Pavel Ermolinskij dró Val að landi gegn Tindastóli í 4. umferð Domino's deildar karla á fimmtudaginn.
Pavel tryggði Valsmönnum sigur þegar hann setti niður þriggja stiga skot undir lok framlengingarinnar. Lokatölur 95-92, Val í vil.
„Pavel er eins og Rambó. Hann tekur liðið á herðar sér. Þetta er þriðji leikurinn þar sem hann gerir það,“ sagði Sævar Sævarsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.
Pavel kom til Vals frá KR í sumar. Hann hefur skorað mun meira í rauða búningnum en hann gerði í þeim svarthvíta. Þriggja stiga nýtingin hans í vetur er líka góð, eða 43,8%.
„Pavel gat ekki skotið á árum áður en á síðustu árum hefur hann verið fínn skotmaður. Hann er alltaf með sannfærandi skot,“ sagði Benedikt Guðmundsson.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
„Pavel er eins og Rambó“
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 95-92 | Pavel tryggði Val sigur eftir framlengdan leik
Pavel Ermolinskij tryggði Val sigur eftir framlengdan leik gegn Tindastól í Dominos deildinni í kvöld, lokatölur 95-92.

„Ef þú koðnar niður undir almennilegri vörn þá er það mjög vandræðalegt“
Fjórar umferðir eru búnar af Dominos-deild kvenna en fjórða umferðin fór fram á miðvikudaginn. Margir spennandi leikir voru á dagskránni.

Sigurkarfa Pavels sem sökkti Stólunum | Myndband
Pavel Ermolinskij fór á kostum í liði Vals í gær og skoraði meðal annars sigurkörfuna.

Sjáðu handalögmálin fyrir norðan: Tveir reknir út úr húsinu
Mönnum var heitt í hamsi fyrir norðan í gær.

„Með því besta sem ég hef séð frá honum í upphafi móts“
Jón Arnór Stefánsson og KR-ingar hafa byrjað tímabilið vel.