BBC segir frá því að lögregla hafi verið kölluð að iðnaðarsvæðinu Waterglade í bænum Grays í Essex klukkan 1:40 að staðartíma. Í bílnum voru 38 fullorðnir og piltur á táningsaldri.
Norður-írskur bílstjóri vörubílsins hefur verið handtekinn vegna gruns um morð. Sá er 25 ára að aldri.
Vörubílnum var ekið frá Búlgaríu og kom til Englands um hafnarborgina Holyhead í Wales síðastliðinn laugardag.
Lögreglustjórinn Andrew Mariner segir að unnið sé að því að bera kennsl á hina látnu, en að það kunni að reynast tímafrekt ferli.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist blöskra fréttirnar sem hafi borist og að hann fylgist með framgangi rannsóknarinnar. Hugur hans sé hjá aðstandendum hinna látnu.
I’m appalled by this tragic incident in Essex. I am receiving regular updates and the Home Office will work closely with Essex Police as we establish exactly what has happened. My thoughts are with all those who lost their lives & their loved ones.
— Boris Johnson (@BorisJohnson) October 23, 2019