Mál fjórmenninganna verður ekki tekið fyrir á þingi SGS Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2019 12:05 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir sambandið ekki hlutast til um einstök mál aðildarfélaga sinna. Fréttablaðið/Stefán Mál fjórmenninganna sem voru ýmist reknir eða eru í veikindaleyfi frá störfum hjá Eflingu stéttarfélagi verður ekki tekið fyrir á þingi Starfsgreinasambandsins í dag. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands segir að málið sé ekki með neinum hætti þinglegt. Sambandið hlutist ekki til um einstök mál aðildarfélaga sinna. Morgunblaðið greindi frá því í blaði dagsins að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar, sem hafa verið reknir eða eru í veikindaleyfi, hefðu sent skriflegt erindi til stjórnenda Starfsgreinasambands Íslands og óskað eftir því að málið yrði tekið fyrir á sjöunda þingi Starfsgreinasambandsins sem var sett á Hótel Reykjavík Natura í dag. Málið varðar þau Önnu Lisu Terrazas, Elínu Hönnu Kjartansdóttur, Kristjönu Valgeirsdóttur og Þráinn Hallgrímsson sem saka forystu Eflingar stéttarfélags um eineltistilburði. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, segir málið ekki eiga heima á þinginu. „Þetta erindi var sent nokkrum framkvæmdastjórnarmönnum og mér. Þetta er ekki með neinum hætti þingerindi eða þinglegt mál. Til þess að leggja mál hér fyrir þingið okkar þá þarf að gera það með ákveðnum fyrirvara. Starfsgreinasambandið hlutast ekkert til um einstök mál aðildarfélaga sinna og ég á ekki von á því að þetta verði tekið fyrir hér. Enda erum við að fjalla um stóra hluti; kjarasamningana og kjaramálin í landinu,“ segir Flosi. Það sé ekki til siðs að Starfsgreinasambandið hlutist til um innri málefni verkalýðsfélaganna. „Nei og engar heimildir til þess og enda eru þetta sjálfstæð lýðræðisleg félög sem hafa sínum málum eins og þau telja hvað best.“ Þess ber að geta að forysta Eflingar hafnar með öllu ásökunum fjórmenninganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir auk þess að ekkert nýtt sé í málinu. Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Mál fjórmenninganna sem voru ýmist reknir eða eru í veikindaleyfi frá störfum hjá Eflingu stéttarfélagi verður ekki tekið fyrir á þingi Starfsgreinasambandsins í dag. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands segir að málið sé ekki með neinum hætti þinglegt. Sambandið hlutist ekki til um einstök mál aðildarfélaga sinna. Morgunblaðið greindi frá því í blaði dagsins að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar, sem hafa verið reknir eða eru í veikindaleyfi, hefðu sent skriflegt erindi til stjórnenda Starfsgreinasambands Íslands og óskað eftir því að málið yrði tekið fyrir á sjöunda þingi Starfsgreinasambandsins sem var sett á Hótel Reykjavík Natura í dag. Málið varðar þau Önnu Lisu Terrazas, Elínu Hönnu Kjartansdóttur, Kristjönu Valgeirsdóttur og Þráinn Hallgrímsson sem saka forystu Eflingar stéttarfélags um eineltistilburði. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, segir málið ekki eiga heima á þinginu. „Þetta erindi var sent nokkrum framkvæmdastjórnarmönnum og mér. Þetta er ekki með neinum hætti þingerindi eða þinglegt mál. Til þess að leggja mál hér fyrir þingið okkar þá þarf að gera það með ákveðnum fyrirvara. Starfsgreinasambandið hlutast ekkert til um einstök mál aðildarfélaga sinna og ég á ekki von á því að þetta verði tekið fyrir hér. Enda erum við að fjalla um stóra hluti; kjarasamningana og kjaramálin í landinu,“ segir Flosi. Það sé ekki til siðs að Starfsgreinasambandið hlutist til um innri málefni verkalýðsfélaganna. „Nei og engar heimildir til þess og enda eru þetta sjálfstæð lýðræðisleg félög sem hafa sínum málum eins og þau telja hvað best.“ Þess ber að geta að forysta Eflingar hafnar með öllu ásökunum fjórmenninganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir auk þess að ekkert nýtt sé í málinu.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51
Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45
Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00