Sport

Guðlaug Edda náði sínum langbesta árangri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðlaug Edda stefnir á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020.
Guðlaug Edda stefnir á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. MYND/FÉSBÓKARSÍÐA Guðlaugar Eddu
Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona úr Breiðabliki, náði í nótt sínum langbesta árangri í ólympískri þríþraut þegar heimsbikarkeppnin í Miyazaki í Japan fór fram.

Guðlaug endaði í 15. sæti af 49 keppendum sem voru á ráslínu. Fyrirfram var henni raðað númer 34 eftir styrkleika keppenda.

Í ólympískri þríþraut eru 1500 metrar syntir, 40 kílómetrar hjólaðir og 10 kílómetrar hlaupnir.

Guðlaug lauk keppni á tveimur klukkustundum, tveimur mínútum og 41 sekúndu.

Þessi árangur mun skila henni upp úrtökulistann fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Tókýó á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×