Veðrið á Vatnajökli setti strik í reikninginn hjá George Clooney Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2019 14:00 George Clooney kom samkvæmt heimildum Vísis til landsins fyrir um viku. Vísir Vinna við nýja mynd George Clooney á Skálafellsjökli lá niðri í gær vegna veðurs. Til stendur að halda tökum áfram í dag. Spenna er á Höfn í Hornafirði en áttatíu íbúar á svæðinu eru að gera sig klára í tökur á myndinni uppi á jökli í næstu viku. Veður var snælduvitlaust á Hornafirði og nágrenni í gær og í nótt. Steinunn Hödd Harðardóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs segir veðrið litlu betra í dag en í gær. „Nei, eiginlega ekki. Það er rosalega mikið rok. Það er kannski aðeins búið að lægja miðað við í nótt,“ segir Steinunn Hödd sem starfar í gestastofu þjóðgarðsins á Höfn. Hún bendir þó á að veðrið geti verið allt annað uppi á jökli þar sem bandaríska kvikmyndateymið og starfsfólk True North heldur til.Fer lítið fyrir Clooney „Ég veit að það var rosalega slæmt uppi á jökli. Ég held að þeir hafi ekkert tekið í gær en held að þeir hafi ætlað að fara upp úr hádegi aftur í dag,“ segir Steinunn Hödd. Hún telur tökuliðið fanga smá veðri en auðvitað verði að vera stætt til að hægt sé að taka. Hún segir tökuliðið vera uppi á Skálafellsjökli við hús sem heiti Jöklasel. Um er að ræða um fjörutíu mínútna akstur í vestur frá Höfn. Við Smyrlabjörg er svo ekið upp á jökul. Eðli málsins samkvæmt á til þess gerðum bílum. Steinunn Hödd segir ekkert hafa farið fyrir leikstjóranum George Clooney. Myndin heitir Good Morning, Midnight og segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Auk Íslands verður myndin líka tekin upp í Bretlandi.Veðrið hefur ekki verið svona gott í gær og dag á Höfn.Vísir/vilhelmÁttatíu Hornfirðingar í hlutverkum „Við höfum ekkert orðið vör við Clooney hérna á höfn,“ segir Steinunn Hödd. Aðspurð hvort hann hljóti ekki að ætla að smakka humarsúpu á Höfn segir Steinunn Hödd: „Það eru náttúrulega frábærir veitingastaðir í sveitinni líka,“ segir Steinunn Hödd. „En það væri gaman að rekast á hann í Nettó.“ Þau hafi orðið vör við starfsfólk við gerð myndarinnar. Spenna ríkir í bænum enda var blásið til prufa í bænum á dögunum. Heimafólk fær hlutverk í myndinni þó þau séu ekki stór. „Ég held að það séu alveg áttatíu manns,“ segir Steinunn Hödd sem sjálf fékk hlutverk. Hún er á leið upp á jökul á þriðjudaginn. Heimafólk fagni verkefninu, um sé að ræða fínt uppgrip og ferðaþjónustan fagni viðskiptum. „Ég hef ekkert leikið síðan ég var krakki í leikhúsinu í Vestmannaeyjum,“ segir Steinunn Hödd.Skrifuðu brosandi undir leyfi Vatnajökulsþjóðgarður er á heimsminjaskrá UNESCO og má velta fyrir sér hvaða rask tökur á kvikmynd á jöklinum hafi á þjóðgarðinn. „Þeir fengu leyfi til að vera með leikmynd uppi á jökli,“ segir Steinunn Hödd. „Svo eru þeir auðvitað með aðstöðu fyrir bíla, klósett og þess háttar. Þetta er alveg svolítið fyrirtæki.“ Starfsfólk þjóðgarðsins velti vissulega fyrir sér hverju sinni hvaða rask svona framkvæmdir geti haft. „Megnið af aðstöðunni er utan þjóðgarðsmarka, ekki allt svæðið og það sem fer fram á jöklinum sjálfum er auðvitað innan þjóðgarðsins. En við teljum þetta ekki hafa teljandi áhrif á umhverfið enda frost og snjór yfir þessu. Við gátum glöð gefið leyfi fyrir þessum tökum.“ Kvikmyndateymið hefur leyfi til veru á jöklinum fram í nóvember en stefnt er á að ljúka tökum 5. nóvember. Steinunn Hödd segir starfsfólk hafa verið á svæðinu í nokkuð langan tíma og samskipti hafi verið mjög góð. True North sjái um öll helstu samskipti, sækja um leyfi og þess háttar. Þór Kjartansson, tökustaðarstjóri, vildi ekkert tjá sig um verkefnið þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Vel þekkt er að aðilar sem þjónusta erlend kvikmyndatökulið skrifa undir samkomulag um trúnað. Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Veður Tengdar fréttir Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23 Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58 „Lögreglunni leist ekki á grjótflugið“ Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að loka hringveginum á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikils hvassviðris og hættu á sandfoki. 