Demian Maia hengdi Ben Askren Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. október 2019 16:30 UFC var með bardagakvöld í Singapúr í dag þar sem þeir Demian Maia og Ben Askren mættust í aðalbardaganum. Bardagaaðdáendur voru spenntir fyrir því að sjá þessa tvo frábæru glímumenn mætast og fá að sjá þá glíma. Ben Askren er frábær í ólympískri glímu og komst á ólympíuleikana árið 2008 en Demian Maia er heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Þetta voru því tveir ólíkir glímustílar að mætast. Bardaginn var þó mun meira standandi en flestir bjuggust við. Þeir Maia og Askren skiptust á höggum fyrstu lotuna og fóru ekki í gólfið fyrr en 40 sekúndur voru eftir af 1. lotu. Askren náði fellu en Maia snéri stöðunni við og var nokkuð um stöðuskiptingar í gólfinu. Í 2. lotu héldu þeir áfram að standa með hvor öðrum og skiptust á höggum. Báðir voru að hitta ágætlega en gólfglíman var mun skemmtilegri. Askren tók Maia niður en Maia hótaði af bakinu með uppgjafartökum og komst ofan á. Maia reyndi að taka bakið á Askren en Askren kom sér úr vandræðum. Í 3. lotu var mikið af því sama á teningnum. Askren náði fellu en Maia fór í fótalás sem hann notaði til að komast ofan á í gólfinu. Þegar Maia komst ofan á var hann fljótur að komast í yfirburðarstöðu, komst á bak Askren og hengdi hann með „rear naked choke“ eftir 3:54 í 3. lotu. Frábær sigur hjá Demian Maia og hans þriðji sigur í röð. Hinn 41 árs gamli Maia á tvo bardaga eftir af samningum og ætlar að klára þá og svo hætta. Ben Askren hefur nú tapað tveimur bardögum í röð og má segja að innkoma hans í UFC hafi valdið miklum vonbrigðum eftir að hann kom ósigraður inn í UFC. Bardagakvöldið var skemmtilegt en öll úrslit bardaganna má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. 26. október 2019 10:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
UFC var með bardagakvöld í Singapúr í dag þar sem þeir Demian Maia og Ben Askren mættust í aðalbardaganum. Bardagaaðdáendur voru spenntir fyrir því að sjá þessa tvo frábæru glímumenn mætast og fá að sjá þá glíma. Ben Askren er frábær í ólympískri glímu og komst á ólympíuleikana árið 2008 en Demian Maia er heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Þetta voru því tveir ólíkir glímustílar að mætast. Bardaginn var þó mun meira standandi en flestir bjuggust við. Þeir Maia og Askren skiptust á höggum fyrstu lotuna og fóru ekki í gólfið fyrr en 40 sekúndur voru eftir af 1. lotu. Askren náði fellu en Maia snéri stöðunni við og var nokkuð um stöðuskiptingar í gólfinu. Í 2. lotu héldu þeir áfram að standa með hvor öðrum og skiptust á höggum. Báðir voru að hitta ágætlega en gólfglíman var mun skemmtilegri. Askren tók Maia niður en Maia hótaði af bakinu með uppgjafartökum og komst ofan á. Maia reyndi að taka bakið á Askren en Askren kom sér úr vandræðum. Í 3. lotu var mikið af því sama á teningnum. Askren náði fellu en Maia fór í fótalás sem hann notaði til að komast ofan á í gólfinu. Þegar Maia komst ofan á var hann fljótur að komast í yfirburðarstöðu, komst á bak Askren og hengdi hann með „rear naked choke“ eftir 3:54 í 3. lotu. Frábær sigur hjá Demian Maia og hans þriðji sigur í röð. Hinn 41 árs gamli Maia á tvo bardaga eftir af samningum og ætlar að klára þá og svo hætta. Ben Askren hefur nú tapað tveimur bardögum í röð og má segja að innkoma hans í UFC hafi valdið miklum vonbrigðum eftir að hann kom ósigraður inn í UFC. Bardagakvöldið var skemmtilegt en öll úrslit bardaganna má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. 26. október 2019 10:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. 26. október 2019 10:00