„Spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2019 13:16 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skýra betur þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga. visir/vilhelm Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skilgreina betur þagnarskylduákvæði um Seðlabankann. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem var blaðamanni Fréttablaðsins í vil, sýni að Seðlabankinn noti ákvæðið sem skálkaskjól. Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu félagsins í tilefni úrskurðarins. „Í fyrsta lagi er auðvitað fráleitt að bankinn hafi ekki afhent þessi gögn strax í upphafi. Það er ótrúlegt að það sé ár síðan farið var fram á að bankinn afhenti þessi gögn og að bankinn hafi ekki ennþá afhent gögnin. Niðurstaða héraðsdóms er eins og vænta mátti. Það er augljóst að þetta eru opinberar upplýsingar sem ber að upplýsa um. Að bankinn skuli ennþá móast við og sé ekki ennþá búinn að afhenda þetta þó að dómurinn hafi veirð birtur á föstudaginn, það finnst mér með ólíkindum. Svona framkoma verður bara ekki liðin hjá opinberu stjórnvaldi sem hefur mikið opinbert vald; að það hagi sér gagnvart almenningi í þessu landi.“Í pistlinum beinti hann orðum sinum til Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráherra. „Í dómnum ber bankinn fyrir sig bankaleynd og þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga sem alls ekki eiga við um laun og hlunnindi einstaka starfsmanna. Ég vil vekja athygli forsætisráðherra á því að það er kannski ástæða til þess að endurskoða lög um Seðlabanka og skýra betur þessi ákvæði um þagnarskyldu þannig bankinn geti ekki í framtíðinni hagað sér með þessum hætti.“ Seðlabankinn hefur núna tæpar tvær vikur til að ákveða hvort hann hyggist áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. „Nú er úrskurðanefnd um upplýsingamál búin að fella sinn úrskurð. Héraðsdómur Reykjaness er búinn að fella sinn úrskurð. Þarf Landsréttur virkilega að segja Seðlabankanum að birta þetta? Er ekki ný yfirstjórn komin í bankann? Er ekki rétt sem máltækið segir að nýir vendir sópa best? Það er spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ segir Hjálmar en hús Seðlabanka Íslands gengur stundum undir nafninu Svörtuloft. Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skilgreina betur þagnarskylduákvæði um Seðlabankann. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem var blaðamanni Fréttablaðsins í vil, sýni að Seðlabankinn noti ákvæðið sem skálkaskjól. Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu félagsins í tilefni úrskurðarins. „Í fyrsta lagi er auðvitað fráleitt að bankinn hafi ekki afhent þessi gögn strax í upphafi. Það er ótrúlegt að það sé ár síðan farið var fram á að bankinn afhenti þessi gögn og að bankinn hafi ekki ennþá afhent gögnin. Niðurstaða héraðsdóms er eins og vænta mátti. Það er augljóst að þetta eru opinberar upplýsingar sem ber að upplýsa um. Að bankinn skuli ennþá móast við og sé ekki ennþá búinn að afhenda þetta þó að dómurinn hafi veirð birtur á föstudaginn, það finnst mér með ólíkindum. Svona framkoma verður bara ekki liðin hjá opinberu stjórnvaldi sem hefur mikið opinbert vald; að það hagi sér gagnvart almenningi í þessu landi.“Í pistlinum beinti hann orðum sinum til Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráherra. „Í dómnum ber bankinn fyrir sig bankaleynd og þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga sem alls ekki eiga við um laun og hlunnindi einstaka starfsmanna. Ég vil vekja athygli forsætisráðherra á því að það er kannski ástæða til þess að endurskoða lög um Seðlabanka og skýra betur þessi ákvæði um þagnarskyldu þannig bankinn geti ekki í framtíðinni hagað sér með þessum hætti.“ Seðlabankinn hefur núna tæpar tvær vikur til að ákveða hvort hann hyggist áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. „Nú er úrskurðanefnd um upplýsingamál búin að fella sinn úrskurð. Héraðsdómur Reykjaness er búinn að fella sinn úrskurð. Þarf Landsréttur virkilega að segja Seðlabankanum að birta þetta? Er ekki ný yfirstjórn komin í bankann? Er ekki rétt sem máltækið segir að nýir vendir sópa best? Það er spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ segir Hjálmar en hús Seðlabanka Íslands gengur stundum undir nafninu Svörtuloft.
Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00
Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28
Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34