Erlent

Karl og kona handtekin vegna fólksins sem lést í gámi

Kjartan Kjartansson skrifar
Lík fólksins fannst í gám flutningabíls nærri London á miðvikudag. Talið er að það hafi verið kínverskt.
Lík fólksins fannst í gám flutningabíls nærri London á miðvikudag. Talið er að það hafi verið kínverskt. Vísir/EPA
Breska lögreglan hefur handtekið tvennt til viðbótar í tengslum 39 manns sem fundust látnir í gámabíl. Fólkið sem lést er talið hafa verið Kínverjar og krefjast þarlend stjórnvöld harðra refsinga yfir þeim ábyrgu. Fyrir var ökumaður gámabílsins í haldi lögreglu, grunaður um morð.

Reuters-fréttastofan segir að karlmaður og kona, bæði 38 ára gömul, hafi verið handtekin í Warringon, rúma þrjátíu kílómetra austur af Liverpool, á norðanverðu Englandi. Þau eru grunuð um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns, að sögn The Guardian.

Yfirheyrslur yfir 25 ára gömlum ökumanni flutningabílsins standa enn yfir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann er sagður vera frá Norður-Írlandi. Lík 31 karlmanns og átta kvenna fundust í gám flutningabíls nærri London á miðvikudag.

Kínversk stjórnvöld kröfðust þess í dag að bresk yfirvöld sæktust eftir „ströngum refsingum“ yfir þeim sem báru ábyrgð á dauða fólksins í gámnum. Ekki hafi enn verið hægt að staðfesta þjóðerni fólksins. Sendiráð Kína í London segist hafa sent sendinefnd til að vinna með bresku lögreglunni að rannsókninni.

Algengt er sagt að fólki sé smyglað til Bretlands í flutningabílum. Árið 2000 fundust líka 58 Kínverja í tómaflutningabíl í hafnarborginni Dover.


Tengdar fréttir

Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur

Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×