Lítil stúlka í stað Krists Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. október 2019 08:00 Verk David Lang njóta vinsælda víða um heim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bandaríska tónskáldið David Lang er komið hingað til lands í tilefni þess að tvö verk eftir Lang verða flutt af söngvurum og hljóðfæraleikurum á tónleikum í Fríkirkjunni á föstudag, 1. nóvember, klukkan 20.00. Verkin eru Little Match Girl Passion og Death Speaks. Að tónleikum loknum mun Helgi Rafn Ingvarsson ræða við tónskáldið. Lang er margverðlaunað tónskáld og hlaut Pulitzer-verðlaunin í tónlist árið 2008 fyrir Little Match Girl Passion og geisladiskur með upptöku á verkinu hlaut Grammy-verðlaun. Efniviðinn sótti Lang í söguna um Litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir H.C. Andersen og Matteusarpassíu Johanns Sebastians Bach.Þjáningar barns „Bandaríkjamenn þekkja vel þessa sögu H.C. Andersen, sjálfur kynntist ég henni á barnsaldri,“ segir Lang. Forsaga verksins er sú að Carnegie Hall pantaði verk eftir Lang fyrir hinn fræga söngvara Paul Hillier. „Hillier hefur hljóðritað trúarlega klassíska tónlist um þjáningar Krists. Ég er ekki kristinn en mikill unnandi klassískrar tónlistar og Bach er uppáhalds tónskáldið mitt. Ég ákvað því að vinna með Matteusarpassíu hans. Þar er kjarninn sá að við eigum að skynja þjáningar Krists og breyta lífi okkar og verða betri manneskjur. Þetta er falleg hugmynd og ég hugsaði með mér að kannski væri hægt að ná fram sömu tilfinningu ef maður tæki Krist út og fjallaði um þjáningar einhverrar annarrar manneskju. Ég leitaði uppi sögur af þjáningum og dauðastríði fólks en ekkert gekk upp. Á síðustu stundu sagði konan mín: Hvað með litlu stúlkuna með eldspýturnar? Hún deyr hræðilegum dauðdaga. Ég prófaði það og það gekk upp. Þetta er mín tónlist en textinn er endurskrift mín á Bach-textanum og þýðing á sögu H. C. Andersen.“Pulitzer breytti ýmsu Seinna verkið sem flutt verður eftir Lang á tónleikunum er Death Speaks en þar talar dauðinn. „Mér hefur alltaf þótt áhugavert hversu oft dauðinn er persóna í söngvum Franz Schubert og talar til manns. Í Dauðinn og stúlkan eftir Schubert syngur stúlkan um það hversu hrædd hún er við að deyja og Dauðinn segir: Vertu róleg, komdu með mér. Ég fór í gegnum öll lög Schuberts þar sem dauðinn kemur við sögu, safnaði þeim saman, þýddi og stytti eins og í Little Match Girl Passion.“ Aðspurður segir Lang að Pulitzer-verðlaunin hafi breytt mörgu í lífi hans. „Eins og allt tónlistarfólk vil ég vera tekinn alvarlega og njóta virðingar fyrir listsköpun. Þegar ég vann Pulitzer-verðlaunin varð ég allt í einu miðpunktur menningarlífsins og það hjálpaði mér mikið. Þetta var stórkostlegt.“ Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2015 fyrir tónlist sína við kvikmyndina Youth þar sem Michael Caine, Harvey Keitel og Jane Fonda voru í aðalhlutverkum. Hann var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. „Þetta var brjálæði, algjör sirkus en frábært,“ segir hann. „Þegar maður er tilnefndur fara kvikmyndaverin í auglýsingaherferð til að hjálpa manni að vinna. Heil hótelhæð var pöntuð, í einu herbergi var Jane Fonda, í öðru Mchael Caine, leikstjórinn í enn öðru og svo ég í einu. Maður sat þarna og á hálftíma fresti kom fjölmiðlamaður inn og maður svaraði spurningum. Þetta