Slökkviliðsmenn sjást hér reykræsta rýmið við Strandgötu í dag.Mynd/Aðsend
Brunavörnum Suðurnesja var á fjórða tímanum í dag tilkynnt um reyk úr kjallara í geymsluhúsnæði við Strandgötu í Sandgerði. Kviknað hafði í kassa á eldavél.
Vinna stóð enn yfir á vettvangi nú skömmu fyrir klukkan fjögur en ráðast þurfti í reykræstingu. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra var um minniháttar atvik að ræða.