Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2019 12:48 Pierce Brosnan hefur það huggulegt á rúntinum, ef marka má myndbandið sem hann birti í dag á Instagram. Mynd/Samsett Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur Grindavíkurveg. Áfangastaður leikarans verður þó líklega á endanum Húsavík, þar sem tökur á Eurovision-kvikmynd Will Ferrels hefjast á morgun. Í gær sást til Brosnans á Konsúlat-hótelinu í miðbæ Reykjavíkur. „Á rúntinum á Íslandi að hlusta á Kiasmos,“ skrifar Brosnan við myndbandið, sem sýnir íslenskt landslag þjóta hjá undir ómþýðum tónum. Kiasmos er íslensk-færeysk hljómsveit, skipuð íslenska tónlistarmanninum Ólafi Arnalds og hinum færeyska Janus Rasmussen. View this post on InstagramOn the road in Iceland listening to #Kiasmos A post shared by Pierce Brosnan (@piercebrosnanofficial) on Oct 10, 2019 at 3:35am PDT Tökur á Eurovision-kvikmynd Ferrells munu standa yfir um helgina á Húsavík og því má ætla að Brosnan taki á endanum stefnuna þangað. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings staðfesti í tilkynningu á vef sveitarfélagsins í dag að myndin yrði tekin upp í bænum næstu daga og benti jafnframt á að allar myndatökur á tökustað væru bannaðar. Brosnan mun leika föður karakters Ferrels í myndinni, mann að nafni Erik Eickssong. Sá er sagður eiga að vera „myndarlegasti maður Íslands.“ Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson.Fréttin hefur verið uppfærð. Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Íslandsvinir Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Brosnan mun leika myndarlegasta mann Íslands í Eurovision-myndinni Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. 8. ágúst 2019 09:08 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur Grindavíkurveg. Áfangastaður leikarans verður þó líklega á endanum Húsavík, þar sem tökur á Eurovision-kvikmynd Will Ferrels hefjast á morgun. Í gær sást til Brosnans á Konsúlat-hótelinu í miðbæ Reykjavíkur. „Á rúntinum á Íslandi að hlusta á Kiasmos,“ skrifar Brosnan við myndbandið, sem sýnir íslenskt landslag þjóta hjá undir ómþýðum tónum. Kiasmos er íslensk-færeysk hljómsveit, skipuð íslenska tónlistarmanninum Ólafi Arnalds og hinum færeyska Janus Rasmussen. View this post on InstagramOn the road in Iceland listening to #Kiasmos A post shared by Pierce Brosnan (@piercebrosnanofficial) on Oct 10, 2019 at 3:35am PDT Tökur á Eurovision-kvikmynd Ferrells munu standa yfir um helgina á Húsavík og því má ætla að Brosnan taki á endanum stefnuna þangað. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings staðfesti í tilkynningu á vef sveitarfélagsins í dag að myndin yrði tekin upp í bænum næstu daga og benti jafnframt á að allar myndatökur á tökustað væru bannaðar. Brosnan mun leika föður karakters Ferrels í myndinni, mann að nafni Erik Eickssong. Sá er sagður eiga að vera „myndarlegasti maður Íslands.“ Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Íslandsvinir Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Brosnan mun leika myndarlegasta mann Íslands í Eurovision-myndinni Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. 8. ágúst 2019 09:08 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30
Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00
Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30
Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06
Brosnan mun leika myndarlegasta mann Íslands í Eurovision-myndinni Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. 8. ágúst 2019 09:08