stóð yfir í heila viku og var kostulegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Bandaríska tónskáldið David Lang er komið hingað til lands í tilefni þess að tvö verk eftir Lang verða flutt af söngvurum og hljóðfæraleikurum á tónleikum í Fríkirkjunni á föstudag, 1. nóvember, klukkan 20.00. Verkin eru Little Match Girl Passion og Death Speaks. Að tónleikum loknum mun Helgi Rafn Ingvarsson ræða við tónskáldið. Lang er margverðlaunað tónskáld og hlaut Pulitzer-verðlaunin í tónlist árið 2008 fyrir Little Match Girl Passion og geisladiskur með upptöku á verkinu hlaut Grammy-verðlaun. Efniviðinn sótti Lang í söguna um Litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir H.C. Andersen og Matteusarpassíu Johanns Sebastians Bach.Þjáningar barns „Bandaríkjamenn þekkja vel þessa sögu H.C. Andersen, sjálfur kynntist ég henni á barnsaldri,“ segir Lang. Forsaga verksins er sú að Carnegie Hall pantaði verk eftir Lang fyrir hinn fræga söngvara Paul Hillier. „Hillier hefur hljóðritað trúarlega klassíska tónlist um þjáningar Krists. Ég er ekki kristinn en mikill unnandi klassískrar tónlistar og Bach er uppáhalds tónskáldið mitt. Ég ákvað því að vinna með Matteusarpassíu hans. Þar er kjarninn sá að við eigum að skynja þjáningar Krists og breyta lífi okkar og verða betri manneskjur. Þetta er falleg hugmynd og ég hugsaði með mér að kannski væri hægt að ná fram sömu tilfinningu ef maður tæki Krist út og fjallaði um þjáningar einhverrar annarrar manneskju. Ég leitaði uppi sögur af þjáningum og dauðastríði fólks en ekkert gekk upp. Á síðustu stundu sagði konan mín: Hvað með litlu stúlkuna með eldspýturnar? Hún deyr hræðilegum dauðdaga. Ég prófaði það og það gekk upp. Þetta er mín tónlist en textinn er endurskrift mín á Bach-textanum og þýðing á sögu H. C. Andersen.“Pulitzer breytti ýmsu Seinna verkið sem flutt verður eftir Lang á tónleikunum er Death Speaks en þar talar dauðinn. „Mér hefur alltaf þótt áhugavert hversu oft dauðinn er persóna í söngvum Franz Schubert og talar til manns. Í Dauðinn og stúlkan eftir Schubert syngur stúlkan um það hversu hrædd hún er við að deyja og Dauðinn segir: Vertu róleg, komdu með mér. Ég fór í gegnum öll lög Schuberts þar sem dauðinn kemur við sögu, safnaði þeim saman, þýddi og stytti eins og í Little Match Girl Passion.“ Aðspurður segir Lang að Pulitzer-verðlaunin hafi breytt mörgu í lífi hans. „Eins og allt tónlistarfólk vil ég vera tekinn alvarlega og njóta virðingar fyrir listsköpun. Þegar ég vann Pulitzer-verðlaunin varð ég allt í einu miðpunktur menningarlífsins og það hjálpaði mér mikið. Þetta var stórkostlegt.“ Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2015 fyrir tónlist sína við kvikmyndina Youth þar sem Michael Caine, Harvey Keitel og Jane Fonda voru í aðalhlutverkum. Hann var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. „Þetta var brjálæði, algjör sirkus en frábært,“ segir hann. „Þegar maður er tilnefndur fara kvikmyndaverin í auglýsingaherferð til að hjálpa manni að vinna. Heil hótelhæð var pöntuð, í einu herbergi var Jane Fonda, í öðru Mchael Caine, leikstjórinn í enn öðru og svo ég í einu. Maður sat þarna og á hálftíma fresti kom fjölmiðlamaður inn og maður svaraði spurningum. Þetta stóð yfir í heila viku og var kostulegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira