Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2019 13:10 Séra Þórir Stephensen V'isir/Grafík Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjupresti, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk séra Þóris verði virt. Þetta kemur fram á vef RÚV þar sem greint er frá því að Kirkjuráð hafi lagt umslag séra Þóris fram á fundi ráðsins þann 16. október síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins segir einungis að umslag frá honum hafi verið lagt fram. Á vef RÚV segir að umslagið sé ekki þykkt, það sé merkt með orðunum trúnaðarmál og að það skuli ekki opna fyrr en einu ári eftir andlát Þóris. Haft er eftir Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, að umslagið hafi borist í september og að ósk Þóris um að það verði ekki opnað fyrr en einu ári eftir andlát hans verði virt. Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að séra Þórir hafi viðurkennt að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu á síðasta ári sagði Þórir um málið að hann hafi viðurkennt brot sitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar, bæði fyrir guði og mönnum. Í samtali við RÚV vildi Þórir ekki tjá sig um hvað kynni að leynast í umslaginu en að það væri ekki óalgengt að lagðar væru fram heimildir sem ekki ætti mætti nálgast fyrr en að höfundi látnum. Þjóðkirkjan MeToo Tengdar fréttir Agnes biskup bað Þóri um að stíga til hliðar Sendi bréf á presta þess efnis. 7. september 2018 08:58 Segist hafa beðist fyrirgefningar fyrir guði og mönnum Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. 28. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjupresti, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk séra Þóris verði virt. Þetta kemur fram á vef RÚV þar sem greint er frá því að Kirkjuráð hafi lagt umslag séra Þóris fram á fundi ráðsins þann 16. október síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins segir einungis að umslag frá honum hafi verið lagt fram. Á vef RÚV segir að umslagið sé ekki þykkt, það sé merkt með orðunum trúnaðarmál og að það skuli ekki opna fyrr en einu ári eftir andlát Þóris. Haft er eftir Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, að umslagið hafi borist í september og að ósk Þóris um að það verði ekki opnað fyrr en einu ári eftir andlát hans verði virt. Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að séra Þórir hafi viðurkennt að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu á síðasta ári sagði Þórir um málið að hann hafi viðurkennt brot sitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar, bæði fyrir guði og mönnum. Í samtali við RÚV vildi Þórir ekki tjá sig um hvað kynni að leynast í umslaginu en að það væri ekki óalgengt að lagðar væru fram heimildir sem ekki ætti mætti nálgast fyrr en að höfundi látnum.
Þjóðkirkjan MeToo Tengdar fréttir Agnes biskup bað Þóri um að stíga til hliðar Sendi bréf á presta þess efnis. 7. september 2018 08:58 Segist hafa beðist fyrirgefningar fyrir guði og mönnum Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. 28. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Segist hafa beðist fyrirgefningar fyrir guði og mönnum Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. 28. ágúst 2018 20:00