Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2019 18:01 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið áminnti Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, ekki vegna samskipta hans við rithöfund og fjölmiðlamann meðal annars vegna þess að Haraldur gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði að hann myndi gæta orðnotkunar sinnar. Ríkislögreglustjóri sakaði mennina tvo um að bera ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn embættinu. Björn Jón Bragason, rithöfundur, og Sigurður Kolbeinsson, þáttastjórnandi á Hringbraut kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfa sem Haraldur sendi þeim á bréfsefni ríkislögreglustjóraembættisins í kjölfar umfjöllunar þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins. Sakaði Haraldur þá um ólögmæta meingerð með umfjölluninni. Ráðuneytið taldi það hafa verið ámælisvert af Haraldi að senda bréfin á bréfsefni embættisins. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi umboðsmanni með skýringum sínum segir að óljóst hafi verið hvort verið væri að gæta hagsmuna embættisins eða persónu þeirra sem skrifuðu undir þau. „Þá var framsetning þeirra enn fremur villandi þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra skrifuðu undir bréfin,“ segir í bréfi ráðuneytisins.Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Leit ásakanir Haraldar alvarlegum augum Haraldur var beðinn um skýringar á því í hverju meint ólögmæt meingerð Björns Jóns og Sigurðar hefði falist. Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns kemur fram að svo virðist sem að ríkislögreglustjóri hafi misskilið ákvæði laga. Haraldur bar því við að hann hefði talað fyrir hönd embættisins en réttarverndin sem hann vísaði til nær aðeins til einstaklinga. „[L]ítur ráðuneytið það mjög alvarlegum augum að ríkislögreglustjóri skuli senda borgurunum bréf með fullyrðingum um ólögmæta háttsemi þeirra, án þess að með nokkrum hætti fáist séð að neinn lögmætur grundvöllur sé fyrir því að embættið setji fram slíkar athugasemdir,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Ráðuneytið ákvað hins vegar að áminna Harald ekki í ljósi skýringa sem hann gaf og meðalhófsreglunnar. „Var það mat m.a. byggt á því að hann gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði það til framtíðar að hann myndi gæta að orðanotkun í málum sem þessum,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið áminnti Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, ekki vegna samskipta hans við rithöfund og fjölmiðlamann meðal annars vegna þess að Haraldur gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði að hann myndi gæta orðnotkunar sinnar. Ríkislögreglustjóri sakaði mennina tvo um að bera ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn embættinu. Björn Jón Bragason, rithöfundur, og Sigurður Kolbeinsson, þáttastjórnandi á Hringbraut kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfa sem Haraldur sendi þeim á bréfsefni ríkislögreglustjóraembættisins í kjölfar umfjöllunar þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins. Sakaði Haraldur þá um ólögmæta meingerð með umfjölluninni. Ráðuneytið taldi það hafa verið ámælisvert af Haraldi að senda bréfin á bréfsefni embættisins. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi umboðsmanni með skýringum sínum segir að óljóst hafi verið hvort verið væri að gæta hagsmuna embættisins eða persónu þeirra sem skrifuðu undir þau. „Þá var framsetning þeirra enn fremur villandi þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra skrifuðu undir bréfin,“ segir í bréfi ráðuneytisins.Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Leit ásakanir Haraldar alvarlegum augum Haraldur var beðinn um skýringar á því í hverju meint ólögmæt meingerð Björns Jóns og Sigurðar hefði falist. Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns kemur fram að svo virðist sem að ríkislögreglustjóri hafi misskilið ákvæði laga. Haraldur bar því við að hann hefði talað fyrir hönd embættisins en réttarverndin sem hann vísaði til nær aðeins til einstaklinga. „[L]ítur ráðuneytið það mjög alvarlegum augum að ríkislögreglustjóri skuli senda borgurunum bréf með fullyrðingum um ólögmæta háttsemi þeirra, án þess að með nokkrum hætti fáist séð að neinn lögmætur grundvöllur sé fyrir því að embættið setji fram slíkar athugasemdir,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Ráðuneytið ákvað hins vegar að áminna Harald ekki í ljósi skýringa sem hann gaf og meðalhófsreglunnar. „Var það mat m.a. byggt á því að hann gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði það til framtíðar að hann myndi gæta að orðanotkun í málum sem þessum,“ segir í bréfi ráðuneytisins.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26