Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2019 14:30 Lögregla rannsakar málið. Getty/Leon Neal Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni segja vörubílinn hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum.Þetta kemur fram á vef Sky News þar sem segir einnig að ættingjarnir telji að tveir af vörubílunum hafi komist á áfangastað. Þriðji vörubíllinn, sá sem fannst á bílastæði, hafi hins vegar lent í óvæntum töfum. Vörubíllinn fannst yfirgefinn á bílastæði í Essex. Í tengivagni bílsins reyndust vera 39 lík. Lögregla vinnur nú að því að bera kennsl á líkin. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að nokkrar víetnamskar fjölskyldur óttist að ættingjar þeirra séu á meðal þeirra látnu. Þannig greinir Sky News frá því að faðir eins þeirra sem talinn er vera á meðal þeirra látnu hafi nýverið greitt ónefndum umboðsmanni tíu þúsund dollara, um 1,2 milljónir króna, fyrir að koma sér til Bretlands frá Víetnam, í von um betra líf. Faðirinn hefur ekki heyrt frá syni sínum í marga daga. Hinstu skilaboð víetnamskrar konu innan úr bílnum hafa vakið mikinn óhug eftir að þau voru birt í gær. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðum Pham Thi Tra My sem talinn er hafa látist í tengivagninum. Alls hafa nú fjórir verið handteknir í tengslum við málið. Norður-írskur ökumaður flutningabílsins var handtekinn strax á miðvikudag og yfirheyrslur yfir honum hafa staðið yfir síðan. Þá voru karlmaður og kona, bæði 38 ára, handtekin í grennd við Liverpool í gær. Þau eru grunuð um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns. Sá fjórði, 48 ára karlmaður frá Norður-Írlandi, var handtekinn síðdegis í gær á Stansted-flugvelli í London vegna gruns um manndráp og samsæri um mansal. Bretland England Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Hinstu skilaboð ungrar konu sem lést í flutningabílnum Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. 25. október 2019 22:22 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni segja vörubílinn hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum.Þetta kemur fram á vef Sky News þar sem segir einnig að ættingjarnir telji að tveir af vörubílunum hafi komist á áfangastað. Þriðji vörubíllinn, sá sem fannst á bílastæði, hafi hins vegar lent í óvæntum töfum. Vörubíllinn fannst yfirgefinn á bílastæði í Essex. Í tengivagni bílsins reyndust vera 39 lík. Lögregla vinnur nú að því að bera kennsl á líkin. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að nokkrar víetnamskar fjölskyldur óttist að ættingjar þeirra séu á meðal þeirra látnu. Þannig greinir Sky News frá því að faðir eins þeirra sem talinn er vera á meðal þeirra látnu hafi nýverið greitt ónefndum umboðsmanni tíu þúsund dollara, um 1,2 milljónir króna, fyrir að koma sér til Bretlands frá Víetnam, í von um betra líf. Faðirinn hefur ekki heyrt frá syni sínum í marga daga. Hinstu skilaboð víetnamskrar konu innan úr bílnum hafa vakið mikinn óhug eftir að þau voru birt í gær. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðum Pham Thi Tra My sem talinn er hafa látist í tengivagninum. Alls hafa nú fjórir verið handteknir í tengslum við málið. Norður-írskur ökumaður flutningabílsins var handtekinn strax á miðvikudag og yfirheyrslur yfir honum hafa staðið yfir síðan. Þá voru karlmaður og kona, bæði 38 ára, handtekin í grennd við Liverpool í gær. Þau eru grunuð um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns. Sá fjórði, 48 ára karlmaður frá Norður-Írlandi, var handtekinn síðdegis í gær á Stansted-flugvelli í London vegna gruns um manndráp og samsæri um mansal.
Bretland England Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Hinstu skilaboð ungrar konu sem lést í flutningabílnum Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. 25. október 2019 22:22 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49
Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06
Hinstu skilaboð ungrar konu sem lést í flutningabílnum Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. 25. október 2019 22:22