Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 14:33 Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs. Vísir/björn G. Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. „Enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt,“ segir Oddur í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá því í gær. Þar var greint frá því að kirkjuráð hefði á fundi sínum þann 12. september, sem lokið var 2. október, komist að einróma niðurstöðu að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Hann myndi láta af störfum þegar í stað. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir málið ósköp einfalt. Fundargerðin tali sínu máli og dónaskapur sé ekki liðinn á vinnustaðnum.Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.Fréttablaðið/GVAÍ fundargerðinni kemur fram að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi framsent kirkjuráði tölvupóst frá Sigurbjörgu Níelsdóttur Hansen, fjármálastjóra Biskupsstofu, frá því 23. ágúst síðastliðinn. Þar segir að Sigurbjörg hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á biskupsstofu og fleira. Því hafi biskup, sem er formaður Biskupsstofu, falið Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum, að sinna skyldum biskupsembættisins hvað varðar það að vera forseti kirkjuráðs í málinu. Eftir viðræður ákvað kirkjuráð einróma um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs Odd framkvæmdastjóra. Hann myndi láta af störfum þegar í stað.Sólveig Lára Guðmundsdóttir tók að sér að tilkynna Oddi um starfslok og semja við hann.„Forseti kirkjuráðs í þessu máli, mun kynna honum þessa niðurstöðu svo skjótt sem kostur er. Þá er starfandi forseta kirkjuráðs í þessu máli, heimilt að ganga til samnings um starfslok.“ „Ég kannast við að mér hafi verið boðið að ganga til viðræðna um starfslokasamning sem ég hafi þegið. Ég fór þess á leit við stéttarfélag mitt, Fræðagarð sem er aðildarfélag BHM, að það annaðist samningsgerðina fyrir mína hönd og í mínu umboði. Starfslokasamningur tókst fyrir milligöngu félagsins, ég er hættur sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs, hverf frá starfinu fullkomlega sáttur við þá ákvörðun og þakklátur fyrir að geta stigið niður af sviðinu á þessum tímapunkti,“ segir Oddur í skriflegum athugasemdinni. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri hjá Biskupsstofu, segir fundargerðina tala sínu máli og sé auk þess mjög skýr. Kvartað hafi verið yfir Oddi, samningnum sagt upp og ekki óskað eftir því að unninn sé uppsagnarfrestur. „Við þolum ekki dónaskap. Við höfum ekki þolinmæði fyrir því,“ segir Pétur Georg.Ekki náðist í Odd við vinnslu fréttarinnar. Þjóðkirkjan Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. „Enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt,“ segir Oddur í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá því í gær. Þar var greint frá því að kirkjuráð hefði á fundi sínum þann 12. september, sem lokið var 2. október, komist að einróma niðurstöðu að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Hann myndi láta af störfum þegar í stað. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir málið ósköp einfalt. Fundargerðin tali sínu máli og dónaskapur sé ekki liðinn á vinnustaðnum.Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.Fréttablaðið/GVAÍ fundargerðinni kemur fram að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi framsent kirkjuráði tölvupóst frá Sigurbjörgu Níelsdóttur Hansen, fjármálastjóra Biskupsstofu, frá því 23. ágúst síðastliðinn. Þar segir að Sigurbjörg hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á biskupsstofu og fleira. Því hafi biskup, sem er formaður Biskupsstofu, falið Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup á Hólum, að sinna skyldum biskupsembættisins hvað varðar það að vera forseti kirkjuráðs í málinu. Eftir viðræður ákvað kirkjuráð einróma um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs Odd framkvæmdastjóra. Hann myndi láta af störfum þegar í stað.Sólveig Lára Guðmundsdóttir tók að sér að tilkynna Oddi um starfslok og semja við hann.„Forseti kirkjuráðs í þessu máli, mun kynna honum þessa niðurstöðu svo skjótt sem kostur er. Þá er starfandi forseta kirkjuráðs í þessu máli, heimilt að ganga til samnings um starfslok.“ „Ég kannast við að mér hafi verið boðið að ganga til viðræðna um starfslokasamning sem ég hafi þegið. Ég fór þess á leit við stéttarfélag mitt, Fræðagarð sem er aðildarfélag BHM, að það annaðist samningsgerðina fyrir mína hönd og í mínu umboði. Starfslokasamningur tókst fyrir milligöngu félagsins, ég er hættur sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs, hverf frá starfinu fullkomlega sáttur við þá ákvörðun og þakklátur fyrir að geta stigið niður af sviðinu á þessum tímapunkti,“ segir Oddur í skriflegum athugasemdinni. Pétur Georg Markan, samskiptastjóri hjá Biskupsstofu, segir fundargerðina tala sínu máli og sé auk þess mjög skýr. Kvartað hafi verið yfir Oddi, samningnum sagt upp og ekki óskað eftir því að unninn sé uppsagnarfrestur. „Við þolum ekki dónaskap. Við höfum ekki þolinmæði fyrir því,“ segir Pétur Georg.Ekki náðist í Odd við vinnslu fréttarinnar.
Þjóðkirkjan Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira