Bókin varð til í heita pottinum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 29. október 2019 08:00 Árni les gjarnan með dóttur sinni en á heimilinu er það regla að aldrei skuli segja nei við góðri bók. Fréttablaðið/Ernir Bókin Friðbergur forseti kom út fyrir viku og situr nú efst á lista yfir söluhæstu barnabækurnar þessa vikuna. Bókina skrifaði Árni með aðstoð dóttur sinnar Helenu, en hann hafði lengi langað til að skrifa barnabók.Lét drauminn rætast „Bókin fjallar um krakka, systkini og félaga þeirra. Þau rísa upp gegn óréttlæti þegar til stendur að vísa vinum þeirra og skólafélögum úr landi. Þau neita að gefast upp og ákveða að berjast gegn því. Í kjölfarið fara börn að hverfa. Í fyrstu lítur út fyrir hvörfin séu fyrir tilstilli hryðjuverkasamtaka. Söguhetjurnar dragast svo frekar inn í atburðarásina og úr verður mikil spenna og mikið gaman,“ segir Árni. Bókin er fyrst og fremst skáldsaga fyrir börn, en Árni seldi auglýsingastofu sína að hluta til vegna þess að hann langaði að einbeita sér frekar að ritstörfum. Friðbergur forseti er hans fyrsta skáldsaga, en Árni stefnir á að halda ótrauður áfram. „Það eru persónur í bókinni sem eru byggðar á fólki úr samfélaginu og í henni gerast hlutir sem eru skírskotun í atburði sem hafa gerst, vísanir í samtímann. Síðan er Friðbergur forseti, sem er búinn að taka sér hálfgert einræðisvald. Krakkarnir eru sem sagt að berjast gegn honum og hans ákvörðunum,“ segir Árni en hann vill meina að Friðbergur sé eins ólíkur Guðna Th., forseta Íslands, og mögulegt sé.?Bókina er hægt að nálgast í öllum helstu bókabúðum.Aldrei nei við bókum Eins og áður kom fram skrifaði Árni bókina með aðstoð dóttur sinnar Helenu. Þau fara í sund saman í Vesturbæjarlaugina nánast daglega. „Við sitjum oft í pottinum og erum að spjalla. Svo lesum við líka mikið saman. Mig langaði mikið til að skrifa barnabók og þá barnabók um hluti sem skipta máli. Mig langaði að skrifa bók fyrir stelpuna mína á meðan hún væri enn þá á þessum aldri. Ég fór að viðra þær hugmyndir og hún hjálpaði mér. Hún sagði mér til dæmis hvaða karaktera hana langaði að hafa í bókinni og hvað þeir ættu að heita. Saman í pottaspjalli þróuðum við söguna og þá atburði sem í henni gerast.“ Besta hugarleikfimin Árni segist vera gríðarlega ánægður með viðtökurnar. „Ég er rosalega glaður að fólk og krakkar hafi áhuga á að lesa hana. Þetta er hugsjónamál líka. Ég trúi því mjög einlæglega að aldrei komi of mikið út af barnabókum. Við höfum þá reglu heima hjá mér að segja aldrei nei við bókum. Ég held að lestur barna og það að foreldrar séu duglegir að lesa með börnunum sínum sé ein besta hugarleikfimi sem í boði er. Það er líka hvatinn að þessu öllu saman. En líka það að skrifa um hluti sem skipta máli, börn hafa skoðanir og skilja hluti.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bókin Friðbergur forseti kom út fyrir viku og situr nú efst á lista yfir söluhæstu barnabækurnar þessa vikuna. Bókina skrifaði Árni með aðstoð dóttur sinnar Helenu, en hann hafði lengi langað til að skrifa barnabók.Lét drauminn rætast „Bókin fjallar um krakka, systkini og félaga þeirra. Þau rísa upp gegn óréttlæti þegar til stendur að vísa vinum þeirra og skólafélögum úr landi. Þau neita að gefast upp og ákveða að berjast gegn því. Í kjölfarið fara börn að hverfa. Í fyrstu lítur út fyrir hvörfin séu fyrir tilstilli hryðjuverkasamtaka. Söguhetjurnar dragast svo frekar inn í atburðarásina og úr verður mikil spenna og mikið gaman,“ segir Árni. Bókin er fyrst og fremst skáldsaga fyrir börn, en Árni seldi auglýsingastofu sína að hluta til vegna þess að hann langaði að einbeita sér frekar að ritstörfum. Friðbergur forseti er hans fyrsta skáldsaga, en Árni stefnir á að halda ótrauður áfram. „Það eru persónur í bókinni sem eru byggðar á fólki úr samfélaginu og í henni gerast hlutir sem eru skírskotun í atburði sem hafa gerst, vísanir í samtímann. Síðan er Friðbergur forseti, sem er búinn að taka sér hálfgert einræðisvald. Krakkarnir eru sem sagt að berjast gegn honum og hans ákvörðunum,“ segir Árni en hann vill meina að Friðbergur sé eins ólíkur Guðna Th., forseta Íslands, og mögulegt sé.?Bókina er hægt að nálgast í öllum helstu bókabúðum.Aldrei nei við bókum Eins og áður kom fram skrifaði Árni bókina með aðstoð dóttur sinnar Helenu. Þau fara í sund saman í Vesturbæjarlaugina nánast daglega. „Við sitjum oft í pottinum og erum að spjalla. Svo lesum við líka mikið saman. Mig langaði mikið til að skrifa barnabók og þá barnabók um hluti sem skipta máli. Mig langaði að skrifa bók fyrir stelpuna mína á meðan hún væri enn þá á þessum aldri. Ég fór að viðra þær hugmyndir og hún hjálpaði mér. Hún sagði mér til dæmis hvaða karaktera hana langaði að hafa í bókinni og hvað þeir ættu að heita. Saman í pottaspjalli þróuðum við söguna og þá atburði sem í henni gerast.“ Besta hugarleikfimin Árni segist vera gríðarlega ánægður með viðtökurnar. „Ég er rosalega glaður að fólk og krakkar hafi áhuga á að lesa hana. Þetta er hugsjónamál líka. Ég trúi því mjög einlæglega að aldrei komi of mikið út af barnabókum. Við höfum þá reglu heima hjá mér að segja aldrei nei við bókum. Ég held að lestur barna og það að foreldrar séu duglegir að lesa með börnunum sínum sé ein besta hugarleikfimi sem í boði er. Það er líka hvatinn að þessu öllu saman. En líka það að skrifa um hluti sem skipta máli, börn hafa skoðanir og skilja hluti.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira