Við megum aldrei hætta að hlusta, segir UNICEF Heimsljós kynnir 31. október 2019 11:15 UNICEF Fjölmargir Íslendingar hafa fengið inn um bréfalúguna, eða fundið á fjölförnum stöðum, dularfullt umslag með áskoruninni um að hringja í símanúmerið 562-6262. Uppátækið er liður í því að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi hefur blásið nýju lífi í neyðarsöfnun sína fyrir börn í Sýrlandi með óhefðbundnum hætti. Að sögn samtakanna hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Íslendingar sýna að börnin í Sýrlandi eru ekki gleymd,“ segir í frétt á vef UNICEF. Með þessari herferð er UNICEF á Íslandi að senda Íslendingum áskorun um að hlusta á börn í Sýrlandi með því að hringja í fyrrnefnt símanúmer. „Á hinum enda línunnar heyrir þú sögu af raunverulegum atburðum og aðstæðum barna í Sýrlandi en sagan hefur vakið mikla athygli og fjölmarga til umhugsunar. Þorir þú að hlusta? „Við völdum að fara þessa óhefðbundnu leið því undanfarin ár hafa allir miðlar verið uppfullir af fréttum af „ástandinu í Sýrlandi“ og við skiljum að fólk getur upplifað eins konar neyðardoða þegar neyðin hefur staðið svona lengi yfir,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Við vildum með þessu virkja fólk til að sýna hluttekningu með börnum í Sýrlandi með því að stíga eitt aukaskref og sækja sér söguna sjálft. Með því að hringja í símanúmerið og hlusta á söguna erum við að sýna börnum í Sýrlandi að við erum ekki hætt að hlusta og að sögur þeirra og upplifun skiptir okkur máli,“ segir Bergsteinn. UNICEF hefur staðið vaktina í Sýrlandi frá því átök hófust þar árið 2011. Eftir að Tyrklandsher réðst inn á landsvæði Kúrda fyrr í mánuðinum hefur á nýjanleik skapast alvarleg neyð. Um 80 þúsund börn lentu á vergangi vegna þessa þegar þau flúðu heimili sín. „Sá fjöldi er eins og öll börn á Íslandi, 17 ára og yngri. Neyð þessara barna er mikil þó árásum hafi linnt. Skortur á hreinu vatni, nauðsynjum, mat og lyfjum setur tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra í hættu. Hvert látið og slasað barn er einu of mikið,“ segir UNICEF og hvetur Íslendinga til að hlusta. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Fjölmargir Íslendingar hafa fengið inn um bréfalúguna, eða fundið á fjölförnum stöðum, dularfullt umslag með áskoruninni um að hringja í símanúmerið 562-6262. Uppátækið er liður í því að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi hefur blásið nýju lífi í neyðarsöfnun sína fyrir börn í Sýrlandi með óhefðbundnum hætti. Að sögn samtakanna hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Íslendingar sýna að börnin í Sýrlandi eru ekki gleymd,“ segir í frétt á vef UNICEF. Með þessari herferð er UNICEF á Íslandi að senda Íslendingum áskorun um að hlusta á börn í Sýrlandi með því að hringja í fyrrnefnt símanúmer. „Á hinum enda línunnar heyrir þú sögu af raunverulegum atburðum og aðstæðum barna í Sýrlandi en sagan hefur vakið mikla athygli og fjölmarga til umhugsunar. Þorir þú að hlusta? „Við völdum að fara þessa óhefðbundnu leið því undanfarin ár hafa allir miðlar verið uppfullir af fréttum af „ástandinu í Sýrlandi“ og við skiljum að fólk getur upplifað eins konar neyðardoða þegar neyðin hefur staðið svona lengi yfir,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Við vildum með þessu virkja fólk til að sýna hluttekningu með börnum í Sýrlandi með því að stíga eitt aukaskref og sækja sér söguna sjálft. Með því að hringja í símanúmerið og hlusta á söguna erum við að sýna börnum í Sýrlandi að við erum ekki hætt að hlusta og að sögur þeirra og upplifun skiptir okkur máli,“ segir Bergsteinn. UNICEF hefur staðið vaktina í Sýrlandi frá því átök hófust þar árið 2011. Eftir að Tyrklandsher réðst inn á landsvæði Kúrda fyrr í mánuðinum hefur á nýjanleik skapast alvarleg neyð. Um 80 þúsund börn lentu á vergangi vegna þessa þegar þau flúðu heimili sín. „Sá fjöldi er eins og öll börn á Íslandi, 17 ára og yngri. Neyð þessara barna er mikil þó árásum hafi linnt. Skortur á hreinu vatni, nauðsynjum, mat og lyfjum setur tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra í hættu. Hvert látið og slasað barn er einu of mikið,“ segir UNICEF og hvetur Íslendinga til að hlusta. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent