Fyrrum leikmaður Liverpool segir Sancho ofarlega á óskalista félagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 23. október 2019 12:00 Jadon Sancho. vísir/getty Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, sé ofarlega á óskalista Evrópumeistara Liverpool. Sancho gekk í raðir Dortmund frá Manchester City árið 2017 en síðan þá hefur hann slegið í gegn í Þýskalandi. Mörg stórlið eru nú talin fylgjast með kappanum. Hamann segir að eitt af þeim liðum séu Liverpool. „Miðað við það sem ég heyri þá hefur Liverpool mikinn áhuga. Ég gæti ímyndað mér það að næsta sumar væru þeir einna áhugasamastir,“ sagði Hamann við Sky í Þýskalandi. „Hann er frá Manchester City og ég veit ekki hvort að hann muni fara þangað aftur og það er eitthvað talað um Manchester United.“Liverpool have 'great interest' in Jadon Sancho says this former playerhttps://t.co/yzf2Ezg0Y1 — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 23, 2019 Liverpool hefur eytt stórum fjárhæðum í leikmenn undanfarna glugga, til að mynda 75 milljónum punda í Virgil van Dijk, en Hamann segir að Dortmund gæti sett verðmiðan hátt á Sancho. „Hann er ekki með neina klásúlu í samningi sínum. Ef Dortmund segir að þeir vilji stjarnfræðilega upphæð þá mun þetta ekki gerast.“ „Það eru fáir sem myndu styrkja sóknarlínu Liverpool. Ef einhver af fremstu þremur hjá Liverpool sé að fara þá væri Sancho góð viðbót,“ bætti Hamann við. Englendingurinn kom sér í vandræði á dögunum er hann mætti of seint til Þýskalands eftir landsliðsverkefni. Hann var því ekki í leikmannahópi liðsins um helgina. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, sé ofarlega á óskalista Evrópumeistara Liverpool. Sancho gekk í raðir Dortmund frá Manchester City árið 2017 en síðan þá hefur hann slegið í gegn í Þýskalandi. Mörg stórlið eru nú talin fylgjast með kappanum. Hamann segir að eitt af þeim liðum séu Liverpool. „Miðað við það sem ég heyri þá hefur Liverpool mikinn áhuga. Ég gæti ímyndað mér það að næsta sumar væru þeir einna áhugasamastir,“ sagði Hamann við Sky í Þýskalandi. „Hann er frá Manchester City og ég veit ekki hvort að hann muni fara þangað aftur og það er eitthvað talað um Manchester United.“Liverpool have 'great interest' in Jadon Sancho says this former playerhttps://t.co/yzf2Ezg0Y1 — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 23, 2019 Liverpool hefur eytt stórum fjárhæðum í leikmenn undanfarna glugga, til að mynda 75 milljónum punda í Virgil van Dijk, en Hamann segir að Dortmund gæti sett verðmiðan hátt á Sancho. „Hann er ekki með neina klásúlu í samningi sínum. Ef Dortmund segir að þeir vilji stjarnfræðilega upphæð þá mun þetta ekki gerast.“ „Það eru fáir sem myndu styrkja sóknarlínu Liverpool. Ef einhver af fremstu þremur hjá Liverpool sé að fara þá væri Sancho góð viðbót,“ bætti Hamann við. Englendingurinn kom sér í vandræði á dögunum er hann mætti of seint til Þýskalands eftir landsliðsverkefni. Hann var því ekki í leikmannahópi liðsins um helgina.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti