sínum í Alabama og settur upp á svið. Þetta verða örugglega frábærir tónleikar!“ sagði Oddrún Magnúsdóttir þegar hún sat í makindum sínum ásamt systur sinni, Öldu Júlíu í Listasafni Reykjavíkur í gær, að bíða eftir klippingu hjá Hairwaves. 8. nóvember 2019 21:00
Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00