24. október 2019 19:22 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Vinna við nýja mynd George Clooney á Skálafellsjökli lá niðri í gær vegna veðurs. Til stendur að halda tökum áfram í dag. Spenna er á Höfn í Hornafirði en áttatíu íbúar á svæðinu eru að gera sig klára í tökur á myndinni uppi á jökli í næstu viku. Veður var snælduvitlaust á Hornafirði og nágrenni í gær og í nótt. Steinunn Hödd Harðardóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs segir veðrið litlu betra í dag en í gær. „Nei, eiginlega ekki. Það er rosalega mikið rok. Það er kannski aðeins búið að lægja miðað við í nótt,“ segir Steinunn Hödd sem starfar í gestastofu þjóðgarðsins á Höfn. Hún bendir þó á að veðrið geti verið allt annað uppi á jökli þar sem bandaríska kvikmyndateymið og starfsfólk True North heldur til.Fer lítið fyrir Clooney „Ég veit að það var rosalega slæmt uppi á jökli. Ég held að þeir hafi ekkert tekið í gær en held að þeir hafi ætlað að fara upp úr hádegi aftur í dag,“ segir Steinunn Hödd. Hún telur tökuliðið fanga smá veðri en auðvitað verði að vera stætt til að hægt sé að taka. Hún segir tökuliðið vera uppi á Skálafellsjökli við hús sem heiti Jöklasel. Um er að ræða um fjörutíu mínútna akstur í vestur frá Höfn. Við Smyrlabjörg er svo ekið upp á jökul. Eðli málsins samkvæmt á til þess gerðum bílum. Steinunn Hödd segir ekkert hafa farið fyrir leikstjóranum George Clooney. Myndin heitir Good Morning, Midnight og segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Auk Íslands verður myndin líka tekin upp í Bretlandi.Veðrið hefur ekki verið svona gott í gær og dag á Höfn.Vísir/vilhelmÁttatíu Hornfirðingar í hlutverkum „Við höfum ekkert orðið vör við Clooney hérna á höfn,“ segir Steinunn Hödd. Aðspurð hvort hann hljóti ekki að ætla að smakka humarsúpu á Höfn segir Steinunn Hödd: „Það eru náttúrulega frábærir veitingastaðir í sveitinni líka,“ segir Steinunn Hödd. „En það væri gaman að rekast á hann í Nettó.“ Þau hafi orðið vör við starfsfólk við gerð myndarinnar. Spenna ríkir í bænum enda var blásið til prufa í bænum á dögunum. Heimafólk fær hlutverk í myndinni þó þau séu ekki stór. „Ég held að það séu alveg áttatíu manns,“ segir Steinunn Hödd sem sjálf fékk hlutverk. Hún er á leið upp á jökul á þriðjudaginn. Heimafólk fagni verkefninu, um sé að ræða fínt uppgrip og ferðaþjónustan fagni viðskiptum. „Ég hef ekkert leikið síðan ég var krakki í leikhúsinu í Vestmannaeyjum,“ segir Steinunn Hödd.Skrifuðu brosandi undir leyfi Vatnajökulsþjóðgarður er á heimsminjaskrá UNESCO og má velta fyrir sér hvaða rask tökur á kvikmynd á jöklinum hafi á þjóðgarðinn. „Þeir fengu leyfi til að vera með leikmynd uppi á jökli,“ segir Steinunn Hödd. „Svo eru þeir auðvitað með aðstöðu fyrir bíla, klósett og þess háttar. Þetta er alveg svolítið fyrirtæki.“ Starfsfólk þjóðgarðsins velti vissulega fyrir sér hverju sinni hvaða rask svona framkvæmdir geti haft. „Megnið af aðstöðunni er utan þjóðgarðsmarka, ekki allt svæðið og það sem fer fram á jöklinum sjálfum er auðvitað innan þjóðgarðsins. En við teljum þetta ekki hafa teljandi áhrif á umhverfið enda frost og snjór yfir þessu. Við gátum glöð gefið leyfi fyrir þessum tökum.“ Kvikmyndateymið hefur leyfi til veru á jöklinum fram í nóvember en stefnt er á að ljúka tökum 5. nóvember. Steinunn Hödd segir starfsfólk hafa verið á svæðinu í nokkuð langan tíma og samskipti hafi verið mjög góð. True North sjái um öll helstu samskipti, sækja um leyfi og þess háttar. Þór Kjartansson, tökustaðarstjóri, vildi ekkert tjá sig um verkefnið þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Vel þekkt er að aðilar sem þjónusta erlend kvikmyndatökulið skrifa undir samkomulag um trúnað.
Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Veður Tengdar fréttir Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23 Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58 „Lögreglunni leist ekki á grjótflugið“ Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að loka hringveginum á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikils hvassviðris og hættu á sandfoki. 24. október 2019 19:22 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23
Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58
„Lögreglunni leist ekki á grjótflugið“ Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að loka hringveginum á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikils hvassviðris og hættu á sandfoki. 24. október 2019 19:22