Nicolas Pépé kom inn af bekknum og bjargaði Arsenal | Arnór Ingvi lék allan leikinn í sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2019 21:00 Leikmenn Arsenal fagna jöfnunarmarki Pépé í kvöld. Vísir/Getty Nicolas Pépé gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu á þeim fimmtán mínútum sem hann spilaði í kvöld. Bæði mörkin úr aukaspyrnum. Með því tryggði hann Arsenal 3-2 sigur á Vitória í F-riðli Evrópudeildarinnar. Þá lék Arnór Ingvi Traustason allan leikinn er Malmö vann FC Lugano á heimavelli. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan. Eflaust hefur Unai Emery andað léttar eftir seinna mark Pepe en staða Emery hefur versnað til muna með slöku gengi það sem af er leiktíð. Arsenal lenti tvisvar undir á heimavelli en Marcus Edwards, fyrrum unglingaliðsleikmaður Tottenham Hotspur, kom gestunum frá Portúgal yfir strax á 8. mínútu leiksins. Ungstirnið Gabriel Martinelli jafnaði metin eftir sendingu Hector Bellerín á 32. mínútu en heimamenn voru aftur lentir undir fjórum mínútum síðar. Bruno Duarte Da Silva skoraði þá fyrir Vitória og var portúgalska liðið yfir í hálfleik. Nicolas Pépé kom svo inn af varamannabekknum á 75. mínútu og fimm mínútum síðar hafði hann jafnaði metin fyrir Arsenal. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Pepe skoraði sigurmark Arsenal. Lokatölur 3-2 og Arsenal því enn með fullt hús stiga. Í hinum leik riðilsins mættust Eintracht Frankfurt og Standard Liége. Fór það svo að Frankfurt landaði 2-1 sigri þökk sé mörkum David Abraham og Martin Hinteregger á meðan Selim Amallah skoraði fyrir gestina frá Belgíu. Staðan í riðlinum er þannig að Arsenal er með níu stig á toppi riðilsins. Frankfurt koma þar á eftir með sex stig, Standard Liége eru með þrjú og Vitória eru enn án stiga. Arnór fékk gult í fyrsta sigri Malmö Í B-riðli náði Malmö í sinn fyrsta sigur með því að leggja FC Lugano af velli 2-1 á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Malmö og nældi sér í gult spjald á 89. mínútu leiksins. Malmö er sem stendur í 3. sæti B-riðils með fjögur stig en FC Köbenhavn eru á toppi riðilsins með fimm stig, líkt og Dinamo Kiev. Lugano reka svo lestina með núll stig.Önnur úrslit Qarabağ Agdam FK 2-2 APOEL Nicosia Sevilla 3-0 F91 Dudelange Getafe 0-1 Basel PSV Eindhoven 0-0 LASK Linz Sporting CP 1-0 Rosenborg Celtic 2-1 Lazio Stade Rennais 0-1 CFR ClujFree-kick Pépé 80 Pépé 90+3#UEL | @Arsenalpic.twitter.com/EXobNZDxQR — UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 24, 2019 Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30 Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Nicolas Pépé gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu á þeim fimmtán mínútum sem hann spilaði í kvöld. Bæði mörkin úr aukaspyrnum. Með því tryggði hann Arsenal 3-2 sigur á Vitória í F-riðli Evrópudeildarinnar. Þá lék Arnór Ingvi Traustason allan leikinn er Malmö vann FC Lugano á heimavelli. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan. Eflaust hefur Unai Emery andað léttar eftir seinna mark Pepe en staða Emery hefur versnað til muna með slöku gengi það sem af er leiktíð. Arsenal lenti tvisvar undir á heimavelli en Marcus Edwards, fyrrum unglingaliðsleikmaður Tottenham Hotspur, kom gestunum frá Portúgal yfir strax á 8. mínútu leiksins. Ungstirnið Gabriel Martinelli jafnaði metin eftir sendingu Hector Bellerín á 32. mínútu en heimamenn voru aftur lentir undir fjórum mínútum síðar. Bruno Duarte Da Silva skoraði þá fyrir Vitória og var portúgalska liðið yfir í hálfleik. Nicolas Pépé kom svo inn af varamannabekknum á 75. mínútu og fimm mínútum síðar hafði hann jafnaði metin fyrir Arsenal. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Pepe skoraði sigurmark Arsenal. Lokatölur 3-2 og Arsenal því enn með fullt hús stiga. Í hinum leik riðilsins mættust Eintracht Frankfurt og Standard Liége. Fór það svo að Frankfurt landaði 2-1 sigri þökk sé mörkum David Abraham og Martin Hinteregger á meðan Selim Amallah skoraði fyrir gestina frá Belgíu. Staðan í riðlinum er þannig að Arsenal er með níu stig á toppi riðilsins. Frankfurt koma þar á eftir með sex stig, Standard Liége eru með þrjú og Vitória eru enn án stiga. Arnór fékk gult í fyrsta sigri Malmö Í B-riðli náði Malmö í sinn fyrsta sigur með því að leggja FC Lugano af velli 2-1 á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Malmö og nældi sér í gult spjald á 89. mínútu leiksins. Malmö er sem stendur í 3. sæti B-riðils með fjögur stig en FC Köbenhavn eru á toppi riðilsins með fimm stig, líkt og Dinamo Kiev. Lugano reka svo lestina með núll stig.Önnur úrslit Qarabağ Agdam FK 2-2 APOEL Nicosia Sevilla 3-0 F91 Dudelange Getafe 0-1 Basel PSV Eindhoven 0-0 LASK Linz Sporting CP 1-0 Rosenborg Celtic 2-1 Lazio Stade Rennais 0-1 CFR ClujFree-kick Pépé 80 Pépé 90+3#UEL | @Arsenalpic.twitter.com/EXobNZDxQR — UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 24, 2019
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30 Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30
Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45