Körfubolti

„Elsku Njarðvíkingar, látiði Kanann ykkar fara“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Framlengingin var á sínum stað í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Lið Njarðvíkur var meðal umræðuefna í Framlengingunni. Sævar Sævarsson segir að Njarðvíkingar þurfi að gera breytingar.

„Rektu útlending þegar þú ert tilbúinn með annan í Leifsstöð. Láttu þá mætast. Elsku Njarðvíkingar, látiði Kanann ykkar [Wayne Martin] fara og fáið ykkur góðan Bosman miðherja og bandarískan leikstjórnanda,“ sagði Sævar.

Sérfræðingarnir veltu líka stöðu Stjörnunnar fyrir sér en liðið tapaði fyrir Keflavík í gær.

„Stjarnan á að vera með lið sem getur keppt um Íslandsmeistaratitilinn en í dag eru þeir fyrir aftan KR. Ég veit ekki hvort þetta er vinsæl skoðun en mér finnst þeir þurfa betri Kana. Þeir þurfa bombu Kana til að geta tekið Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Benedikt Guðmundsson.

Kristinn Friðriksson segir að Keflvíkingar hafi komið sér mest á óvart það sem af er tímabili.

„Ég átti aldrei von á því að Keflavík yrði svona rosalega taktíkst sterkt. Þetta hefur alltaf verið frekar „laus bolti“ hjá þeim og ekki nógu formfastur. Núna er búið að njörva þetta niður í Excel-skjal og þeir fengu frábæra útlendinga,“ sagði Kristinn.

Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Pavel er eins og Rambó“

Valsmenn geta þakkað Pavel Ermonlinskij fyrir að vera komnir með sex stig í Domino's deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×